Ekki lagabreytingar heldur lögleysa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2023 20:37 Daníel O. Einarsson er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra. Vísir/Ívar Talsmaður leigubílstjóra segir að ný löggjöf um leigubíla muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum. Í gær var greint frá því að Hopp ætlaði sér, síðar í vor, að hefja innreið á leigubílamarkað í krafti rýmkaðrar löggjafar, sem tók gildi í gær. Formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra segir að félagsmönnum hugnist ekki þessi þróun á leigubílamarkaði. Hann segir að bandalaginu hafi verið haldið utan við starfshóp sem vann að lögunum og öllum umræðum um þau. „Þetta eru náttúrulega ekki lagabreytingar, þetta er lögleysa. Það er verið að taka úr lögunum vinnuskyldu og fjöldatakmörkun, sem var verkfæri til að meta framboð og eftirspurn. Nú er búið að taka það í burtu,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður B.Í.L.S. Hann segir að lagabreytingin komi til með að greiða götu skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. „Það er ekkert eftirlit. Það vantar eftirlit með bílunum. Þeir eru ekki skráðir, og það verða einhverjir huldubílar með límmiða. Það þýðir að það verður ekki gjaldmælir í bílunum. Fólk verður bara með þetta í snjalltæki sem það getur fært á milli bíla. Það er ekkert öryggi fyrir almenning.“ Covid og svört starfsemi sem hafi fengið að viðgangast Hann segir að erfið staða leigubílstjóra, sem hafi verið notuð sem rökstuðningur fyrir lagabreytingunum, hafi verið til komin vegna svartrar atvinnustarfsemi sem ekki var tekið á. „Við fengum ekki menn til þess að keyra um helgar, af því að biðin var svo löng eftir ferð. Svo eftir Covid varð sprengja í skemmtanalífinu og þá varð lengri bið eftir bílum.“ Staðan sem er uppi núna, er það þá vegna samblöndu af Covid og því að ekki var tekið nóg á svartri starfsemi? „Já, sérstaklega svarta starfsemin, sem grefur undan gildandi starfsemi.“ Lausnin á eftirlitsvandanum sé að hafa sérlitaða númeraplötu á hverjum skráðum og tryggðum leigubíl, óháð því fyrir hvaða stöð hann ekur. Þó standi eftir annað vandamál, sem komi sérlega illa við landsbyggðina. „Það er búið að taka út vinnuskylduna, sem þýðir það að mönnum ber ekki lengur skylda til að sinna leigubílaakstri sem aðalatvinnu. Þá geta þeir farið að sinna annarri vinnu, sem þýðir að leigubílaakstur í hjáverkum er ekki að halda uppi þjónustu. Það mun vanta leigubíla á vinnutíma,“ segir Daníel. Leigubílar Tengdar fréttir Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. 1. apríl 2023 19:20 Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Í gær var greint frá því að Hopp ætlaði sér, síðar í vor, að hefja innreið á leigubílamarkað í krafti rýmkaðrar löggjafar, sem tók gildi í gær. Formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra segir að félagsmönnum hugnist ekki þessi þróun á leigubílamarkaði. Hann segir að bandalaginu hafi verið haldið utan við starfshóp sem vann að lögunum og öllum umræðum um þau. „Þetta eru náttúrulega ekki lagabreytingar, þetta er lögleysa. Það er verið að taka úr lögunum vinnuskyldu og fjöldatakmörkun, sem var verkfæri til að meta framboð og eftirspurn. Nú er búið að taka það í burtu,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður B.Í.L.S. Hann segir að lagabreytingin komi til með að greiða götu skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. „Það er ekkert eftirlit. Það vantar eftirlit með bílunum. Þeir eru ekki skráðir, og það verða einhverjir huldubílar með límmiða. Það þýðir að það verður ekki gjaldmælir í bílunum. Fólk verður bara með þetta í snjalltæki sem það getur fært á milli bíla. Það er ekkert öryggi fyrir almenning.“ Covid og svört starfsemi sem hafi fengið að viðgangast Hann segir að erfið staða leigubílstjóra, sem hafi verið notuð sem rökstuðningur fyrir lagabreytingunum, hafi verið til komin vegna svartrar atvinnustarfsemi sem ekki var tekið á. „Við fengum ekki menn til þess að keyra um helgar, af því að biðin var svo löng eftir ferð. Svo eftir Covid varð sprengja í skemmtanalífinu og þá varð lengri bið eftir bílum.“ Staðan sem er uppi núna, er það þá vegna samblöndu af Covid og því að ekki var tekið nóg á svartri starfsemi? „Já, sérstaklega svarta starfsemin, sem grefur undan gildandi starfsemi.“ Lausnin á eftirlitsvandanum sé að hafa sérlitaða númeraplötu á hverjum skráðum og tryggðum leigubíl, óháð því fyrir hvaða stöð hann ekur. Þó standi eftir annað vandamál, sem komi sérlega illa við landsbyggðina. „Það er búið að taka út vinnuskylduna, sem þýðir það að mönnum ber ekki lengur skylda til að sinna leigubílaakstri sem aðalatvinnu. Þá geta þeir farið að sinna annarri vinnu, sem þýðir að leigubílaakstur í hjáverkum er ekki að halda uppi þjónustu. Það mun vanta leigubíla á vinnutíma,“ segir Daníel.
Leigubílar Tengdar fréttir Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. 1. apríl 2023 19:20 Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. 1. apríl 2023 19:20
Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01