Minnst 21 er látinn og tugir til viðbótar slasaðir eftir að mikið óveður reið yfir suður- og miðvesturríki Bandaríkjanna í gær og nótt. Fjöldi fólks missti heimili sín vegna hvirfilbylja sem sköpuðust í óveðrinu og rifu í sig byggingar og allt annað sem fyrir var. Þá er nokkur fjöldi í sjálfheldu inni á heimilum sínum og bíður björgunaraðila.
Tilkynningar bárust um allt að fimmtíu hvirfilbylji í gær í minnst sjö ríkjum, þar á meðal í Arkansas þar sem fimm eru látnir. Þrír eru látnir í Indíana, einn í Alabama og einn í Mississipi svo vitað er af. Bærinn Little Rock í Arkansas varð sérstaklega illa úti.
„Við gættum að bílum á hvolfi. Miklar skemmdir urðu á íbúðarhúsnæði og húsnæði fyrirtækja á staðnum. Tré féllu, rafmagnslínur sliguðust og gasleiðslur rofnuðu. Hér ríkið mjög alvarlegt neyðarástand," sagði Delphone D. Hubbard, slökkviliðsstjóri í Little Rock á blaðamannafundi í dag.
Svo virðist sem fáir hafi átt von á að stormurinn væri jafn slæmur og hann reyndist vera. Íbúi í Little Rock, var í húðfegrun þegar stormviðvörunin skall á.
„Ég fann að þrýstingurinn í eyrunum á mér féll og snyrtifræðingur minn sagði mér að fara af borðinu. Ég sá ekkert því augun mín voru límd aftur. Það var dimmt og ég fann að fæturnir á mér hreyfðust. Þegar við komum upp fuku hurðirnar upp á gátt. Þau sögðust finna fyrir gasleka. Ég var mjög hrædd enda gerðist þetta svo hratt.“