Miðar á lokaleik Arsenal seljast á rúmar níu milljónir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. apríl 2023 22:16 Stuðningsmenn Arsenal eru farnir að láta sig dreyma um fyrsta Englandsmeistaratitil félagsins í 19 ár. Julian Finney/Getty Images Nú þegar styttist í að titilbaráttan í ensku úrvalsdeildinni fari að ná hámarki fara stuðningsmenn hinna ýmissu liða að reyna að verða sér út um miða á mikilvæga leiki. Stuðningsmenn toppliðs Arsenal hafa borgað rúmar níu milljónir króna fyrir miða á seinasta leik liðsins á tímabilinu. Arsenal trónir á toppi deildarinnar með 72 stig þegar liðið á níu leiki eftir. Lundúnaliðið er með átta stiga forskot á ríkjandi Englandsmeistara Manchester City sem sitja í öðru sæti, en eiga þó einn leik til góða. Stuðningsmenn Arsenal eru því farnir að láta sig dreyma um fyrsta Englandsmeistaratitil félagsins frá því að liðið fór taplaust í gegnum tímabilið 2003-2004. Nítján ára bið gæti því verið á enda í vor. Eðlilega eru umræddir stuðningsmenn því orðnir spenntir fyrir seinustu níu leikjum tímabilsins. Liðið mætir Wolves í lokaumferð deildarinnar þann 28. maí og ef marka má grein frá breska götublaðinu The Sun hafa miðar á leikinn selst á allt að 53 þúsund pund sem samsvarar rétt rúmum níu milljónum íslenskra króna. Ticket prices for Arsenal last match of the season against Wolverhampton have hit the roof and it is being sold for a massive £53,000 each. Fans of Arsenal are fantasizing about the possibility of seeing their team win the English Premier League title on the 28th of May. pic.twitter.com/dJhuNBj73c— Futball News (@FutballNews_) March 30, 2023 Ljóst er að ef ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City vinna alla sína tíu leiki sem liðið á eftir getur Arsenal í fyrsta lagi tryggt sér titilinn í lokaumferðinni. Enn á þó mikið vatn eftir að renna til sjávar og Arsenal og Manchester City eiga eftir að mætast einu sinni í ensku úrvalsdeildinni. Sá leikur fer fram þann 26. apríl og Skytturnar frá Norður-Lundúnum geta farið langleiðina með að tryggja sér titilinn með sigri þar. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Arsenal trónir á toppi deildarinnar með 72 stig þegar liðið á níu leiki eftir. Lundúnaliðið er með átta stiga forskot á ríkjandi Englandsmeistara Manchester City sem sitja í öðru sæti, en eiga þó einn leik til góða. Stuðningsmenn Arsenal eru því farnir að láta sig dreyma um fyrsta Englandsmeistaratitil félagsins frá því að liðið fór taplaust í gegnum tímabilið 2003-2004. Nítján ára bið gæti því verið á enda í vor. Eðlilega eru umræddir stuðningsmenn því orðnir spenntir fyrir seinustu níu leikjum tímabilsins. Liðið mætir Wolves í lokaumferð deildarinnar þann 28. maí og ef marka má grein frá breska götublaðinu The Sun hafa miðar á leikinn selst á allt að 53 þúsund pund sem samsvarar rétt rúmum níu milljónum íslenskra króna. Ticket prices for Arsenal last match of the season against Wolverhampton have hit the roof and it is being sold for a massive £53,000 each. Fans of Arsenal are fantasizing about the possibility of seeing their team win the English Premier League title on the 28th of May. pic.twitter.com/dJhuNBj73c— Futball News (@FutballNews_) March 30, 2023 Ljóst er að ef ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City vinna alla sína tíu leiki sem liðið á eftir getur Arsenal í fyrsta lagi tryggt sér titilinn í lokaumferðinni. Enn á þó mikið vatn eftir að renna til sjávar og Arsenal og Manchester City eiga eftir að mætast einu sinni í ensku úrvalsdeildinni. Sá leikur fer fram þann 26. apríl og Skytturnar frá Norður-Lundúnum geta farið langleiðina með að tryggja sér titilinn með sigri þar.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira