Herða lög um herkvaðningu fyrir gagnsókn Úkraínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2023 17:39 Þingmenn á rússneska þinginu hlýða á þjóðsönginn við upphaf þingfundar í morgun. Efri deild þingsins samþykkti frumvarp um stafræna herkvaðningu í dag. Rússneska þingið/AP Rússnesk stjórnvöld geta kvatt menn til herþjónustu rafrænt með frumvarpi sem er að verða að lögum áður en væntanleg gagnsókn Úkraínumanna hefst. Með þeim verður erfiðara fyrir menn að komast undan herþjónustu. Gagnrýnendur frumvarpsins segja skref í átt að „stafrænum fangabúðum“. Þúsundir karlmanna flúðu Rússland eða fóru í felur eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti að 300.000 varaliðsmenn yrði kvaddir í herinn vegna innrása hans í Úkraínu í september. Frumvarp sem var hraðað í gegnum rússneska þingið á að koma í veg fyrir slíkan atgervisflótta. Fram að þessu hafa yfirvöld þurft að afhenta herkvöddum mönnum kvaðninguna í persónu. Margir rússneskir karlmenn forðuðust herkvaðningu með því að halda sig frá þeim stað þar sem þeir voru skráðir til heimilis. Með frumvarpinu sem efri deild þingsins samþykkti í dag verður herkvaðning enn send í pósti en telst gild frá því að hún er færð inn í opinbera vefgátt. Herkvöddum mönnum sem sinna ekki kallinu verður bannað að yfirgefa Rússland, ökuskírteini þeirra verður fellt úr gildi og þeim bannað að selja íbúðir eða aðrar eignir. Neðri deild þingsins samþykkti frumvarpið á þriðjudag. Búist er við því að Pútín staðfesti lögin fljótt með undirskrift sinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnarandstæðingar og mannréttindafrömuðir segja að lögin séu skref í átt að „stafrænu fangelsi“ sem færi heryfirvöldum fordæmalausar valdheimildir. Straumlínulaga herkvaðningarkerfið Flýtimeðferðin sem frumvarpið fékk í rússneska þinginu vekur ótta margra um að Pútín ætli að kveðja fleiri menn í herinn í aðdraganda gagnsóknar gegn innrásarhernum sem búist er við að Úkraínumenn hefji á allra næstu vikum. Stjórnvöld hafa sagt að önnur herkvaðning sé ekki yfirvofandi. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, segir að nauðsynlegt hafi verið að samþykkja frumvarpið til þess að „straumlínulaga“ herskráningar- og kvaðningarkerfið. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Þúsundir karlmanna flúðu Rússland eða fóru í felur eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti að 300.000 varaliðsmenn yrði kvaddir í herinn vegna innrása hans í Úkraínu í september. Frumvarp sem var hraðað í gegnum rússneska þingið á að koma í veg fyrir slíkan atgervisflótta. Fram að þessu hafa yfirvöld þurft að afhenta herkvöddum mönnum kvaðninguna í persónu. Margir rússneskir karlmenn forðuðust herkvaðningu með því að halda sig frá þeim stað þar sem þeir voru skráðir til heimilis. Með frumvarpinu sem efri deild þingsins samþykkti í dag verður herkvaðning enn send í pósti en telst gild frá því að hún er færð inn í opinbera vefgátt. Herkvöddum mönnum sem sinna ekki kallinu verður bannað að yfirgefa Rússland, ökuskírteini þeirra verður fellt úr gildi og þeim bannað að selja íbúðir eða aðrar eignir. Neðri deild þingsins samþykkti frumvarpið á þriðjudag. Búist er við því að Pútín staðfesti lögin fljótt með undirskrift sinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnarandstæðingar og mannréttindafrömuðir segja að lögin séu skref í átt að „stafrænu fangelsi“ sem færi heryfirvöldum fordæmalausar valdheimildir. Straumlínulaga herkvaðningarkerfið Flýtimeðferðin sem frumvarpið fékk í rússneska þinginu vekur ótta margra um að Pútín ætli að kveðja fleiri menn í herinn í aðdraganda gagnsóknar gegn innrásarhernum sem búist er við að Úkraínumenn hefji á allra næstu vikum. Stjórnvöld hafa sagt að önnur herkvaðning sé ekki yfirvofandi. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, segir að nauðsynlegt hafi verið að samþykkja frumvarpið til þess að „straumlínulaga“ herskráningar- og kvaðningarkerfið.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira