Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. apríl 2023 14:17 Í dag þarf samþykki 2/3 íbúa fyrir hunda eða kattahalti í fjölbýlishúsi. Visir/Vilhelm Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. Undirskriftalistinn var settur á fót í gær og það safnast hratt á hann. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 2.600 manns skrifað undir. „Gæludýraeigendur sem þurfa að flytja lenda oft í vandræðum þegar kemur að því að afla samþykkis nágranna sinna,“ segir í texta sem fylgir listanum. „Þá standa þeim erfiðir valkostir til boða. Annaðhvort þurfa þeir að sætta sig við húsnæði sem þeir kæra sig ekki um eða losa sig við gæludýrið sitt.“ Komi harkalega niður á fátækum Ástrós Una Jóhannesdóttir, ábyrgðarmaður undirskriftalistans, segir að sjónarmið hérna á Íslandi varðandi gæludýrahald í fjöleignarhúsum hafi verið mun íhaldssamari en í nágrannalöndum. „Eins og staðan er í dag er fólki mismunað eftir því í hvernig húsnæði það býr,“ segir hún. Þetta komi harkalegast niður á fátækum. Ástrós Una Jóhannesdóttir er ábyrgðarmaður listans. Samkvæmt núgildandi lögum þarf samþykki 2/3 íbúa fjöleignarhúss fyrir hunda eða kattahaldi. Ástrós segir að það sé visst álag fyrir fólk að þurfa að standa í að safna þessum samþykkjum. „Engu að síður er hægt að sýna tillitssemi í þessum efnum sem og öðrum er varðar sameiginleg mál íbúa fjöleignarhúsa. Ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að taka á vandamálum komi þau upp í stað þess að gert sé ráð fyrir því að vandamál muni koma upp sé fólki almennt leyft að halda hunda og ketti í fjölbýli,“ segir hún. Hún segir rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif hunda og kattahalds, á bæði líkamlega og andlega heilsu fólks. Einnig hvað börn græði mikið á því að alast upp með hundum eða köttum. Ofnæmi eða fælni girði ekki fyrir rétt til dýrahalds Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur frumvarpið fram í annað skipti. Sex aðrir þingmenn flokksins og Pírata eru meðflutningsmenn. Samkvæmt frumvarpinu myndu húsfélög geta sett sér sérstakar reglur um gæludýrahald á húsfundum, með samþykki allra íbúa. Inga Sæland er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Visir/Vilhelm Aðeins væri hægt að banna dýrahald með samþykki 2/3 hluta íbúa, í einstökum tilvikum. Það er „ef það veldur öðrum íbúum verulegum ama, ónæði og truflunum og eigandi dýrsins neitar að gera bót þar á,“ eins og segir í frumvarpinu. Sé fólk með svo mikið ofnæmi eða fælni er nær að það fólk flytji í íbúð með sérinngangi en að girt verði fyrir frelsi annarra til að hafa hund eða kött á eigin heimili. Þeir sem skrifa undir undirskriftalistann hvetja velferðarnefnd Alþingis til að samþykkja frumvarpið. En frumvarpið er nú þar til umræðu. Dýr Hundar Kettir Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Undirskriftalistinn var settur á fót í gær og það safnast hratt á hann. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 2.600 manns skrifað undir. „Gæludýraeigendur sem þurfa að flytja lenda oft í vandræðum þegar kemur að því að afla samþykkis nágranna sinna,“ segir í texta sem fylgir listanum. „Þá standa þeim erfiðir valkostir til boða. Annaðhvort þurfa þeir að sætta sig við húsnæði sem þeir kæra sig ekki um eða losa sig við gæludýrið sitt.“ Komi harkalega niður á fátækum Ástrós Una Jóhannesdóttir, ábyrgðarmaður undirskriftalistans, segir að sjónarmið hérna á Íslandi varðandi gæludýrahald í fjöleignarhúsum hafi verið mun íhaldssamari en í nágrannalöndum. „Eins og staðan er í dag er fólki mismunað eftir því í hvernig húsnæði það býr,“ segir hún. Þetta komi harkalegast niður á fátækum. Ástrós Una Jóhannesdóttir er ábyrgðarmaður listans. Samkvæmt núgildandi lögum þarf samþykki 2/3 íbúa fjöleignarhúss fyrir hunda eða kattahaldi. Ástrós segir að það sé visst álag fyrir fólk að þurfa að standa í að safna þessum samþykkjum. „Engu að síður er hægt að sýna tillitssemi í þessum efnum sem og öðrum er varðar sameiginleg mál íbúa fjöleignarhúsa. Ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að taka á vandamálum komi þau upp í stað þess að gert sé ráð fyrir því að vandamál muni koma upp sé fólki almennt leyft að halda hunda og ketti í fjölbýli,“ segir hún. Hún segir rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif hunda og kattahalds, á bæði líkamlega og andlega heilsu fólks. Einnig hvað börn græði mikið á því að alast upp með hundum eða köttum. Ofnæmi eða fælni girði ekki fyrir rétt til dýrahalds Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur frumvarpið fram í annað skipti. Sex aðrir þingmenn flokksins og Pírata eru meðflutningsmenn. Samkvæmt frumvarpinu myndu húsfélög geta sett sér sérstakar reglur um gæludýrahald á húsfundum, með samþykki allra íbúa. Inga Sæland er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Visir/Vilhelm Aðeins væri hægt að banna dýrahald með samþykki 2/3 hluta íbúa, í einstökum tilvikum. Það er „ef það veldur öðrum íbúum verulegum ama, ónæði og truflunum og eigandi dýrsins neitar að gera bót þar á,“ eins og segir í frumvarpinu. Sé fólk með svo mikið ofnæmi eða fælni er nær að það fólk flytji í íbúð með sérinngangi en að girt verði fyrir frelsi annarra til að hafa hund eða kött á eigin heimili. Þeir sem skrifa undir undirskriftalistann hvetja velferðarnefnd Alþingis til að samþykkja frumvarpið. En frumvarpið er nú þar til umræðu.
Dýr Hundar Kettir Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira