Sundlaugar ríka fólksins mikil umhverfisógn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. apríl 2023 09:45 Dæmi eru um að ríkustu 14 prósentin noti meira en helming neysluvatns í borgum. EPA Ríkt fólk notar um fimmtíu sinnum meira vatn en fátækt fólk. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna við Reading háskóla í Bretlandi. Vatnsnotkun ríka fólksins hefur verið alvarlega vanmetin umhverfisógn. Rannsóknin, sem birt var í tímaritinu Nature Sustainability, var framkvæmd í borginni Höfðaborg í Suður Afríku. Ríkt fólk þar notar mikið vatn, meðal annars í sundlaugar sínar, til að vökva stóra garða og halda drossíum sínum glansandi fínum. Alls notuðu ríkustu 14 prósent íbúanna í Höfðaborg 51 prósent af vatninu. Stærstur hluti vatnsins fór í ónauðsynlega hluti. Fátækustu 62 prósentin notuðu hins vegar aðeins 27 prósent. Í rannsókninni kom fram að þegar mikill vatnsskortur varð í borginni árið 2018 var það fátækasta fólkið sem þurfti að vera án vatns. Vatnsskortur í stórborgum Höfðaborg er ekki eina borgin sem hefur glímt við vatnsskort. Hann hefur komið upp tímabundið í London, Barcelona, Beijing, Miami og víðar á undanförnum árum. Búist er við því að tilfellunum fjölgi á komandi árum. „Loftslagsbreytingar og fólksfjölgun þýða að vatn er að verða dýrmætari auðlind í stórborgum. Við sýnum fram á að félagslegt óréttlæti er stærsta vandamálið fyrir fátækt fólk sem þarf aðgang að neysluvatni fyrir daglegt líf,“ segir Hannah Cloke, prófessor við Reading háskóla og einn af rannsakendum, við breska blaðið The Guardian. Hún segir það nauðsynlegt að hanna sanngjarnari leiðir til þess að dreifa vatni til allra íbúa. Bæði fátækir og ríkir myndu græða á því, því að í borgum þar sem vatni er dreift ójafnt er vatnsöflun lélegri. Umhverfismál Vísindi Sundlaugar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Rannsóknin, sem birt var í tímaritinu Nature Sustainability, var framkvæmd í borginni Höfðaborg í Suður Afríku. Ríkt fólk þar notar mikið vatn, meðal annars í sundlaugar sínar, til að vökva stóra garða og halda drossíum sínum glansandi fínum. Alls notuðu ríkustu 14 prósent íbúanna í Höfðaborg 51 prósent af vatninu. Stærstur hluti vatnsins fór í ónauðsynlega hluti. Fátækustu 62 prósentin notuðu hins vegar aðeins 27 prósent. Í rannsókninni kom fram að þegar mikill vatnsskortur varð í borginni árið 2018 var það fátækasta fólkið sem þurfti að vera án vatns. Vatnsskortur í stórborgum Höfðaborg er ekki eina borgin sem hefur glímt við vatnsskort. Hann hefur komið upp tímabundið í London, Barcelona, Beijing, Miami og víðar á undanförnum árum. Búist er við því að tilfellunum fjölgi á komandi árum. „Loftslagsbreytingar og fólksfjölgun þýða að vatn er að verða dýrmætari auðlind í stórborgum. Við sýnum fram á að félagslegt óréttlæti er stærsta vandamálið fyrir fátækt fólk sem þarf aðgang að neysluvatni fyrir daglegt líf,“ segir Hannah Cloke, prófessor við Reading háskóla og einn af rannsakendum, við breska blaðið The Guardian. Hún segir það nauðsynlegt að hanna sanngjarnari leiðir til þess að dreifa vatni til allra íbúa. Bæði fátækir og ríkir myndu græða á því, því að í borgum þar sem vatni er dreift ójafnt er vatnsöflun lélegri.
Umhverfismál Vísindi Sundlaugar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira