Málefni Hamarshallarinnar í Hveragerði – Nú verður skynsemin að ráða för Hjalti Helgason skrifar 12. apríl 2023 07:31 Ástæðan fyrir því að ég sting niður penna nú er að sú að ég hef verulegar áhyggjur málefnum Hamarshallarinnar, í Hveragerði og hvaða áhrif það hefur á íþróttastarfið hér í bæ. Nú á dögunum voru opnuð tilboð í fyrsta áfanga Hamarshallarinnar, niðurstaðan var sú að öll tilboð reyndust vel yfir kostnaðaráætlun. Ljóst má vera að verið væri að tefla fjármálum bæjarins í verulega hættu með því að ráðast í framkvæmd af þessari stærðargráðu, á þessum óvissutímum sem nú eru uppi. Með verðbólgu í hæstu hæðum, hækkanir á aðföngum ásamt öðrum fjárfrekum framkvæmdum sem liggja fyrir í sveitarfélaginu, svo sem stækkun grunnskólans, nýr leikskóli og möguleg stækkun á fráveitumannvirki. Það er stutt á milli feigs og ófeigs í fjármálum sveitarfélaga það þekkja meðal annars nágrannar okkar í Árborg svo nærtækt dæmi sé tekið. Við aðstöðuleysi verður ekki unað og það er heldur ekki hægt að bjóða bæjarbúum upp á það að fara með þessi málefni ofan í pólitískar skotgrafir. Ég var formaður aðalstjórnar Hamars þegar Hamarshöllin var reist á sínum tíma. Ég held að flestir geti verið sammála um það að þar var um að ræða algjöra byltingu hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar, sennilega þá mestu síðan fyrri áfangi íþróttahúss við Skólamörk var byggður. Ákvörðun um bygginguna var umdeild á sínum tíma og var það fyrst og fremst pólitísk ákvörðun þáverandi meirihluta að reisa mannvirkið. Við í aðalstjórn Hamars vorum alveg skýr með það að við tókum ekki afstöðu til þess hvers konar mannvirki skildi rísa en fögnuðum að sjálfsögðu þeim gríðarlegu umskiptum sem urðu með tilkomu Hamarshallarinnar. Í 10 ár nýttist höllin með eindæmum vel, hvort sem það var fyrir okkar yngstu borgara sem voru að taka sín fyrstu skref í íþróttum eða okkar elstu borgara sem nýttu húsið sér til heilsubótar. Núverandi meirihluti hefur verið alveg skýr með það að nýja Hamarshöll skuli reisa úr föstum efnum, þær skoðanir ber að virða, enda unnu flokkarnir sem nú mynda meirihluta afgerandi sigur í síðustu kosningum. Þær tillögur sem meirihlutinn hefur lagt fram eru áhugaverðar og gott innlegg í umræður um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði. Hvað er þá til ráða í þeirri stöðu sem nú er uppi? Væri hægt að hugsa sér það sem bráðabirgðalausn að setja upp nýjan dúk til að koma aðstöðunni í lag fyrir veturinn? Flest sem tengist mannvirkinu er til staðar. Lagfæra þyrfti fjölnota gólf, ljós og annan búnað og koma mætti fyrir nýjum snyrtilegum gámahúsum inni, fyrir starfsmannaðstöðu, salerni og fleira. Hafa verður í huga að dúkurinn sjálfur er ekki nema hluti af fjárfestingunni, sennilega um 20% (ekki staðfestar upplýsingar), annað er til staðar í dag. Upp í þetta gengju tryggingabætur og leitast væri til að halda öðrum kostnaði í lágmarki. Íþróttafélagið Hamar og aðrir velunnarar kæmu að því að koma dúknum upp og húsið væri klárt til notkunar fyrir næsta vetur. Samhliða væri unnið með að setja upp vindbrjóta og styrkja aðrar varnir þar sem vindálag er hvað mest á húsinu. Værum við mögulega að tala um kostnað upp á 150 m.kr að teknu tilliti til tryggingabóta ef uppsetning dúksins væri unnin í sjálfboðavinnu? Áfram yrði svo unnið með þær hugmyndir sem meirihlutinn hefur lagt fram og stefnt að því að koma þeim í framkvæmd síðar. Nú verður skynsemin að ráða för. Best væri að það næðist þverpólitísk samstaða um næstu skref, öllum þeim sem sitja í bæjarstjórn treysti ég til að stíga þessi skref. Höfundur er fyrrverandi formaður Íþróttafélagsins Hamars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hamar Hveragerði Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ástæðan fyrir því að ég sting niður penna nú er að sú að ég hef verulegar áhyggjur málefnum Hamarshallarinnar, í Hveragerði og hvaða áhrif það hefur á íþróttastarfið hér í bæ. Nú á dögunum voru opnuð tilboð í fyrsta áfanga Hamarshallarinnar, niðurstaðan var sú að öll tilboð reyndust vel yfir kostnaðaráætlun. Ljóst má vera að verið væri að tefla fjármálum bæjarins í verulega hættu með því að ráðast í framkvæmd af þessari stærðargráðu, á þessum óvissutímum sem nú eru uppi. Með verðbólgu í hæstu hæðum, hækkanir á aðföngum ásamt öðrum fjárfrekum framkvæmdum sem liggja fyrir í sveitarfélaginu, svo sem stækkun grunnskólans, nýr leikskóli og möguleg stækkun á fráveitumannvirki. Það er stutt á milli feigs og ófeigs í fjármálum sveitarfélaga það þekkja meðal annars nágrannar okkar í Árborg svo nærtækt dæmi sé tekið. Við aðstöðuleysi verður ekki unað og það er heldur ekki hægt að bjóða bæjarbúum upp á það að fara með þessi málefni ofan í pólitískar skotgrafir. Ég var formaður aðalstjórnar Hamars þegar Hamarshöllin var reist á sínum tíma. Ég held að flestir geti verið sammála um það að þar var um að ræða algjöra byltingu hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar, sennilega þá mestu síðan fyrri áfangi íþróttahúss við Skólamörk var byggður. Ákvörðun um bygginguna var umdeild á sínum tíma og var það fyrst og fremst pólitísk ákvörðun þáverandi meirihluta að reisa mannvirkið. Við í aðalstjórn Hamars vorum alveg skýr með það að við tókum ekki afstöðu til þess hvers konar mannvirki skildi rísa en fögnuðum að sjálfsögðu þeim gríðarlegu umskiptum sem urðu með tilkomu Hamarshallarinnar. Í 10 ár nýttist höllin með eindæmum vel, hvort sem það var fyrir okkar yngstu borgara sem voru að taka sín fyrstu skref í íþróttum eða okkar elstu borgara sem nýttu húsið sér til heilsubótar. Núverandi meirihluti hefur verið alveg skýr með það að nýja Hamarshöll skuli reisa úr föstum efnum, þær skoðanir ber að virða, enda unnu flokkarnir sem nú mynda meirihluta afgerandi sigur í síðustu kosningum. Þær tillögur sem meirihlutinn hefur lagt fram eru áhugaverðar og gott innlegg í umræður um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði. Hvað er þá til ráða í þeirri stöðu sem nú er uppi? Væri hægt að hugsa sér það sem bráðabirgðalausn að setja upp nýjan dúk til að koma aðstöðunni í lag fyrir veturinn? Flest sem tengist mannvirkinu er til staðar. Lagfæra þyrfti fjölnota gólf, ljós og annan búnað og koma mætti fyrir nýjum snyrtilegum gámahúsum inni, fyrir starfsmannaðstöðu, salerni og fleira. Hafa verður í huga að dúkurinn sjálfur er ekki nema hluti af fjárfestingunni, sennilega um 20% (ekki staðfestar upplýsingar), annað er til staðar í dag. Upp í þetta gengju tryggingabætur og leitast væri til að halda öðrum kostnaði í lágmarki. Íþróttafélagið Hamar og aðrir velunnarar kæmu að því að koma dúknum upp og húsið væri klárt til notkunar fyrir næsta vetur. Samhliða væri unnið með að setja upp vindbrjóta og styrkja aðrar varnir þar sem vindálag er hvað mest á húsinu. Værum við mögulega að tala um kostnað upp á 150 m.kr að teknu tilliti til tryggingabóta ef uppsetning dúksins væri unnin í sjálfboðavinnu? Áfram yrði svo unnið með þær hugmyndir sem meirihlutinn hefur lagt fram og stefnt að því að koma þeim í framkvæmd síðar. Nú verður skynsemin að ráða för. Best væri að það næðist þverpólitísk samstaða um næstu skref, öllum þeim sem sitja í bæjarstjórn treysti ég til að stíga þessi skref. Höfundur er fyrrverandi formaður Íþróttafélagsins Hamars.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun