Hlé gert á starfsemi Niceair og flugi aflýst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. apríl 2023 13:50 Niceair var stofnað á síðasta ári. Vísir/Tryggvi Norðlenska flugfélagið Niceair hefur gert hlé á starfsemi sinni og aflýst öllum flugferðum sínum frá og með morgundeginum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hafi misst einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Það geri Niceair ómögulegt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart farþegum. Þrátt fyrir góðan árangur á síðastliðnu ári, góða bókunarstöðu og framtíðarhorfur sé komin upp staða sem valdi því að ómögulegt sé fyrir Niceair að veita þá þjónustu sem til stóð. Því hafi verið gert hlé á starfsemi og stefnt að endurskipulagningu. Þá er haft eftir Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni framkvæmdastjóra að um sé að ræða sorglega niðurstöðu. Fjármögnunarlota sem tryggja átti rekstur félagsins fram á veginn hafi verið nýafstaðin. „Við höfum haldið úti reglulegu áætlunarflugi milli Norðurlands og Kaupmannahafnar og Tenerife síðan í júní á [síðasta] ári með 71 prósent sætanýtingu. Við erum búin að sýna fram á að þessi þjónusta er mjög þörf og heimamarkaðurinn hefur reynst meiri og öflugri en vonir stóðu til. Á þessu tímabili hefur veður sjaldnast haft áhrif, en 2 prósent flugferða okkar voru með einhvers konar frávik. Flug um Akureyrarflugvöll reyndist ekki vera vandamál um hávetur og var lent og tekið á loft í marglitum viðvörunum á tímabilinu. Þetta er sorgleg niðurstaða fyrir alla. Mest hörmum við þau óþægindi sem af þessu hljótast fyrir okkar viðskiptavini,” er haft eftir Þorvaldi. Vélin kyrrsett fyrir stuttu Í lok síðasta mánaðar var flugvél sem félagið hafði á leigu kyrrsett við komu til Kaupmannahafnar vegna deilna eiganda vélarinnar við þá sem leigðu vélina áfram til félagsins. Niceair var stofnað snemma á síðasta ári og fór jómfrúarflug sitt frá Akureyri til Kaupmannahafnar í júní síðastliðnum. Heimahöfn félagsins er á Akureyri en áfangastaðir sem flogið hefur verið til eru Kaupmannahöfn, London, Tenerife og Alicante. Í tilkynningu félagsins er viðskiptavinum bent á að senda erindi sín á netfangið niceair@niceair.is, auk þess sem frekari upplýsingar megi nálgast á vefsíðu félagsins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tilkynningu frá Niceair. Niceair Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hafi misst einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Það geri Niceair ómögulegt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart farþegum. Þrátt fyrir góðan árangur á síðastliðnu ári, góða bókunarstöðu og framtíðarhorfur sé komin upp staða sem valdi því að ómögulegt sé fyrir Niceair að veita þá þjónustu sem til stóð. Því hafi verið gert hlé á starfsemi og stefnt að endurskipulagningu. Þá er haft eftir Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni framkvæmdastjóra að um sé að ræða sorglega niðurstöðu. Fjármögnunarlota sem tryggja átti rekstur félagsins fram á veginn hafi verið nýafstaðin. „Við höfum haldið úti reglulegu áætlunarflugi milli Norðurlands og Kaupmannahafnar og Tenerife síðan í júní á [síðasta] ári með 71 prósent sætanýtingu. Við erum búin að sýna fram á að þessi þjónusta er mjög þörf og heimamarkaðurinn hefur reynst meiri og öflugri en vonir stóðu til. Á þessu tímabili hefur veður sjaldnast haft áhrif, en 2 prósent flugferða okkar voru með einhvers konar frávik. Flug um Akureyrarflugvöll reyndist ekki vera vandamál um hávetur og var lent og tekið á loft í marglitum viðvörunum á tímabilinu. Þetta er sorgleg niðurstaða fyrir alla. Mest hörmum við þau óþægindi sem af þessu hljótast fyrir okkar viðskiptavini,” er haft eftir Þorvaldi. Vélin kyrrsett fyrir stuttu Í lok síðasta mánaðar var flugvél sem félagið hafði á leigu kyrrsett við komu til Kaupmannahafnar vegna deilna eiganda vélarinnar við þá sem leigðu vélina áfram til félagsins. Niceair var stofnað snemma á síðasta ári og fór jómfrúarflug sitt frá Akureyri til Kaupmannahafnar í júní síðastliðnum. Heimahöfn félagsins er á Akureyri en áfangastaðir sem flogið hefur verið til eru Kaupmannahöfn, London, Tenerife og Alicante. Í tilkynningu félagsins er viðskiptavinum bent á að senda erindi sín á netfangið niceair@niceair.is, auk þess sem frekari upplýsingar megi nálgast á vefsíðu félagsins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tilkynningu frá Niceair.
Niceair Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira