Mjög veik eftir 40 tíma föstu: „Hélt að ég myndi deyja“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. apríl 2023 08:13 Einkaþjálfarinn Gurrý var gestur Bakarísins á Bylgjunni síðustu helgi. „Spáiði í því hvað það er þreytandi að vera alltaf í megrun?“ Segir einkaþjálfarinn Guðríður Erla Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún er oftast kölluð, í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni. Ekki fara í ræktina til að grennast Gurrý talaði meðal annars um skaðsemi skyndilausna þegar kemur að heilsunni og mikilvægi þess að hvatinn sé réttur þegar fólk byrjar að æfa eða huga að einhvers konar lífstílsbreytingum. Það virkar ekki að fara í ræktina til að fara að grenna sig. Það virkar eiginlega aldrei því að þetta er svo vondur hvati. Það er miklu meiri hvati að fara á æfingu því að ég veit að mér líður betur. Einnig segir hún mikilvægt að fólk sé ekki að reyna að passa inn í einhverja staðalímynd og átti sig á því að líkamar eru ólíkir og því misjafnt hvað hentar hverjum og einum. „Þegar við elskum okkur eins og við erum þá förum við að hugsa betur um okkur.“ Viðtalið við Gurrý í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Mikil hugarfarsbreyting hefur verið undanfarin ár þegar kemur að líkamlegri heilsu sem Gurrý segir vel en þó séu alltaf einhverjir sem freistist til þess að leita í skyndilausnir til að reyna að bæta heilsuna. Í haust fara af stað þættirnir Gerum betur með Gurrý á Stöð 2 en þar mun Gurrý fylgja sjö einstaklingum í átta vikur. „Þetta er allt fólk sem hefur ekkert verið að hreyfa sig og er fólk á öllum aldri. Þetta mun ekkert snúast um kíló, ekki neitt,“ segir Gurrý en þættirnir eiga að ganga út á að koma hreyfingunni inn í þeirra líf. Föstur klárlega ekki fyrir alla Í þættinum er meðal annars fræðst um hreyfingu, mataræði, föstur, streitu, breytingaskeiðið, offitu og margt fleira en Gurrý impraði á því að fólk þurfi að vera meðvitað um að það sem henti einum þurfi alls ekki að henta öllum. Sem dæmi um þetta hafi hópurinn prófað að fasta saman í 36 - 40 tíma og segir Gurrý farir sínar ekki sléttar af þeirri lífsreynslu. Ég hélt bara að ég myndi deyja. Ég varð ekkert eðlilega lasin eftir þetta. Líkaminn minn þolir þetta ekki en svo eru aðrir sem þola þetta. Ég ætla aldrei að fasta aftur. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bakaríið Bylgjan Heilsa Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Þetta er sjúkdómur sem getur tekið ungt fólk“ „Við eigum öll að nota sólarvörn allt árið, líka um hávetur þegar sólin skín ekki,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðsjúkdómalæknir í viðtali í Bakaríinu. 4. apríl 2023 13:00 „Fæ mér fisk í hádeginu alla daga, alltaf!“ „Fiskur er svo góður fyrir þig, mér finnst hann líka bara svo góður,“ segir Helgi Björns í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina. 29. mars 2023 11:38 Besti tíminn til að forplanta vorlaukum og klippa trén Þó svo að engin sérstök vorstemmning sé yfir hitastiginu á landinu þessa dagana er þó ekki þar með sagt að vorverkin þurfi að bíða. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að klæða sig vel, setja upp vinnuhanskana og vinda sér út í garð með klippurnar að vopni. 24. mars 2023 11:50 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Ekki fara í ræktina til að grennast Gurrý talaði meðal annars um skaðsemi skyndilausna þegar kemur að heilsunni og mikilvægi þess að hvatinn sé réttur þegar fólk byrjar að æfa eða huga að einhvers konar lífstílsbreytingum. Það virkar ekki að fara í ræktina til að fara að grenna sig. Það virkar eiginlega aldrei því að þetta er svo vondur hvati. Það er miklu meiri hvati að fara á æfingu því að ég veit að mér líður betur. Einnig segir hún mikilvægt að fólk sé ekki að reyna að passa inn í einhverja staðalímynd og átti sig á því að líkamar eru ólíkir og því misjafnt hvað hentar hverjum og einum. „Þegar við elskum okkur eins og við erum þá förum við að hugsa betur um okkur.“ Viðtalið við Gurrý í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Mikil hugarfarsbreyting hefur verið undanfarin ár þegar kemur að líkamlegri heilsu sem Gurrý segir vel en þó séu alltaf einhverjir sem freistist til þess að leita í skyndilausnir til að reyna að bæta heilsuna. Í haust fara af stað þættirnir Gerum betur með Gurrý á Stöð 2 en þar mun Gurrý fylgja sjö einstaklingum í átta vikur. „Þetta er allt fólk sem hefur ekkert verið að hreyfa sig og er fólk á öllum aldri. Þetta mun ekkert snúast um kíló, ekki neitt,“ segir Gurrý en þættirnir eiga að ganga út á að koma hreyfingunni inn í þeirra líf. Föstur klárlega ekki fyrir alla Í þættinum er meðal annars fræðst um hreyfingu, mataræði, föstur, streitu, breytingaskeiðið, offitu og margt fleira en Gurrý impraði á því að fólk þurfi að vera meðvitað um að það sem henti einum þurfi alls ekki að henta öllum. Sem dæmi um þetta hafi hópurinn prófað að fasta saman í 36 - 40 tíma og segir Gurrý farir sínar ekki sléttar af þeirri lífsreynslu. Ég hélt bara að ég myndi deyja. Ég varð ekkert eðlilega lasin eftir þetta. Líkaminn minn þolir þetta ekki en svo eru aðrir sem þola þetta. Ég ætla aldrei að fasta aftur. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bakaríið Bylgjan Heilsa Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Þetta er sjúkdómur sem getur tekið ungt fólk“ „Við eigum öll að nota sólarvörn allt árið, líka um hávetur þegar sólin skín ekki,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðsjúkdómalæknir í viðtali í Bakaríinu. 4. apríl 2023 13:00 „Fæ mér fisk í hádeginu alla daga, alltaf!“ „Fiskur er svo góður fyrir þig, mér finnst hann líka bara svo góður,“ segir Helgi Björns í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina. 29. mars 2023 11:38 Besti tíminn til að forplanta vorlaukum og klippa trén Þó svo að engin sérstök vorstemmning sé yfir hitastiginu á landinu þessa dagana er þó ekki þar með sagt að vorverkin þurfi að bíða. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að klæða sig vel, setja upp vinnuhanskana og vinda sér út í garð með klippurnar að vopni. 24. mars 2023 11:50 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Þetta er sjúkdómur sem getur tekið ungt fólk“ „Við eigum öll að nota sólarvörn allt árið, líka um hávetur þegar sólin skín ekki,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðsjúkdómalæknir í viðtali í Bakaríinu. 4. apríl 2023 13:00
„Fæ mér fisk í hádeginu alla daga, alltaf!“ „Fiskur er svo góður fyrir þig, mér finnst hann líka bara svo góður,“ segir Helgi Björns í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina. 29. mars 2023 11:38
Besti tíminn til að forplanta vorlaukum og klippa trén Þó svo að engin sérstök vorstemmning sé yfir hitastiginu á landinu þessa dagana er þó ekki þar með sagt að vorverkin þurfi að bíða. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að klæða sig vel, setja upp vinnuhanskana og vinda sér út í garð með klippurnar að vopni. 24. mars 2023 11:50