Úðuðu piparúða yfir saklausa gesti Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2023 07:45 Drengirnir voru á rafskútu þegar þeir úðuðu piparúða yfir fólk sem beið eftir því að komast inn í hlýjuna á ótilgreindum skemmtistað. Vísir/Aníta Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Meðal þeirra sem bökuðu vandræði í nótt voru tveir drengir sem hjóluðu um á rafmagnshlaupahjóli og úðuðu piparúða á fólk sem beið í röð til þess að komast inn á skemmtistað í miðborginni. Í dagbók lögreglu fyrir tímabilið segir að drengirnir hafi tvímennt á eitt rafmagnshlaupahjól og að þeir hafi komist undan en lögregla síðar haft hendur í hári þeirra. Málið sé nú til rannsóknar hjá lögreglu og komið á borð barnaverndar, enda séu drengirnir báðir undir lögaldri. Þá segir að einhverjir þeir sem vonuðust til þess að fá inngöngu að skemmtistaðnum sem um ræðir hafi þurft aðhlynningu eftir piparúðaárásina. Af öðrum verkefnum lögregluþjóna á stöð 1 við Hverfisgötu ber hæst að lögregluþjónar vísuðu manni út af heilbrigðisstofnun að ósk starfsfólks hennar. Sá hafði viðhaft ógnandi tilburði gagnvart starfsfólki. Þá leitar lögregla nú fingralangs manns sem braust inn í skartgripaverslun og hafði á brott með sér talsvert magn skartgripa. Veittist að manni með exi Lögreglunni á stöð 2, sem þjónustar Garðabæ og Hafnarfjörð, barst tilkynning um mann sem hafði veist að öðrum með exi. Hinn grunaði gaf sig fram og gistir nú fangageymslur lögreglu. Þá óskuðu dyraverðir á veitingahúsi eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem lét öllum illum látum og óskuðu eftir því að hann yrði fjarlægður af svæðinu. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið „víðáttuölvaður“ og að hann hafi neitað að gefa upp nafn og kennitölu. Þá hafi lögregluþjónar reynt að fá manninn til þess að gefa upp heimilisfang, til þess að unnt væri að aka honum heim, en hann hafi einnig neitað að gefa það upp. „Ekki var hægt að skilja við manninn í þessu ástandi sökum ölvunar og var hann því vistaður í fangaklefa,“ segir í dagbókinni. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Í dagbók lögreglu fyrir tímabilið segir að drengirnir hafi tvímennt á eitt rafmagnshlaupahjól og að þeir hafi komist undan en lögregla síðar haft hendur í hári þeirra. Málið sé nú til rannsóknar hjá lögreglu og komið á borð barnaverndar, enda séu drengirnir báðir undir lögaldri. Þá segir að einhverjir þeir sem vonuðust til þess að fá inngöngu að skemmtistaðnum sem um ræðir hafi þurft aðhlynningu eftir piparúðaárásina. Af öðrum verkefnum lögregluþjóna á stöð 1 við Hverfisgötu ber hæst að lögregluþjónar vísuðu manni út af heilbrigðisstofnun að ósk starfsfólks hennar. Sá hafði viðhaft ógnandi tilburði gagnvart starfsfólki. Þá leitar lögregla nú fingralangs manns sem braust inn í skartgripaverslun og hafði á brott með sér talsvert magn skartgripa. Veittist að manni með exi Lögreglunni á stöð 2, sem þjónustar Garðabæ og Hafnarfjörð, barst tilkynning um mann sem hafði veist að öðrum með exi. Hinn grunaði gaf sig fram og gistir nú fangageymslur lögreglu. Þá óskuðu dyraverðir á veitingahúsi eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem lét öllum illum látum og óskuðu eftir því að hann yrði fjarlægður af svæðinu. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið „víðáttuölvaður“ og að hann hafi neitað að gefa upp nafn og kennitölu. Þá hafi lögregluþjónar reynt að fá manninn til þess að gefa upp heimilisfang, til þess að unnt væri að aka honum heim, en hann hafi einnig neitað að gefa það upp. „Ekki var hægt að skilja við manninn í þessu ástandi sökum ölvunar og var hann því vistaður í fangaklefa,“ segir í dagbókinni.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira