Sáttafundur í morgun en Mané gæti fengið þunga refsingu Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2023 11:30 Sadio Mané og Leroy Sané rifust úti á velli undir lok leiks gegn Manchester City, og deila þeirra endaði með kjaftshöggi inni í búningsklefa. Getty/Simon Stacpoole Leroy Sané og Sadio Mané voru báðir mættir á æfingu Bayern München í morgun eftir að upp úr sauð þeirra á milli í Manchester í fyrrakvöld, eftir 3-0 tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Samkvæmt Bild og Sky í Þýskalandi þá sló Mané þannig til Sané að sá síðarnefndi blóðgaðist á vör, eftir rifrildi þeirra í búningsklefanum eftir leik. Liðsfélagar þeirra þurftu að stíga á milli en deila þeirra hófst inni á vellinum undir lok leiks þar sem þeir rifust um hvernig sendingu Sané hefði átt að koma á Mané. Bild segir að Mané hafi verið ósáttur við hvernig Sané svaraði honum og látið hann vita af því eftir að lokaflautið gall, og rifrildið hafi svo endað með fyrrgreindum afleiðingum. Sané gætti þess svo að fela neðri vörina þegar hann lenti í München í gær. Leroy Sané hid his lower lip from the cameras when arriving back in Munich today [ @SkySportDE] pic.twitter.com/ZO0Ffj6KfK— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) April 12, 2023 Leikmennirnir voru báðir viðstaddir sáttafund í morgun en Sky í Þýskalandi segir að Mané geti mögulega átt von á þungri refsingu. Mané gæti fengið sekt eða bann vegna málsins en Torben Hoffmann, fréttamaður Sky, segir að Bayern geti ekki látið sekt nægja. Málið sé of alvarlegt til þess og að sýna þurfi fordæmi. Mané kom til Bayern síðasta sumar eftir að hafa farið á kostum með Liverpool um árabil en þessi 31 árs gamli sóknarmaður hefur átt afar erfitt uppdráttar hjá Bayern. Hoffmann telur að Mané muni yfirgefa Bayern í sumar og segir marga leikmenn þýsku meistaranna á sama máli. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Samkvæmt Bild og Sky í Þýskalandi þá sló Mané þannig til Sané að sá síðarnefndi blóðgaðist á vör, eftir rifrildi þeirra í búningsklefanum eftir leik. Liðsfélagar þeirra þurftu að stíga á milli en deila þeirra hófst inni á vellinum undir lok leiks þar sem þeir rifust um hvernig sendingu Sané hefði átt að koma á Mané. Bild segir að Mané hafi verið ósáttur við hvernig Sané svaraði honum og látið hann vita af því eftir að lokaflautið gall, og rifrildið hafi svo endað með fyrrgreindum afleiðingum. Sané gætti þess svo að fela neðri vörina þegar hann lenti í München í gær. Leroy Sané hid his lower lip from the cameras when arriving back in Munich today [ @SkySportDE] pic.twitter.com/ZO0Ffj6KfK— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) April 12, 2023 Leikmennirnir voru báðir viðstaddir sáttafund í morgun en Sky í Þýskalandi segir að Mané geti mögulega átt von á þungri refsingu. Mané gæti fengið sekt eða bann vegna málsins en Torben Hoffmann, fréttamaður Sky, segir að Bayern geti ekki látið sekt nægja. Málið sé of alvarlegt til þess og að sýna þurfi fordæmi. Mané kom til Bayern síðasta sumar eftir að hafa farið á kostum með Liverpool um árabil en þessi 31 árs gamli sóknarmaður hefur átt afar erfitt uppdráttar hjá Bayern. Hoffmann telur að Mané muni yfirgefa Bayern í sumar og segir marga leikmenn þýsku meistaranna á sama máli.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira