„Við erum að hafa ógeðslega gaman að því að spila handbolta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 21:35 Árni Bragi Eyjólfsson var frábær í liði Aftureldingar í kvöld. vísir/Diego Árni Bragi Eyjólfsson gat gengið sáttur frá dagsverkinu eftir öruggan átta marka sigur Aftureldingar gegn Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 30-38. Árni skoraði 13 mörk fyrir Mosfellinga og var langmarkahæsti maður vallarins. „Mér leið bara vel frá byrjun í rauninni. Það er fyndið að hugsa til þess að þetta var alveg eins og heimaleikurinn okkar á móti þeim. Við klikkum á færum og töpum boltum í byrjun, en um leið og við dettum í okkar gír þá vil ég meina að við hentum þeim frekar illa. Við erum með gott plan á móti þeim þannig við komum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik,“ sagði Árni Bragi í viðtali eftir leik. Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti í kvöld og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Sóknarleikur Aftureldingar gekk illa til að byrja með, en Árni segir að hann hafi vitað að sínir menn myndu detta í gang. „Þetta er alltaf erfitt og við þurftum að hafa fyrir því að vinna okkur til baka. En þegar við náðum því þá fannst mér Selfyssingarnir svolítið brotna og þá var þetta orðið okkar leikur. Við erum bara búnir að vera það heitir og erum með það mikið sjálfstraust og þekkjum okkar leik vel. Við fundum það í byrjun að við vorum ekki í okkar gír, en ef við höldum bara áfram og smellum í hann þá erum við kannski ekki ósigrandi, en við erum drullu erfiðir.“ Eins og áður segir skoraði Árni 13 mörk fyrir Aftureldingu í kvöld, en þar af voru átta úr hraðaupphlaupum og Árni segir það gera leikinn auðveldari bæði fyrir sig og liðið í heild. „Já bara hundrað prósent. Og allt liðið líka. Vörnin okkar og þristarnir, sérstaklega síðan í bikarnum, þá er vörnin okkar búin að vera fáránlega góð þessa dagana. Þá erum við með leyfi til að vera að stela og það bara hentaði vel í dag. Oft er maður líka pínu heppinn og boltinn var að detta þægilega fyrir okkur þannig maður var oft frekar mikið einn og Selfyssingarnir voru kannski mikið bara að horfa á boltann. Þannig að maður nýtti bara tækifærið.“ Þrátt fyrir það viðurkennir Árni að svona mörg hraðaupphlaup hafi kostað hann gríðarlega mikla orku. „Ég er orðinn súr núna ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En maður varður bara að sinna góðri endurheimt því nú eru bara þrír eða fjórir dagar í næsta leik. Við þurfum bara að klára okkar og markmiðið er að koma heitir inn í úrslitakeppnina.“ Afturelding mætir Stjörnunni í lokaumferð deildarkeppninnar, en liðið fer inn í þann leik með fjóra deildarsigra í röð á bakinu ásamt því að hafa tryggt sér bikarmeistaratitilinn fyrir rúmum mánuði. „Við töluðum um það í bikarnum að fyrir Aftureldingu í heild sinni og klúbbinn okkar þá var þetta léttir, en nú viljum við meira. Nú erum við bara að byggja ofan á það sjálfstraust sem við bjuggum okkur til þar. Við erum að hafa ógeðslega gaman að því að spila handbolta, við erum að fagna öllu og tölum um hvað allar æfingar eru skemmtilegar. Við erum á ógeðslega góðum stað og ætlum að nýta okkur það til fulls og vonandi skilar það sér í úrslitakeppnina,“ sagði Árni að lokum. Olís-deild karla Afturelding UMF Selfoss Tengdar fréttir Í beinni: Selfoss - Afturelding | Áhugaverður slagur á Selfossi Afturelding gerði góða ferð á Selfoss en liðið vann sannfærandi 38-30 þegar liðin áttust við í næststíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Set-höllinni í kvöld. 5. apríl 2023 20:51 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Sjá meira
„Mér leið bara vel frá byrjun í rauninni. Það er fyndið að hugsa til þess að þetta var alveg eins og heimaleikurinn okkar á móti þeim. Við klikkum á færum og töpum boltum í byrjun, en um leið og við dettum í okkar gír þá vil ég meina að við hentum þeim frekar illa. Við erum með gott plan á móti þeim þannig við komum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik,“ sagði Árni Bragi í viðtali eftir leik. Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti í kvöld og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Sóknarleikur Aftureldingar gekk illa til að byrja með, en Árni segir að hann hafi vitað að sínir menn myndu detta í gang. „Þetta er alltaf erfitt og við þurftum að hafa fyrir því að vinna okkur til baka. En þegar við náðum því þá fannst mér Selfyssingarnir svolítið brotna og þá var þetta orðið okkar leikur. Við erum bara búnir að vera það heitir og erum með það mikið sjálfstraust og þekkjum okkar leik vel. Við fundum það í byrjun að við vorum ekki í okkar gír, en ef við höldum bara áfram og smellum í hann þá erum við kannski ekki ósigrandi, en við erum drullu erfiðir.“ Eins og áður segir skoraði Árni 13 mörk fyrir Aftureldingu í kvöld, en þar af voru átta úr hraðaupphlaupum og Árni segir það gera leikinn auðveldari bæði fyrir sig og liðið í heild. „Já bara hundrað prósent. Og allt liðið líka. Vörnin okkar og þristarnir, sérstaklega síðan í bikarnum, þá er vörnin okkar búin að vera fáránlega góð þessa dagana. Þá erum við með leyfi til að vera að stela og það bara hentaði vel í dag. Oft er maður líka pínu heppinn og boltinn var að detta þægilega fyrir okkur þannig maður var oft frekar mikið einn og Selfyssingarnir voru kannski mikið bara að horfa á boltann. Þannig að maður nýtti bara tækifærið.“ Þrátt fyrir það viðurkennir Árni að svona mörg hraðaupphlaup hafi kostað hann gríðarlega mikla orku. „Ég er orðinn súr núna ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En maður varður bara að sinna góðri endurheimt því nú eru bara þrír eða fjórir dagar í næsta leik. Við þurfum bara að klára okkar og markmiðið er að koma heitir inn í úrslitakeppnina.“ Afturelding mætir Stjörnunni í lokaumferð deildarkeppninnar, en liðið fer inn í þann leik með fjóra deildarsigra í röð á bakinu ásamt því að hafa tryggt sér bikarmeistaratitilinn fyrir rúmum mánuði. „Við töluðum um það í bikarnum að fyrir Aftureldingu í heild sinni og klúbbinn okkar þá var þetta léttir, en nú viljum við meira. Nú erum við bara að byggja ofan á það sjálfstraust sem við bjuggum okkur til þar. Við erum að hafa ógeðslega gaman að því að spila handbolta, við erum að fagna öllu og tölum um hvað allar æfingar eru skemmtilegar. Við erum á ógeðslega góðum stað og ætlum að nýta okkur það til fulls og vonandi skilar það sér í úrslitakeppnina,“ sagði Árni að lokum.
Olís-deild karla Afturelding UMF Selfoss Tengdar fréttir Í beinni: Selfoss - Afturelding | Áhugaverður slagur á Selfossi Afturelding gerði góða ferð á Selfoss en liðið vann sannfærandi 38-30 þegar liðin áttust við í næststíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Set-höllinni í kvöld. 5. apríl 2023 20:51 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Sjá meira
Í beinni: Selfoss - Afturelding | Áhugaverður slagur á Selfossi Afturelding gerði góða ferð á Selfoss en liðið vann sannfærandi 38-30 þegar liðin áttust við í næststíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Set-höllinni í kvöld. 5. apríl 2023 20:51