Patrekur: Þetta er bara ný keppni Smári Jökull Jónsson skrifar 10. apríl 2023 18:29 Patrekur Jóhannesson þungt hugsi. Vísir/Diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ósáttur með ýmis atriði í spilamennsku sinna manna eftir fjögurra marka ósigur á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í dag. Þetta var lokaleikur Stjörnunnar í deildinni og þurfa Garðbæingar að sætta við sjötta sætið í Olís-deildinni. „Þetta var færanýtingin, við vorum að fara með átta til níu skot úr hornunum. Við erum að koma okkur í fín færi en hann [Jovan Kukobat] var að verja mjög vel. Við vorum ekki að sinna vörninni vel, vorum frekar mjúkir á móti þeim. Við vissum alveg að þeir myndu koma á okkur með miklum krafti enda skoruðu þeir strax úr fyrstu sóknunum. “ „Við vorum nálægt þeim í fyrri hálfleik og komum okkur inn í leikinn þrátt fyrir þessa færanýtingu. Við fáum svo tvo skrýtna dóma á okkur sem enginn sá nema dómararnir. Það vantaði gæði í skotin hjá okkur og það var sem mér fannst muna,“ sagði Patrekur stuttu eftir leik. Fyrir leikinn átti Stjarnan möguleika á fjórða sætinu í deildinni en tapið í dag þýðir það að liðið endar í sjötta sæti og mæta Eyjamönnum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Markmiðið var efstu fjögur sætin, það var aðal markmiðið. Við erum ekki langt frá því en höfum verið að spila töluvert á nýju liði undanfarna leiki. Ég var mjög ánægður með leikinn á móti Selfoss, við tókum þá sannfærandi og síðan einnig Val. Við erum með marga nýja stráka þar sem við erum með fimm til sex lykilleikmenn upp í stúku eins og staðan er núna. Þannig þetta hefur verið nýtt verkefni fyrir okkur. Auðvitað hefði maður viljað vera ofar en við erum í þessu sæti og við tökum því.“ Næstu mótherjar Stjörnunnar, ÍBV, endaði í þriðja sæti í Olís-deildinni og eru þar af leiðandi með heimavallarréttinn. Ljóst er að Garðbæingar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum. „Þetta verkefni leggst vel í mig. Þetta er bara ný keppni og auðvitað ber maður virðingu fyrir Eyjamönnum. Erlingur er hrikalega fær og þeir eru með góða leikmenn. Þeir unnu Val núna sannfærandi og þetta er bara hörkuverkefni, við þurfum að ná okkar allra besta leik en ég hræðist ekki neitt. Það þýðir ekki að fara illa með færin og við þurfum að eiga okkar allra besta leik eins og við höfum sýnt á móti Selfoss og Val þó það vanti einhverja í liðinu okkar.“ Meiðslastaða Stjörnumanna er ekki góð um þessar mundir og eru þeir án margra lykilleikmanna. Leikmenn á borð við Hergeir Grímsson og Tandra Má Konráðsson voru ekki leikhæfir í dag. „Ég efa það að þessir leikmenn séu að koma til baka. Ég er ekki alltof bjartsýnn á það, vonandi getur eitthvað gerst en þessi höfuðmeiðsli sem eru að hrjá tvo leikmenn er erfitt að eiga við. Það er spurning með Tandra, þetta tekur ákveðinn tíma hjá honum,“ sagði Patrekur að lokum eftir síðasta deildarleik tímabilsins. Olís-deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
„Þetta var færanýtingin, við vorum að fara með átta til níu skot úr hornunum. Við erum að koma okkur í fín færi en hann [Jovan Kukobat] var að verja mjög vel. Við vorum ekki að sinna vörninni vel, vorum frekar mjúkir á móti þeim. Við vissum alveg að þeir myndu koma á okkur með miklum krafti enda skoruðu þeir strax úr fyrstu sóknunum. “ „Við vorum nálægt þeim í fyrri hálfleik og komum okkur inn í leikinn þrátt fyrir þessa færanýtingu. Við fáum svo tvo skrýtna dóma á okkur sem enginn sá nema dómararnir. Það vantaði gæði í skotin hjá okkur og það var sem mér fannst muna,“ sagði Patrekur stuttu eftir leik. Fyrir leikinn átti Stjarnan möguleika á fjórða sætinu í deildinni en tapið í dag þýðir það að liðið endar í sjötta sæti og mæta Eyjamönnum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Markmiðið var efstu fjögur sætin, það var aðal markmiðið. Við erum ekki langt frá því en höfum verið að spila töluvert á nýju liði undanfarna leiki. Ég var mjög ánægður með leikinn á móti Selfoss, við tókum þá sannfærandi og síðan einnig Val. Við erum með marga nýja stráka þar sem við erum með fimm til sex lykilleikmenn upp í stúku eins og staðan er núna. Þannig þetta hefur verið nýtt verkefni fyrir okkur. Auðvitað hefði maður viljað vera ofar en við erum í þessu sæti og við tökum því.“ Næstu mótherjar Stjörnunnar, ÍBV, endaði í þriðja sæti í Olís-deildinni og eru þar af leiðandi með heimavallarréttinn. Ljóst er að Garðbæingar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum. „Þetta verkefni leggst vel í mig. Þetta er bara ný keppni og auðvitað ber maður virðingu fyrir Eyjamönnum. Erlingur er hrikalega fær og þeir eru með góða leikmenn. Þeir unnu Val núna sannfærandi og þetta er bara hörkuverkefni, við þurfum að ná okkar allra besta leik en ég hræðist ekki neitt. Það þýðir ekki að fara illa með færin og við þurfum að eiga okkar allra besta leik eins og við höfum sýnt á móti Selfoss og Val þó það vanti einhverja í liðinu okkar.“ Meiðslastaða Stjörnumanna er ekki góð um þessar mundir og eru þeir án margra lykilleikmanna. Leikmenn á borð við Hergeir Grímsson og Tandra Má Konráðsson voru ekki leikhæfir í dag. „Ég efa það að þessir leikmenn séu að koma til baka. Ég er ekki alltof bjartsýnn á það, vonandi getur eitthvað gerst en þessi höfuðmeiðsli sem eru að hrjá tvo leikmenn er erfitt að eiga við. Það er spurning með Tandra, þetta tekur ákveðinn tíma hjá honum,“ sagði Patrekur að lokum eftir síðasta deildarleik tímabilsins.
Olís-deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti