„Við vorum ekki með hann inni í vítateignum þeirra og þá er erfitt að skora" Jón Már Ferro skrifar 10. apríl 2023 22:21 „Það er geggjað að þetta sé byrjað, búinn að hlakka til lengi. Svekkjandi að það sé ekki betri niðurstaða," sagði Guðmundur Kristjánsson, miðjumaður Stjörnunnar, eftir tap á móti Víkingum á Samsungvellinum í kvöld. Leikið var í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Guðmundur Kristjánsson gekk í raðir Stjörnunnar frá FH eftir síðasta tímabil. Hjá FH spilaði hann mest megnis í miðverði en hefur spilað í vetur á miðjunni og sömuleiðis í kvöld. „Ég er búinn að spila hérna allt undirbúningstímabilið þannig það er planið allavega eins og er, sjáum til hvort það breytist eitthvað." Stjörnumenn áttu oft á tíðum erfitt með að komast nógu nálægt leikmönnum Víkinga þegar þeir síðarnefndu voru með boltann. „Augljóslega ekki nógu vel, skorum ekki og fáum á okkur tvö. Það gekk illa stundum að klukka þá í pressunni. Sköpuðum ekki nóg heldur þannig þetta missti aðeins marks. Fínt að sjá hvað við vorum að gera vitlaust og laga það fyrir næsta leik." Stjarnan breytti taktíkinni sinni í seinni hálfleik, fóru úr 4-4-2 í 4-3-3. „Þeir spila þetta vel og það er erfitt að pressa þá stundum. Þurftum aðeins að breyta til til að gera það betur, tókst á köflum. Heillt yfir gekk það ekki alveg nógu vel fannst mér." Guðmundur var á því að það hafi vantað meira bit í sóknarleik þeirra undir lok leiks. „Við vorum ekki með hann inni í vítateignum þeirra og þá er erfitt að skora. Við vorum svolítið í seinni hálfleik að sparka honum aðeins of mikið langt án þess að skapa mikið. Við vorum að halda honum vel aftarlega á vellinum. Það vantaði að koma honum inn í boxið og skapa færi." Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 0-2 | Góður útisigur Víkinga í Garðabæ Víkingur vann 2-0 útisigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Samsung-vellinum í kvöld. 10. apríl 2023 21:10 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson gekk í raðir Stjörnunnar frá FH eftir síðasta tímabil. Hjá FH spilaði hann mest megnis í miðverði en hefur spilað í vetur á miðjunni og sömuleiðis í kvöld. „Ég er búinn að spila hérna allt undirbúningstímabilið þannig það er planið allavega eins og er, sjáum til hvort það breytist eitthvað." Stjörnumenn áttu oft á tíðum erfitt með að komast nógu nálægt leikmönnum Víkinga þegar þeir síðarnefndu voru með boltann. „Augljóslega ekki nógu vel, skorum ekki og fáum á okkur tvö. Það gekk illa stundum að klukka þá í pressunni. Sköpuðum ekki nóg heldur þannig þetta missti aðeins marks. Fínt að sjá hvað við vorum að gera vitlaust og laga það fyrir næsta leik." Stjarnan breytti taktíkinni sinni í seinni hálfleik, fóru úr 4-4-2 í 4-3-3. „Þeir spila þetta vel og það er erfitt að pressa þá stundum. Þurftum aðeins að breyta til til að gera það betur, tókst á köflum. Heillt yfir gekk það ekki alveg nógu vel fannst mér." Guðmundur var á því að það hafi vantað meira bit í sóknarleik þeirra undir lok leiks. „Við vorum ekki með hann inni í vítateignum þeirra og þá er erfitt að skora. Við vorum svolítið í seinni hálfleik að sparka honum aðeins of mikið langt án þess að skapa mikið. Við vorum að halda honum vel aftarlega á vellinum. Það vantaði að koma honum inn í boxið og skapa færi."
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 0-2 | Góður útisigur Víkinga í Garðabæ Víkingur vann 2-0 útisigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Samsung-vellinum í kvöld. 10. apríl 2023 21:10 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 0-2 | Góður útisigur Víkinga í Garðabæ Víkingur vann 2-0 útisigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Samsung-vellinum í kvöld. 10. apríl 2023 21:10