Hrannar hættir hjá Stjörnunni: „Ekkert farinn að skoða önnur mál“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 12:46 Hrannar Guðmundsson hættir sem þjálfari Stjörnunnar eftir tímabilið. Vísir/Hulda Margrét Hrannar Guðmundsson tilkynnti óvænt frá því fyrr í vikunni að hann myndi hætta sem þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta að yfirstandandi tímabili loknu. Hrannar átti eitt ár eftir af samningi sínum, en segir að nokkrar ástæður liggi að baki ákvarðarinnar. „Í rauninni var þetta bara þannig að ég var með ákvæði í samningnum mínum í mars sem ég ákvað að nýta mér. Það eru nokkrar ásætður fyrir því og miklar breytingar á leikmannahópnum. Það er ein af ástæðunum og í raunini ein af nokkrum,“ sagði Hrannar þegar Vísir náði tali af honum í morgun og bætir við að ákvörðunin sé alfarið að sínu frumkvæði. „Ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna“ Gengi Stjörnunnar á tímabilinu er ólíklega ein af ástæðum þess að Hrannar ákvað að segja starfi sínu lausuþ Liðið endaði í þriðja sæti Olís-deildar kvenna með 31 stig, fimm stigum á eftir nýkrýndum deildarmeisturum ÍBV, og Hrannar segir það lengi vel hafa komið til greina að halda áfram með liðið. „Jú það kom alveg til greina að halda áfram. Ekki spurning. Það er ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna og allt það þannig það kom alveg upp,“ sagði Hrannar. Svekkjandi að hafa ekki veitt toppliðunum meiri samkeppni Hrannar óttast ekki að liðið muni gefa eftir nú þegar hann hafi tilkynnt að hann sé á förum eins og oft vill verða eftir slíkar tilkynningar þjálfara. „Nei ég hef engar áhyggjur af því. Það er náttúrulega mikið hungur í leikmannahópnum að fylgja eftir góðu tímabili og við þurfum að gera það í úrslitakeppninni. Við endum með 31 stig í deildinni sem er 11 stigum meira en í fyrra og bara búin að vinna öll liðin fyrir neðan okkur fyrir utan eitt tap á móti KA/Þór fyrir norðan.“ „Það sem er kannski það eina sem er svekkjandi við tímabilið er að hafa ekki veitt Val og ÍBV aðeins meiri mótspyrnu. En ég held að við getum öll verið sammála um það að við tókum klárlega eitt og jafnvel tvö skref upp á við frá því á síðasta tímabili.“ Næstu skref skoðuð eftir úrslitakeppnina Hann segist þó ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér. „Það er ekkert launungamál að ég hef mikinn áhuga á þjálfun og vill halda mér í þjálfun. Ég er bara að skoða mína möguleika og hvað mun taka við.“ „Ég tilkynnti þetta bara fyrir tveimur dögum síðan og ég var ekkert farinn í það að skoða önnur mál fyrir það,“ sagði Hrannar og bætir við að nú sé einbeitingin sett á úrslitakeppnina. „Það er bara fullur fókus og spennandi tími framundan. Ég hef fulla trú á þessu liði og að við getum gert góða hluti. En KA/Þór er mjög verðugt verkefni með frábært lið og frábæran þjálfara þannig þetta verður bara gaman.“ Þrátt fyrir að KA/Þór hafi ekki átt sitt besta tímabil segir Hrannar að lokum að það sé aldrei gefins að fara norður. „KA/Þór er alltaf KA/Þór í KA/Þór. Var ekki einhver sem sagði það? Þetta verður bara mjög verðugt verkefni og ég hlakka til,“ sagði Hrannar léttur að lokum. Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Í rauninni var þetta bara þannig að ég var með ákvæði í samningnum mínum í mars sem ég ákvað að nýta mér. Það eru nokkrar ásætður fyrir því og miklar breytingar á leikmannahópnum. Það er ein af ástæðunum og í raunini ein af nokkrum,“ sagði Hrannar þegar Vísir náði tali af honum í morgun og bætir við að ákvörðunin sé alfarið að sínu frumkvæði. „Ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna“ Gengi Stjörnunnar á tímabilinu er ólíklega ein af ástæðum þess að Hrannar ákvað að segja starfi sínu lausuþ Liðið endaði í þriðja sæti Olís-deildar kvenna með 31 stig, fimm stigum á eftir nýkrýndum deildarmeisturum ÍBV, og Hrannar segir það lengi vel hafa komið til greina að halda áfram með liðið. „Jú það kom alveg til greina að halda áfram. Ekki spurning. Það er ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna og allt það þannig það kom alveg upp,“ sagði Hrannar. Svekkjandi að hafa ekki veitt toppliðunum meiri samkeppni Hrannar óttast ekki að liðið muni gefa eftir nú þegar hann hafi tilkynnt að hann sé á förum eins og oft vill verða eftir slíkar tilkynningar þjálfara. „Nei ég hef engar áhyggjur af því. Það er náttúrulega mikið hungur í leikmannahópnum að fylgja eftir góðu tímabili og við þurfum að gera það í úrslitakeppninni. Við endum með 31 stig í deildinni sem er 11 stigum meira en í fyrra og bara búin að vinna öll liðin fyrir neðan okkur fyrir utan eitt tap á móti KA/Þór fyrir norðan.“ „Það sem er kannski það eina sem er svekkjandi við tímabilið er að hafa ekki veitt Val og ÍBV aðeins meiri mótspyrnu. En ég held að við getum öll verið sammála um það að við tókum klárlega eitt og jafnvel tvö skref upp á við frá því á síðasta tímabili.“ Næstu skref skoðuð eftir úrslitakeppnina Hann segist þó ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér. „Það er ekkert launungamál að ég hef mikinn áhuga á þjálfun og vill halda mér í þjálfun. Ég er bara að skoða mína möguleika og hvað mun taka við.“ „Ég tilkynnti þetta bara fyrir tveimur dögum síðan og ég var ekkert farinn í það að skoða önnur mál fyrir það,“ sagði Hrannar og bætir við að nú sé einbeitingin sett á úrslitakeppnina. „Það er bara fullur fókus og spennandi tími framundan. Ég hef fulla trú á þessu liði og að við getum gert góða hluti. En KA/Þór er mjög verðugt verkefni með frábært lið og frábæran þjálfara þannig þetta verður bara gaman.“ Þrátt fyrir að KA/Þór hafi ekki átt sitt besta tímabil segir Hrannar að lokum að það sé aldrei gefins að fara norður. „KA/Þór er alltaf KA/Þór í KA/Þór. Var ekki einhver sem sagði það? Þetta verður bara mjög verðugt verkefni og ég hlakka til,“ sagði Hrannar léttur að lokum.
Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira