Ég heiti 180654 5269 Viðar Eggertsson skrifar 31. mars 2023 16:31 Aldursfordómar byggja á neikvæðum viðhorfum og gildum, sambærilegum og kynþáttafordómar og kynjafordómar, verða til vegna húðlitar og kynferðis. Jafnvel eldra fólk getur haft fordóma gagnvart því að eldast. Það er meðal annars tilkomið vegna þeirrar sjálfsmyndar sem þeir hafa og þess viðhorfs sem þeir telja að aðrir hafa – oft réttilega. Kröfur samfélagsins eru að allir eigi að vera ungir, frískir og falegir. Sérstaklega á þetta við um konur, sem oftar verða fyrir fordómum vegna aldurs en eldri karlmenn. Vegna aldursfordóma eru starfsumsóknir þar sem reynsla, þekking og vitsmunir hinna eldri eru ekki metnir - vegna aldurs. Þetta viðhorf er í sókn! Samkv. tölum vinnumálastofnunar í dag eru 1.485 manns, eldri en fimmtugt sem eru á atvinnuleysisskrá, þar af eru 526 sem hafa verið það núna í ár eða lengur. Það eru mýmörg dæmi að starfsumsóknir fólks sem er orðið fimmtugt, eða eldra, eru hunsaðar um leið og kennitalan ein birtist á fyrstu síðu umsóknar um starf. Það er ekki einu sinni litið á starfsferilskrána - bara kennitöluna. Bara kennitöluna. Kennitalan er einfaldlega „ekki rétt“. Eigum við að tala um íslensku kennitöluna? Það er varla hægt að sanna tilveru sína við afgreiðslu í opinberum stofnunum nema að segja stundarhátt hver kennitala þín er – hvað þú ert gamall. Nafn þitt skiptir engu. Það eru til margar aðferðir við að búa til kennitölur. Sú aðferð sem hefur verið notuð á Íslandi byggir á fæðingardegi og fæðingarári viðkomandi. Það er bara ekkert náttúrulögmál að kennitölukerfið sé byggt upp einsog íslenska kennitöluaðferðin, sem hefur beinlínis stuðlað og elft aldurfordóma, sérstaklega á vinnumarkaði. Er ekki kominn tími til að við horfumst í augu við það? Er ekki kominn tími til að við búum til kennitölukerfi sem styður ekki við aldursfordóma? Það liggur mikill auður í eldra starfsfólki. Látum ekki 10 talna röð verða til þess að hæfu og reynslumiklu fólki sé sópað burt af vinnumarkaði! Vinnum gegn aldursfordómum. Endurskoðum kennitölukerfið! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Samfylkingin Eldri borgarar Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Aldursfordómar byggja á neikvæðum viðhorfum og gildum, sambærilegum og kynþáttafordómar og kynjafordómar, verða til vegna húðlitar og kynferðis. Jafnvel eldra fólk getur haft fordóma gagnvart því að eldast. Það er meðal annars tilkomið vegna þeirrar sjálfsmyndar sem þeir hafa og þess viðhorfs sem þeir telja að aðrir hafa – oft réttilega. Kröfur samfélagsins eru að allir eigi að vera ungir, frískir og falegir. Sérstaklega á þetta við um konur, sem oftar verða fyrir fordómum vegna aldurs en eldri karlmenn. Vegna aldursfordóma eru starfsumsóknir þar sem reynsla, þekking og vitsmunir hinna eldri eru ekki metnir - vegna aldurs. Þetta viðhorf er í sókn! Samkv. tölum vinnumálastofnunar í dag eru 1.485 manns, eldri en fimmtugt sem eru á atvinnuleysisskrá, þar af eru 526 sem hafa verið það núna í ár eða lengur. Það eru mýmörg dæmi að starfsumsóknir fólks sem er orðið fimmtugt, eða eldra, eru hunsaðar um leið og kennitalan ein birtist á fyrstu síðu umsóknar um starf. Það er ekki einu sinni litið á starfsferilskrána - bara kennitöluna. Bara kennitöluna. Kennitalan er einfaldlega „ekki rétt“. Eigum við að tala um íslensku kennitöluna? Það er varla hægt að sanna tilveru sína við afgreiðslu í opinberum stofnunum nema að segja stundarhátt hver kennitala þín er – hvað þú ert gamall. Nafn þitt skiptir engu. Það eru til margar aðferðir við að búa til kennitölur. Sú aðferð sem hefur verið notuð á Íslandi byggir á fæðingardegi og fæðingarári viðkomandi. Það er bara ekkert náttúrulögmál að kennitölukerfið sé byggt upp einsog íslenska kennitöluaðferðin, sem hefur beinlínis stuðlað og elft aldurfordóma, sérstaklega á vinnumarkaði. Er ekki kominn tími til að við horfumst í augu við það? Er ekki kominn tími til að við búum til kennitölukerfi sem styður ekki við aldursfordóma? Það liggur mikill auður í eldra starfsfólki. Látum ekki 10 talna röð verða til þess að hæfu og reynslumiklu fólki sé sópað burt af vinnumarkaði! Vinnum gegn aldursfordómum. Endurskoðum kennitölukerfið! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar