Ómar segist ekki skulda skattinum krónu Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2023 12:25 Þeir Ómar og Reynir hafa lengi eldað grátt silfur. Ómar segir frétt á mannlif.is vera hálfsannleik. Hann skuldi skattinum ekki krónu þrátt fyrir að í frétt Mannlífs komi fram að hann standi frammi fyrir himinhárri skuld. vísir/vilhelm/aðsend Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir nýlega frétt sem birtist á mannlif.is vera ranga í öllum meginatriðum. Hann vandar Reyni Traustasyni ritstjóra ekki kveðjurnar. „Þetta er nú ljóta ruglið. Ég fékk athugasemd frá skattinum við skattskil, þau voru leiðrétt í kjölfarið. Ég fékk sekt í framhaldinu sem hefur verið greidd að fullu og ég skulda skattinum ekki krónu,“ segir Ómar í samtali við Vísi; „hvorki ég, kona mín né félög sem okkur tengjast.“ Segir fréttina hálfsannleik sem oftast sé óhrekjandi lygi Á Mannlífsvefnum birtist nú í morgun frétt undir fyrirsögninni: „Ómar lögmaður skuldar skattinum tugmilljónir – Fasteign eiginkonunnar í Garðabæ kyrrsett“. Ómar birtist heldur skuggalegur á vef Mannlífs í morgun. Lögmaðurinn vill meina að hefndarhugur ritstjórans hafi ráðið skrifunum sem séu í besta falli hálfsannleikur.skjáskot Þar segir að Ómar megi sæta því að fasteign í Garðabæ, „sem skráð er á eiginkonu hans, Margréti Ýr Ingimarsdóttur, [hafi] verið kyrrsett vegna himinhárrar skattaskuldar.“ Í fréttinni segir að ekki liggi fyrir hvernig skuldin sé til komin vegna þess að Ómar hafi ekki svarað spurningum miðilsins. „Samkvæmt skjalfestum heimildum Mannlífs hefur fasteignin verið kyrrsett í framhaldi af því að bankareikningur lögmannsins var frystur,“ segir enn fremur í fréttinni. Er þetta þá algerlega úr lausu lofti gripið? „Nei, þetta var kyrrsett upphaflega. Og ég fékk sekt. Ég borgaði hana. „Case closed“. Ómar kallaði eftir staðfestingu frá skattinum þess efnis að allt sé í skilum hvað sig varði þar á bæ og má sjá skjáskot af bréfi þess efnis hér neðar. Ómar segist spurður ekki vera með tímalínu málsins alveg á hraðbergi. „Þetta kom upp 2022 og voru upphaflega deildar meiningar um fjárhæðir, eins og gengur og gerist. Þegar niðurstaðan lá fyrir í lok síðasta árs og í upphafi þessa, þá var allt borgað upp í topp.“ Telur hefndarhug ráða skrifunum Ómar telur að undirliggjandi sé að ritstjórinn Reynir sé að svala andúð sinni á sér með því að birta frétt sem er í meginatriðum röng. En þeir Ómar og Reynir hafa eldað grátt silfur lengi. „Þetta er smámál sem er verið að reyna að blása út af því að ég hef staðið Reyni Traustason ítrekað að rangfærslum i skrifum sínum. Hann hefur fengið fjóra áfellisdóma hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands eftir kvartanir mínar undan honum þar, fyrir viðskiptavini. Það leiddi til þess að maðurinn, sem borgaði honum fyrir falsfréttir sínar og illmælgi, hætti að borga honum.“ Spurður hvort hann hyggist kæra fréttaflutninginn segir Ómar erfitt að eltast við ærulausan mann sem Reynir sé. „Allt að einu er óhjákvæmilegt að íhuga málið og gera í það minnsta athugasemd við þessi skrif.“ Skattar og tollar Fjölmiðlar Lögmennska Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Þetta er nú ljóta ruglið. Ég fékk athugasemd frá skattinum við skattskil, þau voru leiðrétt í kjölfarið. Ég fékk sekt í framhaldinu sem hefur verið greidd að fullu og ég skulda skattinum ekki krónu,“ segir Ómar í samtali við Vísi; „hvorki ég, kona mín né félög sem okkur tengjast.“ Segir fréttina hálfsannleik sem oftast sé óhrekjandi lygi Á Mannlífsvefnum birtist nú í morgun frétt undir fyrirsögninni: „Ómar lögmaður skuldar skattinum tugmilljónir – Fasteign eiginkonunnar í Garðabæ kyrrsett“. Ómar birtist heldur skuggalegur á vef Mannlífs í morgun. Lögmaðurinn vill meina að hefndarhugur ritstjórans hafi ráðið skrifunum sem séu í besta falli hálfsannleikur.skjáskot Þar segir að Ómar megi sæta því að fasteign í Garðabæ, „sem skráð er á eiginkonu hans, Margréti Ýr Ingimarsdóttur, [hafi] verið kyrrsett vegna himinhárrar skattaskuldar.“ Í fréttinni segir að ekki liggi fyrir hvernig skuldin sé til komin vegna þess að Ómar hafi ekki svarað spurningum miðilsins. „Samkvæmt skjalfestum heimildum Mannlífs hefur fasteignin verið kyrrsett í framhaldi af því að bankareikningur lögmannsins var frystur,“ segir enn fremur í fréttinni. Er þetta þá algerlega úr lausu lofti gripið? „Nei, þetta var kyrrsett upphaflega. Og ég fékk sekt. Ég borgaði hana. „Case closed“. Ómar kallaði eftir staðfestingu frá skattinum þess efnis að allt sé í skilum hvað sig varði þar á bæ og má sjá skjáskot af bréfi þess efnis hér neðar. Ómar segist spurður ekki vera með tímalínu málsins alveg á hraðbergi. „Þetta kom upp 2022 og voru upphaflega deildar meiningar um fjárhæðir, eins og gengur og gerist. Þegar niðurstaðan lá fyrir í lok síðasta árs og í upphafi þessa, þá var allt borgað upp í topp.“ Telur hefndarhug ráða skrifunum Ómar telur að undirliggjandi sé að ritstjórinn Reynir sé að svala andúð sinni á sér með því að birta frétt sem er í meginatriðum röng. En þeir Ómar og Reynir hafa eldað grátt silfur lengi. „Þetta er smámál sem er verið að reyna að blása út af því að ég hef staðið Reyni Traustason ítrekað að rangfærslum i skrifum sínum. Hann hefur fengið fjóra áfellisdóma hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands eftir kvartanir mínar undan honum þar, fyrir viðskiptavini. Það leiddi til þess að maðurinn, sem borgaði honum fyrir falsfréttir sínar og illmælgi, hætti að borga honum.“ Spurður hvort hann hyggist kæra fréttaflutninginn segir Ómar erfitt að eltast við ærulausan mann sem Reynir sé. „Allt að einu er óhjákvæmilegt að íhuga málið og gera í það minnsta athugasemd við þessi skrif.“
Skattar og tollar Fjölmiðlar Lögmennska Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira