Fermingarferðin og 10 miða klippikort í uppnámi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. apríl 2023 21:15 Sigurbjörn Árni Arngrímsson. Vísir/Vilhelm Tilkynning flugfélagsins Niceair um að hlé yrði gert á starfsemi er mikið áfall fyrir Norðlendinga. Sigurbjörn Árni Arnbjörnsson, skólameistari á Laugum og íþróttalýsandi, átti bókaða fermingarferð fyrir soninn og í framhaldinu ferð til Póllands á skólaráðstefnu sem nú er í uppnámi. Í dag tilkynnti félagið að hlé yrði gert á starfseminni og var öllum flugferðum aflýst. Samkvæmt tilkynningu er það vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins missti einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Langþráð fjölskylduferð Næsta vika Sigurbjörns Árna og fjölskyldu tóku þar með óvæntan snúning. „Við erum að ferma á morgun og erum bara í undirbúningi. Það stóð til að fara í sex daga ferð á mánudaginn til Kaupmannahafnar. Ég var bara fyrir tilviljun fyrir framan tölvuna þegar þessi póstur barst um að búið væri að aflýsa öllu.“ Sigurbjörn hafði keypt sér 10 miða klippikort á 350 þúsund krónur frá Niceair og það átti að nota í sex leggi 10. til 16. apríl. Sigurbjörn segir alls óvíst hvernig endurgreiðslum verði háttað. „Ég greindist semsagt með krabbamein í febrúar 2021 og síðan þá hefur staðið til að fara í fjölskylduferð. Svo kom Covid og því var ákveðið að fara í ferðina núna. Strákurinn, 13 ára, er að fermast á morgun og við hjónin ætluðum að fara með þeim og 17 ára dóttur okkar til Danmerkur. Við hjónin eigum svo að fara til Póllands vikuna á eftir á skólameistararáðstefnu. Þetta fór auðvitað allt í uppnám.“ Pósturinn frá Nicelair. Best að sleppa við ferðalagið suður Hann segir mikið áfall fyrir íbúa á Norðurlandi að missa flugfélagið. „Að koma heim, lenda rétt fyrir þrjú og vera kominn heim um fjögur í staðinn fyrir að keyra norður. Þetta var bara með ólíkindum. Það var þess vegna sem að Kaupmannahöfn varð fyrir valinu með Niceair, það er að sleppa við ferðalagið suður.“ Sigurbjörn er þó brattur þrátt fyrir allt: „Við hefðum getað verið óheppnari, átt flug á morgun eða verið úti. Þannig kannski er maður bara býsna heppinn. En þetta skiptir bara svo miklu máli fyrir ferðaþjónustuna hér fyrir norðan að það sé flogið beint til Akureyrar,“ segir hann að lokum. Fermingar Niceair Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Í dag tilkynnti félagið að hlé yrði gert á starfseminni og var öllum flugferðum aflýst. Samkvæmt tilkynningu er það vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins missti einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Langþráð fjölskylduferð Næsta vika Sigurbjörns Árna og fjölskyldu tóku þar með óvæntan snúning. „Við erum að ferma á morgun og erum bara í undirbúningi. Það stóð til að fara í sex daga ferð á mánudaginn til Kaupmannahafnar. Ég var bara fyrir tilviljun fyrir framan tölvuna þegar þessi póstur barst um að búið væri að aflýsa öllu.“ Sigurbjörn hafði keypt sér 10 miða klippikort á 350 þúsund krónur frá Niceair og það átti að nota í sex leggi 10. til 16. apríl. Sigurbjörn segir alls óvíst hvernig endurgreiðslum verði háttað. „Ég greindist semsagt með krabbamein í febrúar 2021 og síðan þá hefur staðið til að fara í fjölskylduferð. Svo kom Covid og því var ákveðið að fara í ferðina núna. Strákurinn, 13 ára, er að fermast á morgun og við hjónin ætluðum að fara með þeim og 17 ára dóttur okkar til Danmerkur. Við hjónin eigum svo að fara til Póllands vikuna á eftir á skólameistararáðstefnu. Þetta fór auðvitað allt í uppnám.“ Pósturinn frá Nicelair. Best að sleppa við ferðalagið suður Hann segir mikið áfall fyrir íbúa á Norðurlandi að missa flugfélagið. „Að koma heim, lenda rétt fyrir þrjú og vera kominn heim um fjögur í staðinn fyrir að keyra norður. Þetta var bara með ólíkindum. Það var þess vegna sem að Kaupmannahöfn varð fyrir valinu með Niceair, það er að sleppa við ferðalagið suður.“ Sigurbjörn er þó brattur þrátt fyrir allt: „Við hefðum getað verið óheppnari, átt flug á morgun eða verið úti. Þannig kannski er maður bara býsna heppinn. En þetta skiptir bara svo miklu máli fyrir ferðaþjónustuna hér fyrir norðan að það sé flogið beint til Akureyrar,“ segir hann að lokum.
Fermingar Niceair Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira