„Myndi aldrei taka þátt í því að setja gerviaugnhár á fermingarbarn“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 4. apríl 2023 14:33 Snyrtifræðingurinn Maríanna Pálsdóttir ræddi um þróun í förðun fermingarstúlkna í Reykjavík síðdegis nú á dögunum. Bylgjan Snyrtifræðingurinn Maríanna Pálsdóttir segir þær útlitskröfur sem fermingarstúlkur setja á sjálfar sig í dag vera komnar út í öfgar, eins og svo margt annað sem snýr að fermingum í dag. Foreldrar séu hluti af vandamálinu og verði að sýna ábyrgð. Fermingar hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri vegna þess hve kostnaðarsamar og ýktar þær eru orðnar og þar er útlit fermingarbarnanna engin undantekning. Hér áður fyrr tíðkaðist það að fermingarstúlkur fengju að setja á sig gloss og jafnvel smá maskara fyrir stóra daginn - en nú er öldin önnur. Dæmi um að boðið sé upp á fermingartilboð á útlitsmeðferðum „Mér finnst vera ofboðslega mikið um það að stúlkur sérstaklega séu að farða sig of mikið. Þær líta oft út fyrir að vera bara 25 ára en ekki börn. Þetta finnst mér komið út í öfgar,“ segir Maríanna sem var viðmælandi í Reykjavík síðdegis nú á dögunum. Maríanna nefnir sem dæmi að útlitsmeðferðir á borð við hárlitun, augabrúnalitum, gerviaugnhár, gervineglur og brúnkukrem séu orðnar algengar á meðal fermingarstúlkna. Þá eru einnig til dæmi um það að snyrtistofur bjóði upp á sérstök fermingartilboð á hinum ýmsu meðferðum. „Það er náttúrlega galið að fyrirtæki séu að reyna að stíla inn á það að ná til þessara barna sem láta glepjast af einhverjum tilboðum á gervinöglum til dæmis. Það getur ekki verið eðlilegt en auðvitað þurfa foreldrarnir að stíga inn í þetta.“ Dæmi eru um það að boðið sé upp á fermingartilboð á hinum ýmsu útlitsmeðferðum.Getty Foreldrar þurfi að opna augun Maríanna er þeirrar skoðunar að börn á fermingaraldri ættu að halda í unglegt og náttúrulegt útlit sitt. Með tilkomu samfélagsmiðla á borð við TikTok verði hins vegar sífellt yngri börn berskjölduð fyrir útlitstengdum áróðri í gegnum áhrifavalda og auglýsingar. „Þetta er svo mikið foreldravandamál líka og foreldrar þurfa bara að fara að opna augun sín fyrir því að taka ekki þátt í þessu kjaftæði,“ segir Maríanna. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir ekki málið á fermingardaginn Sjálf starfar Maríanna á Snyrtistofu Reykjavíkur. Aðspurð hvað hún myndi gera fyrir fermingarstúlku sem myndi koma inn á stofu til hennar segir hún: „Ég myndi fyrst og fremst spyrja hana hverjar hennar óskir eru fyrir þennan dag. Ef hún myndi biðja mig um að farða sig og vill að ég farði sig ofboðslega mikið, þá myndi ég reyna að tala hana frá því.“ Að mati Maríönnu er léttur farði, varasalvi og smá maskari passleg förðun á fermingardaginn. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir séu hins vegar ekki alveg málið. „Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gerviaugnhár á fermingarbarn. Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gervineglur á fermingarbarn. Kannski lakka og setja ljósbleikt naglalakk á neglurnar, mér finnst það allt í lagi,“ segir hún. Góð húðumhirða lykilatriði Að lokum bendir Maríanna á það að það sé ekki hollt fyrir húðina að farða hana of mikið. Þessi í stað ætti að kenna ungmennum að hugsa vel um húðina, hreinsa hana vel kvölds og morgna og nota gott krem. „Þá þurfa þau ekki að nota neinn farða til þess að hylja eitt eða neitt.“ Viðtalið við Maríönnu er að finna í spilaranum hér fyrir neðan. Hár og förðun Fermingar Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Fleiri fréttir Segir frumburðinn með nefið hans pabba Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Sjá meira
Fermingar hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri vegna þess hve kostnaðarsamar og ýktar þær eru orðnar og þar er útlit fermingarbarnanna engin undantekning. Hér áður fyrr tíðkaðist það að fermingarstúlkur fengju að setja á sig gloss og jafnvel smá maskara fyrir stóra daginn - en nú er öldin önnur. Dæmi um að boðið sé upp á fermingartilboð á útlitsmeðferðum „Mér finnst vera ofboðslega mikið um það að stúlkur sérstaklega séu að farða sig of mikið. Þær líta oft út fyrir að vera bara 25 ára en ekki börn. Þetta finnst mér komið út í öfgar,“ segir Maríanna sem var viðmælandi í Reykjavík síðdegis nú á dögunum. Maríanna nefnir sem dæmi að útlitsmeðferðir á borð við hárlitun, augabrúnalitum, gerviaugnhár, gervineglur og brúnkukrem séu orðnar algengar á meðal fermingarstúlkna. Þá eru einnig til dæmi um það að snyrtistofur bjóði upp á sérstök fermingartilboð á hinum ýmsu meðferðum. „Það er náttúrlega galið að fyrirtæki séu að reyna að stíla inn á það að ná til þessara barna sem láta glepjast af einhverjum tilboðum á gervinöglum til dæmis. Það getur ekki verið eðlilegt en auðvitað þurfa foreldrarnir að stíga inn í þetta.“ Dæmi eru um það að boðið sé upp á fermingartilboð á hinum ýmsu útlitsmeðferðum.Getty Foreldrar þurfi að opna augun Maríanna er þeirrar skoðunar að börn á fermingaraldri ættu að halda í unglegt og náttúrulegt útlit sitt. Með tilkomu samfélagsmiðla á borð við TikTok verði hins vegar sífellt yngri börn berskjölduð fyrir útlitstengdum áróðri í gegnum áhrifavalda og auglýsingar. „Þetta er svo mikið foreldravandamál líka og foreldrar þurfa bara að fara að opna augun sín fyrir því að taka ekki þátt í þessu kjaftæði,“ segir Maríanna. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir ekki málið á fermingardaginn Sjálf starfar Maríanna á Snyrtistofu Reykjavíkur. Aðspurð hvað hún myndi gera fyrir fermingarstúlku sem myndi koma inn á stofu til hennar segir hún: „Ég myndi fyrst og fremst spyrja hana hverjar hennar óskir eru fyrir þennan dag. Ef hún myndi biðja mig um að farða sig og vill að ég farði sig ofboðslega mikið, þá myndi ég reyna að tala hana frá því.“ Að mati Maríönnu er léttur farði, varasalvi og smá maskari passleg förðun á fermingardaginn. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir séu hins vegar ekki alveg málið. „Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gerviaugnhár á fermingarbarn. Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gervineglur á fermingarbarn. Kannski lakka og setja ljósbleikt naglalakk á neglurnar, mér finnst það allt í lagi,“ segir hún. Góð húðumhirða lykilatriði Að lokum bendir Maríanna á það að það sé ekki hollt fyrir húðina að farða hana of mikið. Þessi í stað ætti að kenna ungmennum að hugsa vel um húðina, hreinsa hana vel kvölds og morgna og nota gott krem. „Þá þurfa þau ekki að nota neinn farða til þess að hylja eitt eða neitt.“ Viðtalið við Maríönnu er að finna í spilaranum hér fyrir neðan.
Hár og förðun Fermingar Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Fleiri fréttir Segir frumburðinn með nefið hans pabba Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið