Málefni Hamarshallarinnar í Hveragerði – Nú verður skynsemin að ráða för Hjalti Helgason skrifar 12. apríl 2023 07:31 Ástæðan fyrir því að ég sting niður penna nú er að sú að ég hef verulegar áhyggjur málefnum Hamarshallarinnar, í Hveragerði og hvaða áhrif það hefur á íþróttastarfið hér í bæ. Nú á dögunum voru opnuð tilboð í fyrsta áfanga Hamarshallarinnar, niðurstaðan var sú að öll tilboð reyndust vel yfir kostnaðaráætlun. Ljóst má vera að verið væri að tefla fjármálum bæjarins í verulega hættu með því að ráðast í framkvæmd af þessari stærðargráðu, á þessum óvissutímum sem nú eru uppi. Með verðbólgu í hæstu hæðum, hækkanir á aðföngum ásamt öðrum fjárfrekum framkvæmdum sem liggja fyrir í sveitarfélaginu, svo sem stækkun grunnskólans, nýr leikskóli og möguleg stækkun á fráveitumannvirki. Það er stutt á milli feigs og ófeigs í fjármálum sveitarfélaga það þekkja meðal annars nágrannar okkar í Árborg svo nærtækt dæmi sé tekið. Við aðstöðuleysi verður ekki unað og það er heldur ekki hægt að bjóða bæjarbúum upp á það að fara með þessi málefni ofan í pólitískar skotgrafir. Ég var formaður aðalstjórnar Hamars þegar Hamarshöllin var reist á sínum tíma. Ég held að flestir geti verið sammála um það að þar var um að ræða algjöra byltingu hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar, sennilega þá mestu síðan fyrri áfangi íþróttahúss við Skólamörk var byggður. Ákvörðun um bygginguna var umdeild á sínum tíma og var það fyrst og fremst pólitísk ákvörðun þáverandi meirihluta að reisa mannvirkið. Við í aðalstjórn Hamars vorum alveg skýr með það að við tókum ekki afstöðu til þess hvers konar mannvirki skildi rísa en fögnuðum að sjálfsögðu þeim gríðarlegu umskiptum sem urðu með tilkomu Hamarshallarinnar. Í 10 ár nýttist höllin með eindæmum vel, hvort sem það var fyrir okkar yngstu borgara sem voru að taka sín fyrstu skref í íþróttum eða okkar elstu borgara sem nýttu húsið sér til heilsubótar. Núverandi meirihluti hefur verið alveg skýr með það að nýja Hamarshöll skuli reisa úr föstum efnum, þær skoðanir ber að virða, enda unnu flokkarnir sem nú mynda meirihluta afgerandi sigur í síðustu kosningum. Þær tillögur sem meirihlutinn hefur lagt fram eru áhugaverðar og gott innlegg í umræður um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði. Hvað er þá til ráða í þeirri stöðu sem nú er uppi? Væri hægt að hugsa sér það sem bráðabirgðalausn að setja upp nýjan dúk til að koma aðstöðunni í lag fyrir veturinn? Flest sem tengist mannvirkinu er til staðar. Lagfæra þyrfti fjölnota gólf, ljós og annan búnað og koma mætti fyrir nýjum snyrtilegum gámahúsum inni, fyrir starfsmannaðstöðu, salerni og fleira. Hafa verður í huga að dúkurinn sjálfur er ekki nema hluti af fjárfestingunni, sennilega um 20% (ekki staðfestar upplýsingar), annað er til staðar í dag. Upp í þetta gengju tryggingabætur og leitast væri til að halda öðrum kostnaði í lágmarki. Íþróttafélagið Hamar og aðrir velunnarar kæmu að því að koma dúknum upp og húsið væri klárt til notkunar fyrir næsta vetur. Samhliða væri unnið með að setja upp vindbrjóta og styrkja aðrar varnir þar sem vindálag er hvað mest á húsinu. Værum við mögulega að tala um kostnað upp á 150 m.kr að teknu tilliti til tryggingabóta ef uppsetning dúksins væri unnin í sjálfboðavinnu? Áfram yrði svo unnið með þær hugmyndir sem meirihlutinn hefur lagt fram og stefnt að því að koma þeim í framkvæmd síðar. Nú verður skynsemin að ráða för. Best væri að það næðist þverpólitísk samstaða um næstu skref, öllum þeim sem sitja í bæjarstjórn treysti ég til að stíga þessi skref. Höfundur er fyrrverandi formaður Íþróttafélagsins Hamars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hamar Hveragerði Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ástæðan fyrir því að ég sting niður penna nú er að sú að ég hef verulegar áhyggjur málefnum Hamarshallarinnar, í Hveragerði og hvaða áhrif það hefur á íþróttastarfið hér í bæ. Nú á dögunum voru opnuð tilboð í fyrsta áfanga Hamarshallarinnar, niðurstaðan var sú að öll tilboð reyndust vel yfir kostnaðaráætlun. Ljóst má vera að verið væri að tefla fjármálum bæjarins í verulega hættu með því að ráðast í framkvæmd af þessari stærðargráðu, á þessum óvissutímum sem nú eru uppi. Með verðbólgu í hæstu hæðum, hækkanir á aðföngum ásamt öðrum fjárfrekum framkvæmdum sem liggja fyrir í sveitarfélaginu, svo sem stækkun grunnskólans, nýr leikskóli og möguleg stækkun á fráveitumannvirki. Það er stutt á milli feigs og ófeigs í fjármálum sveitarfélaga það þekkja meðal annars nágrannar okkar í Árborg svo nærtækt dæmi sé tekið. Við aðstöðuleysi verður ekki unað og það er heldur ekki hægt að bjóða bæjarbúum upp á það að fara með þessi málefni ofan í pólitískar skotgrafir. Ég var formaður aðalstjórnar Hamars þegar Hamarshöllin var reist á sínum tíma. Ég held að flestir geti verið sammála um það að þar var um að ræða algjöra byltingu hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar, sennilega þá mestu síðan fyrri áfangi íþróttahúss við Skólamörk var byggður. Ákvörðun um bygginguna var umdeild á sínum tíma og var það fyrst og fremst pólitísk ákvörðun þáverandi meirihluta að reisa mannvirkið. Við í aðalstjórn Hamars vorum alveg skýr með það að við tókum ekki afstöðu til þess hvers konar mannvirki skildi rísa en fögnuðum að sjálfsögðu þeim gríðarlegu umskiptum sem urðu með tilkomu Hamarshallarinnar. Í 10 ár nýttist höllin með eindæmum vel, hvort sem það var fyrir okkar yngstu borgara sem voru að taka sín fyrstu skref í íþróttum eða okkar elstu borgara sem nýttu húsið sér til heilsubótar. Núverandi meirihluti hefur verið alveg skýr með það að nýja Hamarshöll skuli reisa úr föstum efnum, þær skoðanir ber að virða, enda unnu flokkarnir sem nú mynda meirihluta afgerandi sigur í síðustu kosningum. Þær tillögur sem meirihlutinn hefur lagt fram eru áhugaverðar og gott innlegg í umræður um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði. Hvað er þá til ráða í þeirri stöðu sem nú er uppi? Væri hægt að hugsa sér það sem bráðabirgðalausn að setja upp nýjan dúk til að koma aðstöðunni í lag fyrir veturinn? Flest sem tengist mannvirkinu er til staðar. Lagfæra þyrfti fjölnota gólf, ljós og annan búnað og koma mætti fyrir nýjum snyrtilegum gámahúsum inni, fyrir starfsmannaðstöðu, salerni og fleira. Hafa verður í huga að dúkurinn sjálfur er ekki nema hluti af fjárfestingunni, sennilega um 20% (ekki staðfestar upplýsingar), annað er til staðar í dag. Upp í þetta gengju tryggingabætur og leitast væri til að halda öðrum kostnaði í lágmarki. Íþróttafélagið Hamar og aðrir velunnarar kæmu að því að koma dúknum upp og húsið væri klárt til notkunar fyrir næsta vetur. Samhliða væri unnið með að setja upp vindbrjóta og styrkja aðrar varnir þar sem vindálag er hvað mest á húsinu. Værum við mögulega að tala um kostnað upp á 150 m.kr að teknu tilliti til tryggingabóta ef uppsetning dúksins væri unnin í sjálfboðavinnu? Áfram yrði svo unnið með þær hugmyndir sem meirihlutinn hefur lagt fram og stefnt að því að koma þeim í framkvæmd síðar. Nú verður skynsemin að ráða för. Best væri að það næðist þverpólitísk samstaða um næstu skref, öllum þeim sem sitja í bæjarstjórn treysti ég til að stíga þessi skref. Höfundur er fyrrverandi formaður Íþróttafélagsins Hamars.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun