Ísland þarf fjögurra marka sigur í dag og gæti endað í vító Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2023 10:31 Steinunn Björnsdóttir og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu þurfa að eiga sinn allra besta leik í dag til að eiga möguleika á að komast á HM. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Til þess að Ísland verði með á HM kvenna í handbolta í jólamánuðinum þurfa stelpurnar okkar að vinna að minnsta kosti fjögurra marka sigur gegn Ungverjalandi á útivelli í dag. Leikurinn gæti endað í vítakeppni. Leikurinn hefst frekar snemma að íslenskum tíma eða klukkan 16:15 og er spilað í Erd Arena í Búdapest. Höllin tekur um 2.200 áhorfendur og þar á meðal verða nokkrir Íslendingar úr Sérsveitinni, stuðningssveit handboltalandsliðanna. Íslenski hópurinn er sá sami og spilaði gegn Ungverjum á Ásvöllum á laugardaginn þar sem Ungverjar unnu 25-21 sigur. Útlitið gæti verið enn dekkra því Ungverjar komust mest átta mörkum yfir í leiknum en Íslandi tókst að laga stöðuna og búa sér til von fyrir seinni leikinn í dag. Fari svo að Ísland vinni akkúrat fjögurra marka sigur, sama hversu mörg mörk verða skoruð, verður ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni. Engin regla er nefnilega um að útivallarmörk hafi meira vægi en mörk á heimavelli. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari gæti því til öryggis verið búinn að skrá niður fimm nöfn á blað yfir sínar helstu vítaskyttur, en ljóst er að mikið þrekvirki þarf til að Ísland landi sigri í dag. Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (42/1) Hafdís Renötudóttir, Fram (43/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (37/43) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (93/103) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (40/77) Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (7/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (31/46) Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (114/243) Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (19/79) Steinunn Björnsdóttir, Fram (45/55) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (74/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (61/102) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (31/16) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (120/350) Á meðan að karlalandslið Íslands hefur nánast verið í áskrift að sæti í lokakeppni HM þá hefur kvennalandsliðinu aðeins einu sinni tekist að komast á mótið. Það var árið 2011 í Brasilíu þar sem liðið vann meðal annars frækna sigra gegn Þýskalandi og Svartfjallalandi en féll svo úr leik í 16-liða úrslitum eftir tap gegn Rússum. Leikur Ungverjalands og Íslands hefst klukkan 16:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Leikurinn hefst frekar snemma að íslenskum tíma eða klukkan 16:15 og er spilað í Erd Arena í Búdapest. Höllin tekur um 2.200 áhorfendur og þar á meðal verða nokkrir Íslendingar úr Sérsveitinni, stuðningssveit handboltalandsliðanna. Íslenski hópurinn er sá sami og spilaði gegn Ungverjum á Ásvöllum á laugardaginn þar sem Ungverjar unnu 25-21 sigur. Útlitið gæti verið enn dekkra því Ungverjar komust mest átta mörkum yfir í leiknum en Íslandi tókst að laga stöðuna og búa sér til von fyrir seinni leikinn í dag. Fari svo að Ísland vinni akkúrat fjögurra marka sigur, sama hversu mörg mörk verða skoruð, verður ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni. Engin regla er nefnilega um að útivallarmörk hafi meira vægi en mörk á heimavelli. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari gæti því til öryggis verið búinn að skrá niður fimm nöfn á blað yfir sínar helstu vítaskyttur, en ljóst er að mikið þrekvirki þarf til að Ísland landi sigri í dag. Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (42/1) Hafdís Renötudóttir, Fram (43/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (37/43) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (93/103) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (40/77) Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (7/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (31/46) Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (114/243) Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (19/79) Steinunn Björnsdóttir, Fram (45/55) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (74/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (61/102) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (31/16) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (120/350) Á meðan að karlalandslið Íslands hefur nánast verið í áskrift að sæti í lokakeppni HM þá hefur kvennalandsliðinu aðeins einu sinni tekist að komast á mótið. Það var árið 2011 í Brasilíu þar sem liðið vann meðal annars frækna sigra gegn Þýskalandi og Svartfjallalandi en féll svo úr leik í 16-liða úrslitum eftir tap gegn Rússum. Leikur Ungverjalands og Íslands hefst klukkan 16:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (42/1) Hafdís Renötudóttir, Fram (43/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (37/43) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (93/103) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (40/77) Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (7/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (31/46) Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (114/243) Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (19/79) Steinunn Björnsdóttir, Fram (45/55) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (74/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (61/102) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (31/16) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (120/350)
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira