„Þetta var allt annað varnarlega“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 9. apríl 2023 20:54 Hörður Axel þjálfar meistaraflokk kvenna hjá Keflavík og spilar með meistaraflokki karla. Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway deild kvenna, var að vonum sáttur við stórsigur síns liðs á Njarðvík 79-52 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum deildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Keflvíkinga, Blue-höllinni, og að honum loknum leiðir Keflavík einvígið með tvo sigra gegn einum hjá Njarðvík. Í viðtali við fréttamann Vísis var Hörður fyrst spurður hvað honum hafði þótt lið sitt gera betur en í öðrum leik liðanna þar sem Keflavík beið ósigur 85-89. „Þetta var allt annað varnarlega. Við náðum að halda þeim betur fyrir framan okkur og það er það helsta sem við bættum varnarlega. Sóknarlega vorum við að deila boltanum betur, fá hann þar sem við viljum fá hann og skjóta með sjálfstrausti.“ Af leiknum að dæma virðast Keflvíkingar vera búnir að lesa leik Njarðvíkinga og þær breytingar sem urðu á honum eftir að stigahæsti leikmaður Njarðvíkur, Aliyah Collier, lenti á meiðslalistanum. „Við erum búin að fara vel yfir þær eins og þær yfir okkur. Ég tel mig vita hvað þær geta.“ Það voru fleiri leikmenn Keflavíkur að skila betri tölum en í leik tvö og Daniela Morillo axlaði ekki eins stóran hluta byrðanna og þá. Hörður tók undir að það væri mikilvægt að sem flestir leikmenn Keflavíkur skiluðu sem mestu framlagi. „Jú, auðvitað. Við erum búin að standa fyrir það í vetur að það eru margar stelpur sem leggja í púkkið, það eru margar sem stíga upp og ekki alltaf þær sömu í hverjum leik. Í dag voru fullt af stelpum sem áttu skínandi leik og geisla af sjálfstrausti sem að skiptir miklu máli.“ Hörður var því næst spurður um fjórða leik liðanna sem er framundan en þá getur Keflavík unnið einvígið og tryggt sér sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar. „Það verður miklu erfiðari leikur heldur en þessi. Við þurfum að fara vel yfir þennan leik sem og fyrri leikina og vera tilbúin alveg frá byrjun á fimmtudaginn. Við förum í alla leiki til að vinna og sá næsti er engin undantekning. Við vitum það að Njarðvík mun spila mun betur, vera aggressífari og vera meira „physical“ sem við verðum tilbúnar í,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík Keflavík er komið yfir í einvíginu gegn Njarðvík í Subway deildinni. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 9. apríl 2023 19:41 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Leikurinn fór fram á heimavelli Keflvíkinga, Blue-höllinni, og að honum loknum leiðir Keflavík einvígið með tvo sigra gegn einum hjá Njarðvík. Í viðtali við fréttamann Vísis var Hörður fyrst spurður hvað honum hafði þótt lið sitt gera betur en í öðrum leik liðanna þar sem Keflavík beið ósigur 85-89. „Þetta var allt annað varnarlega. Við náðum að halda þeim betur fyrir framan okkur og það er það helsta sem við bættum varnarlega. Sóknarlega vorum við að deila boltanum betur, fá hann þar sem við viljum fá hann og skjóta með sjálfstrausti.“ Af leiknum að dæma virðast Keflvíkingar vera búnir að lesa leik Njarðvíkinga og þær breytingar sem urðu á honum eftir að stigahæsti leikmaður Njarðvíkur, Aliyah Collier, lenti á meiðslalistanum. „Við erum búin að fara vel yfir þær eins og þær yfir okkur. Ég tel mig vita hvað þær geta.“ Það voru fleiri leikmenn Keflavíkur að skila betri tölum en í leik tvö og Daniela Morillo axlaði ekki eins stóran hluta byrðanna og þá. Hörður tók undir að það væri mikilvægt að sem flestir leikmenn Keflavíkur skiluðu sem mestu framlagi. „Jú, auðvitað. Við erum búin að standa fyrir það í vetur að það eru margar stelpur sem leggja í púkkið, það eru margar sem stíga upp og ekki alltaf þær sömu í hverjum leik. Í dag voru fullt af stelpum sem áttu skínandi leik og geisla af sjálfstrausti sem að skiptir miklu máli.“ Hörður var því næst spurður um fjórða leik liðanna sem er framundan en þá getur Keflavík unnið einvígið og tryggt sér sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar. „Það verður miklu erfiðari leikur heldur en þessi. Við þurfum að fara vel yfir þennan leik sem og fyrri leikina og vera tilbúin alveg frá byrjun á fimmtudaginn. Við förum í alla leiki til að vinna og sá næsti er engin undantekning. Við vitum það að Njarðvík mun spila mun betur, vera aggressífari og vera meira „physical“ sem við verðum tilbúnar í,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík Keflavík er komið yfir í einvíginu gegn Njarðvík í Subway deildinni. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 9. apríl 2023 19:41 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík Keflavík er komið yfir í einvíginu gegn Njarðvík í Subway deildinni. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 9. apríl 2023 19:41