Þröstur Leó valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Bari Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2023 19:57 Þröstu Leó í hlutverki Jóns í kvikmyndinni Á ferð með mömmu. Aðsend Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar, Á ferð með mömmu. Í fréttatilkynningu um verðlaunin segir að Þröstur Leó hafi með því bæst í hóp ekki ómerkilegri leikara en ð Max von Sydow, Helen Mirren og Roberto Benigni, svo einhverjir séu nefndir. Þá segir að í þakkarræðu sinni hafi Þröstur Leó sagst taka auðmjúkur á móti verðlaununum, sem hefðu komið sér á óvart. Hann þakkaði meðleikurum sínum Kristbjörgu Kjeld og hundinum Dreka sérstaklega, sem og Hilmari Oddssyni leikstjóra og Hlín Jóhannesdóttur, framleiðanda fyrir gefandi samstarf. Þriðju verðlaun myndarinnar Óhætt er að segja að Á ferð með mömmu hafi gengið vel á kvikmyndahátíðum erlendis. Verðlaun Þrastar Leós eru þau þriðju sem myndin fær. Kvikmyndin var heimsfrumsýnd á PÖFF kvikmyndahátíðinni í Tallin í nóvember síðastliðnum og þar hlaut hún aðalverðlaunin, Grand Prix, sem besta kvikmynd og ennfremur hlaut tónskáld myndarinnar, Tõnu Kõrvits verðlaunin fyrir bestu kvikmyndatónlistina. Í myndinni fer Þröstur Leó með hlutverk Jóns, sem tekur sér ferð á hendur þvert yfir landið með lík móður sinnar í aftursætinu, til að uppfylla hennar hinstu ósk. Móður hans leikur Kristbjörg Kjeld, en veigamikil hlutverk eru einnig í höndum Heru Hilmarsdóttur og Tómasar Lemarquis. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Í fréttatilkynningu um verðlaunin segir að Þröstur Leó hafi með því bæst í hóp ekki ómerkilegri leikara en ð Max von Sydow, Helen Mirren og Roberto Benigni, svo einhverjir séu nefndir. Þá segir að í þakkarræðu sinni hafi Þröstur Leó sagst taka auðmjúkur á móti verðlaununum, sem hefðu komið sér á óvart. Hann þakkaði meðleikurum sínum Kristbjörgu Kjeld og hundinum Dreka sérstaklega, sem og Hilmari Oddssyni leikstjóra og Hlín Jóhannesdóttur, framleiðanda fyrir gefandi samstarf. Þriðju verðlaun myndarinnar Óhætt er að segja að Á ferð með mömmu hafi gengið vel á kvikmyndahátíðum erlendis. Verðlaun Þrastar Leós eru þau þriðju sem myndin fær. Kvikmyndin var heimsfrumsýnd á PÖFF kvikmyndahátíðinni í Tallin í nóvember síðastliðnum og þar hlaut hún aðalverðlaunin, Grand Prix, sem besta kvikmynd og ennfremur hlaut tónskáld myndarinnar, Tõnu Kõrvits verðlaunin fyrir bestu kvikmyndatónlistina. Í myndinni fer Þröstur Leó með hlutverk Jóns, sem tekur sér ferð á hendur þvert yfir landið með lík móður sinnar í aftursætinu, til að uppfylla hennar hinstu ósk. Móður hans leikur Kristbjörg Kjeld, en veigamikil hlutverk eru einnig í höndum Heru Hilmarsdóttur og Tómasar Lemarquis.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira