Alltaf skelfilegt en verst á þessum árstíma Máni Snær Þorláksson skrifar 4. apríl 2023 11:10 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Ari Guðmundsson, bóndi á Bergsstöðum í Húnaþingi vestra, segir það vera svakalegt högg að þurfa að lóga öllum 690 kindum á bænum sínum. Riða greindist í sauðfé á bænum og fór Matvælastofnun fram á að kindunum yrði lógað. Rætt var við Ara í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að í sjálfu sér eru engin orð sem geta lýst því hvernig það er að ganga í gegnum þetta. Það sé alltaf skelfilegt að þurfa að lóga öllu sauðfé vegna riðu en aldrei eins slæmt og á þessum árstíma, rétt fyrir sauðburð. „Þetta er tuttugu og fimm ára starf sem er farið fyrir bí. Þannig þetta er helvíti svakalegt högg. Auðvitað er þetta mesta höggið fyrir okkur hér á bænum en líka fyrir bændurna í kring - við höfum verið á svokölluðu hreinu hólfi og þetta setur náttúrulega allt á hliðina hérna hjá okkur. Það er bara þannig.“ Ari segir að hann sé ekki í tilfinningalegu sambandi við allar kindurnar en að þetta sé þó mikið tilfinningalegt tjón: „Kannski ekki alveg hverja eina og einustu en það þarf nú kannski ekki margar til, til þess að finna að þetta er svakalegt tilfinningalegt tjón.“ Hreinsunarstarf og uppbygging Framundan er hreinsunarstarf og uppbygging á Bergsstöðum. Endurnýa þarf allt í öllum húsum og þrífa. Svo þarf að fara í jarðvegsskipti við fjárhús, koma skít úr húsunum, grafa hann og hey. „Það var farið yfir það allt í gær með okkur, hvernig á að standa að því.“ Því næst fer svo af stað samningaferli við ríki um afurðatjónsbætur. Ari segist ekki vita hvernig það ferli er í raun og veru en að einhver starfsmaður ráðuneytisins komi til með að standa fyrir þeim samningum. „Svo náttúrulega verður að reyna að koma skepnunum sem fyrst til förgunar.“ Á góða að Það verður mikil vinna að koma bænum aftur í gang en Ara skilst að þau geti mögulega fengið fé aftur haustið árið 2025. Hann segist hafa nóg fyrir stafni þangað til, hreinsunarstarfið mun taka tíma og uppbyggingin sömuleiðis. „Ég náttúrulega er nokkuð handlaginn þó ég segi sjálfur frá, hef byggt þetta allt upp sjálfur meira og minna. En við eigum sem betur fer góða nágranna og góða fjölskyldu, þau koma nú sjálfsagt til með að hjálpa okkur eitthvað.“ Ari segir að dagarnir verði núna öðruvísi þar sem það verður hvorki sauðburður né smalamennska. Hann gæti þó reynt að skella sér með nágrönnunum í slíka vinnu. „Við eigum góða sveitunga og allir hafa sýnt okkur stuðning,“ segir hann. Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Rætt var við Ara í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að í sjálfu sér eru engin orð sem geta lýst því hvernig það er að ganga í gegnum þetta. Það sé alltaf skelfilegt að þurfa að lóga öllu sauðfé vegna riðu en aldrei eins slæmt og á þessum árstíma, rétt fyrir sauðburð. „Þetta er tuttugu og fimm ára starf sem er farið fyrir bí. Þannig þetta er helvíti svakalegt högg. Auðvitað er þetta mesta höggið fyrir okkur hér á bænum en líka fyrir bændurna í kring - við höfum verið á svokölluðu hreinu hólfi og þetta setur náttúrulega allt á hliðina hérna hjá okkur. Það er bara þannig.“ Ari segir að hann sé ekki í tilfinningalegu sambandi við allar kindurnar en að þetta sé þó mikið tilfinningalegt tjón: „Kannski ekki alveg hverja eina og einustu en það þarf nú kannski ekki margar til, til þess að finna að þetta er svakalegt tilfinningalegt tjón.“ Hreinsunarstarf og uppbygging Framundan er hreinsunarstarf og uppbygging á Bergsstöðum. Endurnýa þarf allt í öllum húsum og þrífa. Svo þarf að fara í jarðvegsskipti við fjárhús, koma skít úr húsunum, grafa hann og hey. „Það var farið yfir það allt í gær með okkur, hvernig á að standa að því.“ Því næst fer svo af stað samningaferli við ríki um afurðatjónsbætur. Ari segist ekki vita hvernig það ferli er í raun og veru en að einhver starfsmaður ráðuneytisins komi til með að standa fyrir þeim samningum. „Svo náttúrulega verður að reyna að koma skepnunum sem fyrst til förgunar.“ Á góða að Það verður mikil vinna að koma bænum aftur í gang en Ara skilst að þau geti mögulega fengið fé aftur haustið árið 2025. Hann segist hafa nóg fyrir stafni þangað til, hreinsunarstarfið mun taka tíma og uppbyggingin sömuleiðis. „Ég náttúrulega er nokkuð handlaginn þó ég segi sjálfur frá, hef byggt þetta allt upp sjálfur meira og minna. En við eigum sem betur fer góða nágranna og góða fjölskyldu, þau koma nú sjálfsagt til með að hjálpa okkur eitthvað.“ Ari segir að dagarnir verði núna öðruvísi þar sem það verður hvorki sauðburður né smalamennska. Hann gæti þó reynt að skella sér með nágrönnunum í slíka vinnu. „Við eigum góða sveitunga og allir hafa sýnt okkur stuðning,“ segir hann.
Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira