Verstappen á ráspól en sigurvegari síðustu keppni ræsir aftastur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. apríl 2023 11:46 Max Verstappen verður á ráspól í Ástralíu. Peter Fox/Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar farið verður af stað í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun, en liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir hins vegar aftastur. Verstappen kom, sá og sigraði í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn í morgun og hans besti hringur var rúmlega 0,2 sekúndum hraðari en besti hringur George Russell sem verður annar í rásröðinni á morgun. Liðsfélagi Verstappen, Sergio Perez, lenti hins vegar í vandræðum með bíl sinn í fyrsta hluta tímatökunnar og endaði utan brautar. Hann kom sér ekki af stað aftur og verður því aftastur í rásröðinni á morgun. Perez fagnaði sínum fimmta sigri á ferlinum í Formúlu 1 í síðustu keppni þegar hann kom fyrstur í mark í Sádí Arabíu, en nú er ansi ólíklegt að hann nái að fylgja þeim sigri eftir. This one is a tough to swallow. But we will work together as a team to solve the issues in the car and to minimize the damage in tomorrow’s race. We're going to try our best as always. #nevergiveup #australiangp pic.twitter.com/rInhIu93Gw— Sergio Pérez (@SChecoPerez) April 1, 2023 Þá verður áhugavert að fylgjast með slagnum milli gömlu erkifjendanna Lewis Hamilton á Mercedes og Fernando Alonso á Aston Martin, en þeir félagar ræsa hlið við hlið á morgun. Hamilton ræsir þriðji og Alonso fjórði. Ferrari-mennirnir Carlos Sainz og Charles Leclerc virðast einnig vera að stimpla sig snemma út úr toppbaráttunni því Sainz ræsir fimmti og Leclerc sjöundi. Lance Stroll, liðsfélagi Alonso hjá Aston Martin, skilur Ferrari-mennina að í sjötta sæti. Akstursíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Verstappen kom, sá og sigraði í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn í morgun og hans besti hringur var rúmlega 0,2 sekúndum hraðari en besti hringur George Russell sem verður annar í rásröðinni á morgun. Liðsfélagi Verstappen, Sergio Perez, lenti hins vegar í vandræðum með bíl sinn í fyrsta hluta tímatökunnar og endaði utan brautar. Hann kom sér ekki af stað aftur og verður því aftastur í rásröðinni á morgun. Perez fagnaði sínum fimmta sigri á ferlinum í Formúlu 1 í síðustu keppni þegar hann kom fyrstur í mark í Sádí Arabíu, en nú er ansi ólíklegt að hann nái að fylgja þeim sigri eftir. This one is a tough to swallow. But we will work together as a team to solve the issues in the car and to minimize the damage in tomorrow’s race. We're going to try our best as always. #nevergiveup #australiangp pic.twitter.com/rInhIu93Gw— Sergio Pérez (@SChecoPerez) April 1, 2023 Þá verður áhugavert að fylgjast með slagnum milli gömlu erkifjendanna Lewis Hamilton á Mercedes og Fernando Alonso á Aston Martin, en þeir félagar ræsa hlið við hlið á morgun. Hamilton ræsir þriðji og Alonso fjórði. Ferrari-mennirnir Carlos Sainz og Charles Leclerc virðast einnig vera að stimpla sig snemma út úr toppbaráttunni því Sainz ræsir fimmti og Leclerc sjöundi. Lance Stroll, liðsfélagi Alonso hjá Aston Martin, skilur Ferrari-mennina að í sjötta sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira