Sýkingar aukist til muna í fjarveru neyslurýmis: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2023 20:00 Maríanna segir slæmu afleiðingarnar af lokun Ylju blasa við, hið augljósa séu sýkingarnar en þær verstu möguleikinn á ofskömmtun. Vísir/arnar Sýkingum hefur fjölgað mikið hjá notendum neyslurýmisins Ylju síðan úrræðinu var lokað fyrir tæpum mánuði. Hópur þeirra ekki skilað sér í lifrarbólgumeðferðir. Ein þeirra sem sótti oft þjónustu Ylju segir málið grafalvarlegt. Hún hafi miklar áhyggjur af vinum sínum og sérstaklega þeim sem karlkyns eru. Fólk notaði Ylju, færanlegt neyslurými, til að nota efni í öruggu umhverfi undir leiðsögn heilbrigðisstarfsmanns. Verkefnið var í anda skaðaminnkunar og hafði það að markmiði, meðal annars að koma í veg fyrir ofskömmtun og sýkingar. Bíllinn sem notaður var undir starfsemina gaf upp öndina í desember en aðstandendur Ylju vilja varanlegt húsnæði undir starfsemina. Samningur um verkefnið rann út hinn 6. mars síðastliðinn en síðan þá hefur ekkert neyslurými verið starfrækt á höfuðborgarsvæðinu. Marín Þórsdóttir deildarstjóri hjá Rauða krossinum segir að málið þoli ekki neina bið. Deildarstjóri hjá Rauða krossinum segir Ylju fyrir löngu hafa sannað gildi sitt. Bara í fyrra hafi lífi tveggja verið bjargað sem höfðu tekið of stóran skammt.Vísir/arnar „Það liggur á borðinu tveggja ára samningur við Sjúkratryggingar um leið og húsnæði finnst en það er þetta bitbein um hvar þetta húsnæði eigi að vera og jafnvel hver eigi að greiða fyrir það,“ segir Marín sem bætir við. „Það væri gaman að sjá félagsmálaráðherra eða borgarstjóra bretta upp ermar og finna handa okkur gott húsnæði.“ Ekki er ofsögum sagt að stjórnvöld þurfi að bretta upp ermar því það þjónusturof sem hefur orðið gagnvart þessum viðkvæma hópi aðeins frá marsmánuði hefur þegar bitnað illilega á þeim hópi sem notaði Ylju. Hópurinn telur rúmlega hundrað manns. Marín segir að Landspítalinn hafi í fjarveru Ylju misst tengsl við hluta þessa hóps. Þjónusturofið hefur haft alvarlegar afleiðingar á þennan rúmlega hundrað manna hóp. Landspítalinn hafi misst tengsl hluta hópsins. „Þetta er hópur sem var að fá lifrabólgumeðferð á Landspítalanum og við höfum tapað honum. Sýkingum hefur fjölgað í þessum notendahópi því þeir voru í snertingu við hjúkrunarfræðinga þannig að við höfum tapað þessari snertingu við þennan hóp,“ segir Marín. Hefur þungar áhyggjur af vinum sínum Maríanna er ein þeirra sem sótti þjónustu hjá Ylju, færanlegu neyslurými. Vísir/Arnar Maríanna Sigtryggsdóttir er ein þeirra sem nýtti sér þjónustu Ylju en hún tók á móti blaðamanni og tökumanni Stöðvar 2 í gistiskýlinu úti á Granda til að ræða um Ylju en á henni mátti greinilega sjá að málið liggur þungt á henni. Maríanna segir slæmu afleiðingarnar af lokun Ylju blasa við, hið augljósa séu sýkingarnar en þær verstu möguleikinn á ofskömmtun. „Þegar ég var fyrst að byrja að fara þarna þá var ég með æð sem ég gat ekki sett í og þær bara kenndu mér á hana, bara sem dæmi, sem kom í veg fyrir það að ég væri alltaf með sýkingar og þær geta drepið fólk.“ Það halli sérstaklega á karlmenn sem verði að fá dagsetur. „Við stelpurnar getum farið upp í Skjól á milli tíu og þrjú en karlmennirnir? Þeir geta farið á bókasafnið. Eiga þeir að kalla í bókasafnsfræðinginn? Hvað ef eitthvað gerist? Það er enginn þar sem er þjálfaður ef einhver ofskammtar, bara sem dæmi, enginn.“ Maríanna hefur þungar áhyggjur af vinum sínum. „Ég þekki alveg marga, persónulega, sem fóru þarna á hverjum degi, strákarnir, bara til þess að spjalla þegar þeir voru bara á leiðinni nánast að fara að kála sér. Þeir fóru þarna í kaffi og hættu við. Það mun enginn raunverulega vita hvað Ylja er búin að bjarga mörgum mannslífum – vá ég fæ bara kökkinn af því að hugsa um þetta. Það er grafalvarlegt mál að þetta sé ekki lengur,“ segir Maríanna. Ylja hafi ekki aðeins verið öruggt rými þar sem fólk gat notað efni. „Þarna getur maður farið ef maður þurfti að tala við einhvern eða vantaði aðstoð vegna sýkingar, það var bara allt, og svo gat maður fengið sér kaffibolla. Þetta er svo ótrúlega víðfeðmt starf sem þær inna af hendi.“ Þessi tæpi mánuður sem hefur liðið þar sem Ylja hefur legið niðri hafi verið þrúgandi. „Þetta þolir ekki neina bið. Þessi mánuður er búinn að vera allt of langur. Ef það yrði grafið almennilega ofan í þetta þá held ég að það væri jafnvel hægt að rekja einhver dauðsföll til þess að þetta sé ekki opið. Sorry, ég veit þetta hljómar grimmt en köllum bara skóflu skóflu.“ Maríanna hleypti fréttastofu og um leið íslensku samfélagi inn í líf sitt þegar hún kom fram í Kompás í febrúar. Þáttinn í heild er hægt að sjá í spilaranum hér að neðan. Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyslurýmið Ylja þarf nýtt húsnæði strax Á mánudaginn, 27. mars, fjallaði Kastljósið um skaðaminnkun og hvað býr að baki þeirrar hugmyndafræði. Þar var hugmyndafræðin útskýrð og rætt við notendur skaðaminnkandi úrræða, sem báðir sögðu frá hvernig úrræðin höfðu einfaldlega bjargað lífi sínu. 30. mars 2023 11:31 Erfitt að meta þjónustuþörfina í gistiskýlum og þörf á fleiri úrræðum Fjölgað hefur í hópi heimilislausra með fjölþættan vanda sem leita í gistiskýli borgarinnar en takmarkað er hversu mikla þjónustu hægt er að veita þar. Framkvæmdastjóri hjá borginni segir þörf á fleiri úrræðum og kallar eftir aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Stórefla þurfi heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn en heilbrigðisráðherra boðar meðal annars varanlegt neyslurými. 13. mars 2023 20:55 Heilbrigðisráðherra telur þörf á morfínklíník Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Hann mun stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og vonast til að geta lagt afraksturinn fyrir þingið næsta vetur. 12. mars 2023 19:32 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Fólk notaði Ylju, færanlegt neyslurými, til að nota efni í öruggu umhverfi undir leiðsögn heilbrigðisstarfsmanns. Verkefnið var í anda skaðaminnkunar og hafði það að markmiði, meðal annars að koma í veg fyrir ofskömmtun og sýkingar. Bíllinn sem notaður var undir starfsemina gaf upp öndina í desember en aðstandendur Ylju vilja varanlegt húsnæði undir starfsemina. Samningur um verkefnið rann út hinn 6. mars síðastliðinn en síðan þá hefur ekkert neyslurými verið starfrækt á höfuðborgarsvæðinu. Marín Þórsdóttir deildarstjóri hjá Rauða krossinum segir að málið þoli ekki neina bið. Deildarstjóri hjá Rauða krossinum segir Ylju fyrir löngu hafa sannað gildi sitt. Bara í fyrra hafi lífi tveggja verið bjargað sem höfðu tekið of stóran skammt.Vísir/arnar „Það liggur á borðinu tveggja ára samningur við Sjúkratryggingar um leið og húsnæði finnst en það er þetta bitbein um hvar þetta húsnæði eigi að vera og jafnvel hver eigi að greiða fyrir það,“ segir Marín sem bætir við. „Það væri gaman að sjá félagsmálaráðherra eða borgarstjóra bretta upp ermar og finna handa okkur gott húsnæði.“ Ekki er ofsögum sagt að stjórnvöld þurfi að bretta upp ermar því það þjónusturof sem hefur orðið gagnvart þessum viðkvæma hópi aðeins frá marsmánuði hefur þegar bitnað illilega á þeim hópi sem notaði Ylju. Hópurinn telur rúmlega hundrað manns. Marín segir að Landspítalinn hafi í fjarveru Ylju misst tengsl við hluta þessa hóps. Þjónusturofið hefur haft alvarlegar afleiðingar á þennan rúmlega hundrað manna hóp. Landspítalinn hafi misst tengsl hluta hópsins. „Þetta er hópur sem var að fá lifrabólgumeðferð á Landspítalanum og við höfum tapað honum. Sýkingum hefur fjölgað í þessum notendahópi því þeir voru í snertingu við hjúkrunarfræðinga þannig að við höfum tapað þessari snertingu við þennan hóp,“ segir Marín. Hefur þungar áhyggjur af vinum sínum Maríanna er ein þeirra sem sótti þjónustu hjá Ylju, færanlegu neyslurými. Vísir/Arnar Maríanna Sigtryggsdóttir er ein þeirra sem nýtti sér þjónustu Ylju en hún tók á móti blaðamanni og tökumanni Stöðvar 2 í gistiskýlinu úti á Granda til að ræða um Ylju en á henni mátti greinilega sjá að málið liggur þungt á henni. Maríanna segir slæmu afleiðingarnar af lokun Ylju blasa við, hið augljósa séu sýkingarnar en þær verstu möguleikinn á ofskömmtun. „Þegar ég var fyrst að byrja að fara þarna þá var ég með æð sem ég gat ekki sett í og þær bara kenndu mér á hana, bara sem dæmi, sem kom í veg fyrir það að ég væri alltaf með sýkingar og þær geta drepið fólk.“ Það halli sérstaklega á karlmenn sem verði að fá dagsetur. „Við stelpurnar getum farið upp í Skjól á milli tíu og þrjú en karlmennirnir? Þeir geta farið á bókasafnið. Eiga þeir að kalla í bókasafnsfræðinginn? Hvað ef eitthvað gerist? Það er enginn þar sem er þjálfaður ef einhver ofskammtar, bara sem dæmi, enginn.“ Maríanna hefur þungar áhyggjur af vinum sínum. „Ég þekki alveg marga, persónulega, sem fóru þarna á hverjum degi, strákarnir, bara til þess að spjalla þegar þeir voru bara á leiðinni nánast að fara að kála sér. Þeir fóru þarna í kaffi og hættu við. Það mun enginn raunverulega vita hvað Ylja er búin að bjarga mörgum mannslífum – vá ég fæ bara kökkinn af því að hugsa um þetta. Það er grafalvarlegt mál að þetta sé ekki lengur,“ segir Maríanna. Ylja hafi ekki aðeins verið öruggt rými þar sem fólk gat notað efni. „Þarna getur maður farið ef maður þurfti að tala við einhvern eða vantaði aðstoð vegna sýkingar, það var bara allt, og svo gat maður fengið sér kaffibolla. Þetta er svo ótrúlega víðfeðmt starf sem þær inna af hendi.“ Þessi tæpi mánuður sem hefur liðið þar sem Ylja hefur legið niðri hafi verið þrúgandi. „Þetta þolir ekki neina bið. Þessi mánuður er búinn að vera allt of langur. Ef það yrði grafið almennilega ofan í þetta þá held ég að það væri jafnvel hægt að rekja einhver dauðsföll til þess að þetta sé ekki opið. Sorry, ég veit þetta hljómar grimmt en köllum bara skóflu skóflu.“ Maríanna hleypti fréttastofu og um leið íslensku samfélagi inn í líf sitt þegar hún kom fram í Kompás í febrúar. Þáttinn í heild er hægt að sjá í spilaranum hér að neðan.
Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyslurýmið Ylja þarf nýtt húsnæði strax Á mánudaginn, 27. mars, fjallaði Kastljósið um skaðaminnkun og hvað býr að baki þeirrar hugmyndafræði. Þar var hugmyndafræðin útskýrð og rætt við notendur skaðaminnkandi úrræða, sem báðir sögðu frá hvernig úrræðin höfðu einfaldlega bjargað lífi sínu. 30. mars 2023 11:31 Erfitt að meta þjónustuþörfina í gistiskýlum og þörf á fleiri úrræðum Fjölgað hefur í hópi heimilislausra með fjölþættan vanda sem leita í gistiskýli borgarinnar en takmarkað er hversu mikla þjónustu hægt er að veita þar. Framkvæmdastjóri hjá borginni segir þörf á fleiri úrræðum og kallar eftir aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Stórefla þurfi heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn en heilbrigðisráðherra boðar meðal annars varanlegt neyslurými. 13. mars 2023 20:55 Heilbrigðisráðherra telur þörf á morfínklíník Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Hann mun stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og vonast til að geta lagt afraksturinn fyrir þingið næsta vetur. 12. mars 2023 19:32 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Neyslurýmið Ylja þarf nýtt húsnæði strax Á mánudaginn, 27. mars, fjallaði Kastljósið um skaðaminnkun og hvað býr að baki þeirrar hugmyndafræði. Þar var hugmyndafræðin útskýrð og rætt við notendur skaðaminnkandi úrræða, sem báðir sögðu frá hvernig úrræðin höfðu einfaldlega bjargað lífi sínu. 30. mars 2023 11:31
Erfitt að meta þjónustuþörfina í gistiskýlum og þörf á fleiri úrræðum Fjölgað hefur í hópi heimilislausra með fjölþættan vanda sem leita í gistiskýli borgarinnar en takmarkað er hversu mikla þjónustu hægt er að veita þar. Framkvæmdastjóri hjá borginni segir þörf á fleiri úrræðum og kallar eftir aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Stórefla þurfi heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn en heilbrigðisráðherra boðar meðal annars varanlegt neyslurými. 13. mars 2023 20:55
Heilbrigðisráðherra telur þörf á morfínklíník Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Hann mun stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og vonast til að geta lagt afraksturinn fyrir þingið næsta vetur. 12. mars 2023 19:32