DC United hafði ekki unnið leik í MLS deildinni síðan í febrúar en fyrrum enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney er knattspyrnustjóri liðsins. Í nótt mætti liðið Róberti Orri Þorkelssyni sem var á bekknum hjá Montreal en Guðlaugur Victor byrjaði í hægri bakverðinum hjá DC United.
Einar mark leiksins kom strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Lewis O´Brien skoraði. Þetta er fyrsti sigur DC United síðan í fyrstu umferðinni en átta umferðir eru búnar af tímabilinu.
Dagur Dan Þórhallsson var á bekknum hjá Orlando City þegar liðið vann 2-1 sigur á Minnesota. Bongokuhle Hlongwane kom Minnesota yfir í síðari hálfleiknum en Ivan Angulo jafnaði fyrir Orlando City skömmu síðar.

Dagur Dan kom inn af bekknum á 87. mínútu og aðeins mínútu síðar skoraði Duncan McGuire sigurmark Orlando er með ellefu stig eftir sjö leiki og er í sjöunda sæti Austurdeildarinnar.
Þorleifur Úlfarsson kom inn sem varamaður á 67. mínútu í 1-1 jafntefli Houston Dynamo gegn New York Red Bulls. Adalberto Carrasquilla kom Houston Dynamo yfir í síðari hálfleiknum en einni mínútu fyrir leikslok jafnaði Omir Fernandez metin fyrir lið New York.
Þorleifur og félagar sitja í sjötta sæti Austurdeildar með tíu stig eftir sjö leiki en liðið á enn eftir að vinna sigur á heimavelli.