Þröstur Leó valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Bari Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2023 19:57 Þröstu Leó í hlutverki Jóns í kvikmyndinni Á ferð með mömmu. Aðsend Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar, Á ferð með mömmu. Í fréttatilkynningu um verðlaunin segir að Þröstur Leó hafi með því bæst í hóp ekki ómerkilegri leikara en ð Max von Sydow, Helen Mirren og Roberto Benigni, svo einhverjir séu nefndir. Þá segir að í þakkarræðu sinni hafi Þröstur Leó sagst taka auðmjúkur á móti verðlaununum, sem hefðu komið sér á óvart. Hann þakkaði meðleikurum sínum Kristbjörgu Kjeld og hundinum Dreka sérstaklega, sem og Hilmari Oddssyni leikstjóra og Hlín Jóhannesdóttur, framleiðanda fyrir gefandi samstarf. Þriðju verðlaun myndarinnar Óhætt er að segja að Á ferð með mömmu hafi gengið vel á kvikmyndahátíðum erlendis. Verðlaun Þrastar Leós eru þau þriðju sem myndin fær. Kvikmyndin var heimsfrumsýnd á PÖFF kvikmyndahátíðinni í Tallin í nóvember síðastliðnum og þar hlaut hún aðalverðlaunin, Grand Prix, sem besta kvikmynd og ennfremur hlaut tónskáld myndarinnar, Tõnu Kõrvits verðlaunin fyrir bestu kvikmyndatónlistina. Í myndinni fer Þröstur Leó með hlutverk Jóns, sem tekur sér ferð á hendur þvert yfir landið með lík móður sinnar í aftursætinu, til að uppfylla hennar hinstu ósk. Móður hans leikur Kristbjörg Kjeld, en veigamikil hlutverk eru einnig í höndum Heru Hilmarsdóttur og Tómasar Lemarquis. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu um verðlaunin segir að Þröstur Leó hafi með því bæst í hóp ekki ómerkilegri leikara en ð Max von Sydow, Helen Mirren og Roberto Benigni, svo einhverjir séu nefndir. Þá segir að í þakkarræðu sinni hafi Þröstur Leó sagst taka auðmjúkur á móti verðlaununum, sem hefðu komið sér á óvart. Hann þakkaði meðleikurum sínum Kristbjörgu Kjeld og hundinum Dreka sérstaklega, sem og Hilmari Oddssyni leikstjóra og Hlín Jóhannesdóttur, framleiðanda fyrir gefandi samstarf. Þriðju verðlaun myndarinnar Óhætt er að segja að Á ferð með mömmu hafi gengið vel á kvikmyndahátíðum erlendis. Verðlaun Þrastar Leós eru þau þriðju sem myndin fær. Kvikmyndin var heimsfrumsýnd á PÖFF kvikmyndahátíðinni í Tallin í nóvember síðastliðnum og þar hlaut hún aðalverðlaunin, Grand Prix, sem besta kvikmynd og ennfremur hlaut tónskáld myndarinnar, Tõnu Kõrvits verðlaunin fyrir bestu kvikmyndatónlistina. Í myndinni fer Þröstur Leó með hlutverk Jóns, sem tekur sér ferð á hendur þvert yfir landið með lík móður sinnar í aftursætinu, til að uppfylla hennar hinstu ósk. Móður hans leikur Kristbjörg Kjeld, en veigamikil hlutverk eru einnig í höndum Heru Hilmarsdóttur og Tómasar Lemarquis.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira