Engar tilkynningar um flóð á Austfjörðum enn sem komið er Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. apríl 2023 12:30 Vel er fylgst með Seyðisfirði til að mynda þar úrkoma hefur verið mikil. Vísir/Aðsend Áfram er hætta á skriðum og ofanflóðum á Austfjörðum en talsverð rigning er á svæðinu og gul veðurviðvörun í gildi. Engar tilkynningar hafa borist um flóð enn sem komið er og er ekki talin hætta í byggð að sögn ofanflóðasérfræðings þó mögulegt sé að grjót gæti hrunið á vegi. Gul viðvörun hefur verið í gildi frá því klukkan tíu í gærmorgun á austfjörðum og er í gildi til klukkan fjögur í nótt en talsverð rigning er á svæðinu samhliða hlýindum. Búist er við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum og er því aukin hætta á flóðum og skriðuföllum. Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir engar tilkyninngar þó hafa borist um flóð enn sem komið er. „Það er frost í jörðu og þess vegna er þröskuldurinn aðeins lægri hjá okkur en vanalega. Þannig það er ekkert ólíklegt að við sjáum einhverjar yfirborðshreyfingar á meðan það er úrkoma. Það er úrkoma fram á nóttu þannig við erum bara að fylgjast mjög vel með aðstæðum,“ segir Minney. Sérstaklega er fylgst með Seyðisfirði og Eskifirði en rigning er á öllum Austfjörðum og á Suðausturlandi sem gæti raskað samgöngum. „Við erum ekki að horfa á neina hættu í byggð, það er kannski búist við grjóthruni úti á vegi undir mjög bröttum hlíðum en annars ekki nein hætta þannig séð. Við bara erum að fylgjast með þessu og ef fólk verður vart við eitthvað þá má endilega tilkynna það til okkar,“ segir hún. Spár gera ráð fyrir að það rigni fram á nótt en það verði þurrt á morgun. Staðan verður endurmetin ef ástæða gefst til. „Það er ekki spáð neinni mikilli úrkomu næstu vikuna en spárnar náttúrulega breytast þannig það er bara fylgst vel með því. En af því það er frost í jörðu þá situr vatnið á yfirborðinu og þess vegna eru þessar yfirborðsskriður mögulegar í þessari rigningu núna,“ segir Minney. Veður Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Gul viðvörun hefur verið í gildi frá því klukkan tíu í gærmorgun á austfjörðum og er í gildi til klukkan fjögur í nótt en talsverð rigning er á svæðinu samhliða hlýindum. Búist er við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum og er því aukin hætta á flóðum og skriðuföllum. Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir engar tilkyninngar þó hafa borist um flóð enn sem komið er. „Það er frost í jörðu og þess vegna er þröskuldurinn aðeins lægri hjá okkur en vanalega. Þannig það er ekkert ólíklegt að við sjáum einhverjar yfirborðshreyfingar á meðan það er úrkoma. Það er úrkoma fram á nóttu þannig við erum bara að fylgjast mjög vel með aðstæðum,“ segir Minney. Sérstaklega er fylgst með Seyðisfirði og Eskifirði en rigning er á öllum Austfjörðum og á Suðausturlandi sem gæti raskað samgöngum. „Við erum ekki að horfa á neina hættu í byggð, það er kannski búist við grjóthruni úti á vegi undir mjög bröttum hlíðum en annars ekki nein hætta þannig séð. Við bara erum að fylgjast með þessu og ef fólk verður vart við eitthvað þá má endilega tilkynna það til okkar,“ segir hún. Spár gera ráð fyrir að það rigni fram á nótt en það verði þurrt á morgun. Staðan verður endurmetin ef ástæða gefst til. „Það er ekki spáð neinni mikilli úrkomu næstu vikuna en spárnar náttúrulega breytast þannig það er bara fylgst vel með því. En af því það er frost í jörðu þá situr vatnið á yfirborðinu og þess vegna eru þessar yfirborðsskriður mögulegar í þessari rigningu núna,“ segir Minney.
Veður Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira