Rúnar Páll: Að tala um andleysi í mínu liði er bara þvílík þvæla Árni Jóhannsson skrifar 16. apríl 2023 19:31 Rúnar Páll þjálfari Fylkis var stoltur af sínum mönnum í dag. Vísir / Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, kvaðst vera stoltur af sínum mönnum í dag en var að vonum svekktur með að vera lentur undir snemma leiks. Víkingur bar sigurorð af Fylki 2-0 í 2. umferð Bestu deildar karla í leik sem leið fyrir veðuraðstæður. Blaðamaður var á því að Fylkismenn hefðu ekki sýnt nógu góðan anda í leik sínum gegn Víkingum en heimaliðið gat nánast gert hvað sem það vildi á löngum köflum án þess þó að nýta það í markaskorun. Rúnar var spurður að hvort hann væri svekktur með frammistöðu sinna manna í dag. „Nei ég er það ekki. Ég veit ekki afhverju við ættum að vera það. Ég er bara ekki sammála þér í því að andinn hafi ekki verið nógu góður. Við vorum með strekkingsvind í byrjun leiks og réðum illa við hornin sem þeir fengu í byrjun leiks. Vorum í tómu basli og þeir skora tvö mörk út úr því. Meira fengu þeir ekki af færum í leiknum.“ „Mér fannst við svo halda þeim á sínum vallarhelmingi allan seinni hálfleikinn, þar sem við komum grimmir út í, þannig að talandi um andleysi hjá mínu liði er bara þvílík þvæla. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði, við reyndum að setja mörk og fengum tvö hálffæri til þess en Víkingur bara varðist vel og við reyndum hvað við gátum og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Rúnar var því spurður hvað hann gæti tekið með sér úr leiknum yfir í næsta leik. „Við vorum bara vel skipulagðir og vorum fyrstu 20 mínúturnar kannski að finna taktinn í leiknum. Eftir það gerðum við þetta vel og þeir komust ekki langt á móti okkur. Því miður var staðan orðin 2-0. Við tökum lærdóm í næsta leik. Hvað má betur fara á fyrstu mínútunum. Við erum bara í lærdómsferli og hver einasti leikur er skóli fyrir okkur. Við komum vel stemmdir í næsta leik.“ Það styttist í að félagsskiptaglugginn loki fyrir Bestu deildina og var Rúnar spurður hvort eitthvað væri í pípunum í leikmannamálum Fylkis. „Ég er ekkert að spá í því. Við erum með þennan hóp. Ungan og efnilegan hóp og þeir fá bara að spreyta sig.“ Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 19:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
Blaðamaður var á því að Fylkismenn hefðu ekki sýnt nógu góðan anda í leik sínum gegn Víkingum en heimaliðið gat nánast gert hvað sem það vildi á löngum köflum án þess þó að nýta það í markaskorun. Rúnar var spurður að hvort hann væri svekktur með frammistöðu sinna manna í dag. „Nei ég er það ekki. Ég veit ekki afhverju við ættum að vera það. Ég er bara ekki sammála þér í því að andinn hafi ekki verið nógu góður. Við vorum með strekkingsvind í byrjun leiks og réðum illa við hornin sem þeir fengu í byrjun leiks. Vorum í tómu basli og þeir skora tvö mörk út úr því. Meira fengu þeir ekki af færum í leiknum.“ „Mér fannst við svo halda þeim á sínum vallarhelmingi allan seinni hálfleikinn, þar sem við komum grimmir út í, þannig að talandi um andleysi hjá mínu liði er bara þvílík þvæla. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði, við reyndum að setja mörk og fengum tvö hálffæri til þess en Víkingur bara varðist vel og við reyndum hvað við gátum og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Rúnar var því spurður hvað hann gæti tekið með sér úr leiknum yfir í næsta leik. „Við vorum bara vel skipulagðir og vorum fyrstu 20 mínúturnar kannski að finna taktinn í leiknum. Eftir það gerðum við þetta vel og þeir komust ekki langt á móti okkur. Því miður var staðan orðin 2-0. Við tökum lærdóm í næsta leik. Hvað má betur fara á fyrstu mínútunum. Við erum bara í lærdómsferli og hver einasti leikur er skóli fyrir okkur. Við komum vel stemmdir í næsta leik.“ Það styttist í að félagsskiptaglugginn loki fyrir Bestu deildina og var Rúnar spurður hvort eitthvað væri í pípunum í leikmannamálum Fylkis. „Ég er ekkert að spá í því. Við erum með þennan hóp. Ungan og efnilegan hóp og þeir fá bara að spreyta sig.“
Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 19:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 19:00