Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2023 19:26 Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. Tuttugu og tveggja ára sögu Fréttablaðsins er þar með lokið en auk þess verður vef blaðsins lokað og sjónvarpsstöðin Hringbraut lögð niður. DV.is verður þó rekinn áfram með 12 starfsmönnum. Það var tómlegt um að litast á skrifstofum Torgs í morgun en fréttastofa kom á staðinn skömmu eftir að starfsmannafundi, þar sem tíðindin voru tilkynnt, lauk. Þeir fáu sem enn voru viðstaddir voru að taka saman dótið sitt, þar á meðal ritstjórinn sem einnig missir vinnuna. „Þetta er sorgardagur fyrir þjóðina, sem hefur haft afskaplega gaman af því að lesa Fréttablaðið, njóta Hringbrautar og allrar þeirrar menningar og sögu sem þar hefur birst landsmönnum. Þetta er áfall fyrir lýðræði í landinu,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri. „Það er þverpólitísk sátt um að hlúa að einum fjölmiðli sem er ríkisfjölmiðillinn. Hinir mega svo gott sem eiga sig. Það þekkja allir sem reka einkarekna fjölmiðla í dag að það er mjög hart sótt að þeim af hinu opinbera.“ Stjórnendur hafi vitað að svona gæti farið eftir að hætt var að bera blaðið út í janúar. „Auglýsingarnar skiluðu sér ekki eftir það og því fór sem fór.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson, fráfarandi ritstjóri Fréttablaðsins.Vísir/Arnar Og starfsfólk er í sárum. „Fólk var bara í nettu áfalli. Og ég held að við séum bara enn í áfalli yfir þessum tíðindum,“ segir Lovísa Arnardóttir, blaðamaður og fréttastjóri á Fréttablaðinu. „Við fengum útborgað í morgun, ein mánaðarlaun, en svo var okkur sagt að félagið færi í þrot eftir helgi og við ættum að sækja það sem við eigum inni í ábyrgðarsjóð launa og skrá okkur á atvinnuleysisbætur.“ Breytingarnar í janúar hafi sömuleiðis komið illa við starfsfólk. „Þá sá maður alveg að þetta var tekjumódel sem var ekki að ganga upp. Það þurfti að gera eitthvað. En ég get alveg sagt að það bjóst enginn við þessu í dag. Enginn.“ Starfsfólk vinni saman úr áfallinu - og samverustund á barnum var næst á dagskrá, að sögn Lovísu. Stjórnendur þáttarins Íþróttavikan með Benna Bó á Hringbraut tóku forskot á sæluna í morgun, þegar þeir tóku upp hinstu kveðju eftir hinn örlagaríka fund. Ítarlega umfjöllun um þessi erfiðu tímamót íslenskrar fjölmiðlasögu má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Fjölmiðlar Reykjavík Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir „Eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn“ Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. 31. mars 2023 17:41 Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00 Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Tuttugu og tveggja ára sögu Fréttablaðsins er þar með lokið en auk þess verður vef blaðsins lokað og sjónvarpsstöðin Hringbraut lögð niður. DV.is verður þó rekinn áfram með 12 starfsmönnum. Það var tómlegt um að litast á skrifstofum Torgs í morgun en fréttastofa kom á staðinn skömmu eftir að starfsmannafundi, þar sem tíðindin voru tilkynnt, lauk. Þeir fáu sem enn voru viðstaddir voru að taka saman dótið sitt, þar á meðal ritstjórinn sem einnig missir vinnuna. „Þetta er sorgardagur fyrir þjóðina, sem hefur haft afskaplega gaman af því að lesa Fréttablaðið, njóta Hringbrautar og allrar þeirrar menningar og sögu sem þar hefur birst landsmönnum. Þetta er áfall fyrir lýðræði í landinu,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri. „Það er þverpólitísk sátt um að hlúa að einum fjölmiðli sem er ríkisfjölmiðillinn. Hinir mega svo gott sem eiga sig. Það þekkja allir sem reka einkarekna fjölmiðla í dag að það er mjög hart sótt að þeim af hinu opinbera.“ Stjórnendur hafi vitað að svona gæti farið eftir að hætt var að bera blaðið út í janúar. „Auglýsingarnar skiluðu sér ekki eftir það og því fór sem fór.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson, fráfarandi ritstjóri Fréttablaðsins.Vísir/Arnar Og starfsfólk er í sárum. „Fólk var bara í nettu áfalli. Og ég held að við séum bara enn í áfalli yfir þessum tíðindum,“ segir Lovísa Arnardóttir, blaðamaður og fréttastjóri á Fréttablaðinu. „Við fengum útborgað í morgun, ein mánaðarlaun, en svo var okkur sagt að félagið færi í þrot eftir helgi og við ættum að sækja það sem við eigum inni í ábyrgðarsjóð launa og skrá okkur á atvinnuleysisbætur.“ Breytingarnar í janúar hafi sömuleiðis komið illa við starfsfólk. „Þá sá maður alveg að þetta var tekjumódel sem var ekki að ganga upp. Það þurfti að gera eitthvað. En ég get alveg sagt að það bjóst enginn við þessu í dag. Enginn.“ Starfsfólk vinni saman úr áfallinu - og samverustund á barnum var næst á dagskrá, að sögn Lovísu. Stjórnendur þáttarins Íþróttavikan með Benna Bó á Hringbraut tóku forskot á sæluna í morgun, þegar þeir tóku upp hinstu kveðju eftir hinn örlagaríka fund. Ítarlega umfjöllun um þessi erfiðu tímamót íslenskrar fjölmiðlasögu má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Fjölmiðlar Reykjavík Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir „Eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn“ Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. 31. mars 2023 17:41 Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00 Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
„Eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn“ Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. 31. mars 2023 17:41
Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00
Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44