Verkföll aukist í Evrópu á nýjan leik eftir áratuga doða Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. apríl 2023 14:40 Hollenskt spítalafólk mótmælir kjörum og álagi. Verkföll hafa ekki verið algeng í landinu fyrr en nú. EPA Eftir mikla lægð í verkalýðsbaráttu á fyrstu áratugum aldarinnar og fækkunar í verkalýðsfélögum hefur virkni aukist á ný. Samkvæmt greiningu Evrópsku verkalýðsfélagastofnunarinnar (ETUI) er ástæðan tvíþætt, vegna covid-19 faraldursins og lífskjarakrísunnar. Glötuðum vinnudögum hefur fjölgað á undanförnum tveimur árum, en það er tæki til að mæla áhrif og fjölda verkfalla á vinnumarkaðinn. Þetta á einkum við vesturhluta álfunnar. Til dæmis eru glataðir vinnudagar í Belgíu tvöfalt fleiri það sem af er ári en þeir voru allt árið 2021. Þá hafa verkföll verið áberandi í Frakklandi, Grikklandi og Portúgal sem og í löndum eins og Hollandi og Þýskalandi, þar sem verkföll hafa verið afar fá í gegnum tíðina. Tugprósenta fækkun í Austur Evrópu Meðal áberandi verkfalla hafa verið allsherjarverkföll í Frakklandi sem viðbragð við hækkunar forsetans Emmanuel Macron á lífeyristökualdri og verkföll hollenskra bænda sem viðbragð við loftslagsaðgerðum. Þessi aukna tíðni verkfalla er harla óvenjuleg miðað við síðustu tvo áratugi. Einungis í Frakklandi hefur tíðni verkfalla verið há alla öldina. Helsta ástæðan fyrir minnkandi tíðni verkfalla er talin vera fækkun í verkalýðsfélögum, sem skipuleggja yfirleitt verkföllin. Mesta fækkunin hefur verið í austurhluta álfunnar, þar sem skylduaðild að verkalýðsfélögum var afnumin eftir fall kommúnismans. Samkvæmt fréttasíðunni EU Observer hefur aðild að verkalýðsfélögum minnkað um 43,7 prósent í Slóvakíu, 43 í Eistlandi, 39,6 í Ungverjalandi, 37 í Rúmeníu og 32,1 í Tékklandi svo dæmi séu tekin. Ísland sker sig úr Þróunin hefur hins vegar verið öfug í sumum ríkjum, þar með talið Íslandi þar sem aðildin hefur hækkað um 15 prósent. Árið 2005 var hún 80 prósent en árið 2020 var hún komin upp í 92 prósent samkvæmt tölum frá tölfræðistofnun OECD. Hlutfallið á Íslandi er það langhæsta í álfunni, en þar á eftir koma hin Norðurlöndin með á milli 50 til 70 prósent aðild. Óli Björn Kárason og 10 þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um félagafrelsi.Vilhelm Gunnarsson Í vetur lagði Óli Björn Kárason og 10 aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði, að sögn Óla til að tryggja rétt launafólks og efla áhuga þess á réttindum sínum. Gagnrýnendur frumvarpsins hafa hins vegar sagt það tilraun til að veikja samtakamátt launafólks og að Sjálfstæðismenn séu að nýta sér upplausn innan forystu verkalýðshreyfingarinnar. Ungt fólk utan verkalýðsfélaga Samkvæmt ETUI hefur samsetning innan verkalýðsfélaga einnig verið að breytast. Það er að meðalaldur félaga sé sífellt að hækka. Þetta er ekki aðeins hækkandi meðalaldri Evrópumanna um að kenna heldur einnig fækkun yngra fólks í verkalýðsfélögum. Í flestum Evrópulöndum hefur ungu fólki fækkað í verkalýðsfélögum og meðalaldur í verkalýðsfélögum orðinn hærri en meðalaldur á vinnumarkaði. „Verkalýðsfélög eru lítt til staðar í geirum þar sem ungt fólk er að vinna, sem gerir þeim erfitt fyrir að ganga í félög,“ segir Kurt Vandaele, sérfræðingur hjá ETUI við EU Observer. Á hann þá meðal annars við um upplýsingatækni og aðra stafræna geira þar sem verkalýðsfélög eru oft ekki til staðar. Einnig að ungt fólk stundi nú í auknum mæli tímabundna atvinnu. Frakkland Portúgal Grikkland Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Frakklandi Ekkert lát er á mótmælum í Frakklandi vegna ákvörðunar forsetans Emmanuel Macron um að þröngva hækkun á eftirlaunaaldri þar í landi í gegnum þingið. Íbúar héldu út á götu í gærkvöldi, þriðja kvöldið í röð, og til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu. 19. mars 2023 15:05 Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Glötuðum vinnudögum hefur fjölgað á undanförnum tveimur árum, en það er tæki til að mæla áhrif og fjölda verkfalla á vinnumarkaðinn. Þetta á einkum við vesturhluta álfunnar. Til dæmis eru glataðir vinnudagar í Belgíu tvöfalt fleiri það sem af er ári en þeir voru allt árið 2021. Þá hafa verkföll verið áberandi í Frakklandi, Grikklandi og Portúgal sem og í löndum eins og Hollandi og Þýskalandi, þar sem verkföll hafa verið afar fá í gegnum tíðina. Tugprósenta fækkun í Austur Evrópu Meðal áberandi verkfalla hafa verið allsherjarverkföll í Frakklandi sem viðbragð við hækkunar forsetans Emmanuel Macron á lífeyristökualdri og verkföll hollenskra bænda sem viðbragð við loftslagsaðgerðum. Þessi aukna tíðni verkfalla er harla óvenjuleg miðað við síðustu tvo áratugi. Einungis í Frakklandi hefur tíðni verkfalla verið há alla öldina. Helsta ástæðan fyrir minnkandi tíðni verkfalla er talin vera fækkun í verkalýðsfélögum, sem skipuleggja yfirleitt verkföllin. Mesta fækkunin hefur verið í austurhluta álfunnar, þar sem skylduaðild að verkalýðsfélögum var afnumin eftir fall kommúnismans. Samkvæmt fréttasíðunni EU Observer hefur aðild að verkalýðsfélögum minnkað um 43,7 prósent í Slóvakíu, 43 í Eistlandi, 39,6 í Ungverjalandi, 37 í Rúmeníu og 32,1 í Tékklandi svo dæmi séu tekin. Ísland sker sig úr Þróunin hefur hins vegar verið öfug í sumum ríkjum, þar með talið Íslandi þar sem aðildin hefur hækkað um 15 prósent. Árið 2005 var hún 80 prósent en árið 2020 var hún komin upp í 92 prósent samkvæmt tölum frá tölfræðistofnun OECD. Hlutfallið á Íslandi er það langhæsta í álfunni, en þar á eftir koma hin Norðurlöndin með á milli 50 til 70 prósent aðild. Óli Björn Kárason og 10 þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um félagafrelsi.Vilhelm Gunnarsson Í vetur lagði Óli Björn Kárason og 10 aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði, að sögn Óla til að tryggja rétt launafólks og efla áhuga þess á réttindum sínum. Gagnrýnendur frumvarpsins hafa hins vegar sagt það tilraun til að veikja samtakamátt launafólks og að Sjálfstæðismenn séu að nýta sér upplausn innan forystu verkalýðshreyfingarinnar. Ungt fólk utan verkalýðsfélaga Samkvæmt ETUI hefur samsetning innan verkalýðsfélaga einnig verið að breytast. Það er að meðalaldur félaga sé sífellt að hækka. Þetta er ekki aðeins hækkandi meðalaldri Evrópumanna um að kenna heldur einnig fækkun yngra fólks í verkalýðsfélögum. Í flestum Evrópulöndum hefur ungu fólki fækkað í verkalýðsfélögum og meðalaldur í verkalýðsfélögum orðinn hærri en meðalaldur á vinnumarkaði. „Verkalýðsfélög eru lítt til staðar í geirum þar sem ungt fólk er að vinna, sem gerir þeim erfitt fyrir að ganga í félög,“ segir Kurt Vandaele, sérfræðingur hjá ETUI við EU Observer. Á hann þá meðal annars við um upplýsingatækni og aðra stafræna geira þar sem verkalýðsfélög eru oft ekki til staðar. Einnig að ungt fólk stundi nú í auknum mæli tímabundna atvinnu.
Frakkland Portúgal Grikkland Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Frakklandi Ekkert lát er á mótmælum í Frakklandi vegna ákvörðunar forsetans Emmanuel Macron um að þröngva hækkun á eftirlaunaaldri þar í landi í gegnum þingið. Íbúar héldu út á götu í gærkvöldi, þriðja kvöldið í röð, og til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu. 19. mars 2023 15:05 Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Ekkert lát á mótmælum í Frakklandi Ekkert lát er á mótmælum í Frakklandi vegna ákvörðunar forsetans Emmanuel Macron um að þröngva hækkun á eftirlaunaaldri þar í landi í gegnum þingið. Íbúar héldu út á götu í gærkvöldi, þriðja kvöldið í röð, og til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu. 19. mars 2023 15:05
Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02