Lukaku hafi verið að þagga niður í kynþáttaníð þegar rauða spjaldið fór á loft Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 11:31 Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Inter í gær, en fékk í kjölfarið að líta rautt spjald. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images Belgíski framherjinn Romelu Lukaku reyndist hetja Inter er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Juventus í ítölsku bikarkeppninni í fótbolta í gærkvöldi. Lukaku jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma, en fékk svo að líta sitt annað gula spjald í leiknum fyrir að fagna fyrir framan stuðningsmenn Juvenstus. Lukaku jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu sem reyndist vera síðasta spyrna leiksins. Í kjölfarið brutust út mikil læti þar sem Lukaku fékk að líta rautt spjald fyrir að fagna í andlit stuðningsmanna Juventus, en þeir Juan Cuadrado, leikmaður Juventus, og Samir Handanovic, markvörður Inter, fengu einnig að líta rauða spjaldið í látunum. Fagnaðarlæti framherjans stöfuðu þó ekki aðeins af gleði. Lukaku og umboðsmaður hans segja að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Juventus og að framherjinn hafi ætlað að þagga niður í stuðningsmönnunum. „Kynþáttaníðin sem Romelu Lukaku varð fyrir í kvöld af hálfu stuðningsmanna Juventus í Tórínó var fyrirlitleg og óafsakanleg,“ sagði Michael Yormac, forseti umboðsskrifstofunnar sem sér um mál Lukakus. „Romelu skoraði úr vítaspyrnu seint í leiknum. Fyrir, á meðan og eftir vítaspyrnuna varð hann fyrir fjandsamlegri og ógeðslegri kynþáttaníð. Romelu svaraði því með því að fagna eins og hann gerir alltaf, en dómarinn brást við því með því að sýna honum gult spjald.“ „Romelu á skilið afsökunarbeiðni frá Juventus og ég býst við því að ítalska deildin fordæmi hegðun þessa hóps stuðningsmanna Juventus tafarlaust.“ „Ítölsk yfirvöld verða að nýta þetta tækifæri til að tækla kynþáttafordóma, frekar en að refsa fórnarlambi þeirra.“ A statement from the President of Roc Nation Sports International, Michael Yormark on tonight’s incident involving Romelu Lukaku pic.twitter.com/VSrNOupwdh— Roc Nation Sports International (@RocNationSI) April 4, 2023 Ítalski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Lukaku jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu sem reyndist vera síðasta spyrna leiksins. Í kjölfarið brutust út mikil læti þar sem Lukaku fékk að líta rautt spjald fyrir að fagna í andlit stuðningsmanna Juventus, en þeir Juan Cuadrado, leikmaður Juventus, og Samir Handanovic, markvörður Inter, fengu einnig að líta rauða spjaldið í látunum. Fagnaðarlæti framherjans stöfuðu þó ekki aðeins af gleði. Lukaku og umboðsmaður hans segja að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Juventus og að framherjinn hafi ætlað að þagga niður í stuðningsmönnunum. „Kynþáttaníðin sem Romelu Lukaku varð fyrir í kvöld af hálfu stuðningsmanna Juventus í Tórínó var fyrirlitleg og óafsakanleg,“ sagði Michael Yormac, forseti umboðsskrifstofunnar sem sér um mál Lukakus. „Romelu skoraði úr vítaspyrnu seint í leiknum. Fyrir, á meðan og eftir vítaspyrnuna varð hann fyrir fjandsamlegri og ógeðslegri kynþáttaníð. Romelu svaraði því með því að fagna eins og hann gerir alltaf, en dómarinn brást við því með því að sýna honum gult spjald.“ „Romelu á skilið afsökunarbeiðni frá Juventus og ég býst við því að ítalska deildin fordæmi hegðun þessa hóps stuðningsmanna Juventus tafarlaust.“ „Ítölsk yfirvöld verða að nýta þetta tækifæri til að tækla kynþáttafordóma, frekar en að refsa fórnarlambi þeirra.“ A statement from the President of Roc Nation Sports International, Michael Yormark on tonight’s incident involving Romelu Lukaku pic.twitter.com/VSrNOupwdh— Roc Nation Sports International (@RocNationSI) April 4, 2023
Ítalski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira