Bayern gekk frá Dortmund á tíu mínútna kafla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2023 18:50 Thomas Müller skoraði tvö í kvöld. Alexander Hassenstein/Getty Images Bayern München vann Borussia Dortmund 4-2 í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Gregor Kobel, markvörður Dortmund, vill helst gleyma leik dagsins sem allra fyrst. Heimamenn í Bayern komust yfir eftir aðeins þrettán mínútur þökk sé einu undarlegasta sjálfsmarki síðari ára. Dayot Upamecano, miðvörður Bayern, á þá hættulitla sendingu fram völlinn sem Kobel kemur út úr marki sínu – og vítateig – til að hreinsa. Það fer þó ekki betur en svo en Kobel misreiknar boltann hrikalega, hittir hann lítið sem ekki neitt en þó nóg til að boltinn breyti um stefnu og endi í netinu. Hreint út sagt ótrúlegt mark í alla staði og var allt loft úr gestunum í kjölfarið. Thomas Müller tvöfaldaði forystu Bayern fimm mínútum síðar og hann bætti svo við öðru marki sínu fimm mínútum eftir það. Staðan því orðin 3-0 eftir aðeins 23. mínútna leik. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en segja má að leiknum hafi í raun þá verið lokið. Kingsley Coman kom Bayenr í 4-0 í upphafi síðari hálfleiks en Dortmund klóraði aðeins í bakkann undir lok leiks. Emre Can skoraði úr vítaspyrnu og Donny Malen skoraði annað mark gestanna á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur á Allianz-vellinum 4-2 heimamönnum í vil sem eru komnir aftur á topp deildarinnar. Frábær byrjun fyrir Thomas Tuchel, nýjan þjálfara Bayern. Staðan í deildinni er nú þannig að Bayern trónir á toppnum líkt og svo oft áður, með 55 stig. Þar á eftir kemur Dortmund með 53 stig og Union Berlín með 51 stig í 3. sætinu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Heimamenn í Bayern komust yfir eftir aðeins þrettán mínútur þökk sé einu undarlegasta sjálfsmarki síðari ára. Dayot Upamecano, miðvörður Bayern, á þá hættulitla sendingu fram völlinn sem Kobel kemur út úr marki sínu – og vítateig – til að hreinsa. Það fer þó ekki betur en svo en Kobel misreiknar boltann hrikalega, hittir hann lítið sem ekki neitt en þó nóg til að boltinn breyti um stefnu og endi í netinu. Hreint út sagt ótrúlegt mark í alla staði og var allt loft úr gestunum í kjölfarið. Thomas Müller tvöfaldaði forystu Bayern fimm mínútum síðar og hann bætti svo við öðru marki sínu fimm mínútum eftir það. Staðan því orðin 3-0 eftir aðeins 23. mínútna leik. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en segja má að leiknum hafi í raun þá verið lokið. Kingsley Coman kom Bayenr í 4-0 í upphafi síðari hálfleiks en Dortmund klóraði aðeins í bakkann undir lok leiks. Emre Can skoraði úr vítaspyrnu og Donny Malen skoraði annað mark gestanna á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur á Allianz-vellinum 4-2 heimamönnum í vil sem eru komnir aftur á topp deildarinnar. Frábær byrjun fyrir Thomas Tuchel, nýjan þjálfara Bayern. Staðan í deildinni er nú þannig að Bayern trónir á toppnum líkt og svo oft áður, með 55 stig. Þar á eftir kemur Dortmund með 53 stig og Union Berlín með 51 stig í 3. sætinu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira