Segir Bayern hafa sektað Mané um 45 milljónir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 08:01 Sadio Mané þarf að punga út ágætis summu og gæti verið á leiðinni frá Bayern. Robbie Jay Barratt/Getty Images Bayern München ku hafa sektað framherjann Sadio Mané um rúmar 45 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa slegið Leroy Sané í andlitið eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Þá er talið að Thomas Tuchel vilji losna við Mané. Mané gekk í raðir Bayern síðasta sumar en það hefur ekki alveg gengið nægilega vel hjá Senegalanum í Þýskalandi. Í tapinu gegn Man City lenti Mané og Sané saman sem leiddi til þess að Mané sló til þýska vængmannsins eftir leik. Höggið var nægilega þungt til að efri vör Sané stokkbólgnaði. Blaðamaðurinn Florian Plettenberg hefur greint frá því að Bayern hafi sektað Mané upp á 300 þúsund evrur eða rúmar 45 milljónir íslenskra króna. Plettenberg greinir einnig frá því að Tuchel, nýráðinn þjálfari Bayern, hafi engan áhuga á að halda Mané innan raða félagsins og allt verði gert til að selja framherjann í sumar. News #Mané: Understand the fine is more than 300k. @SkySportDE pic.twitter.com/v3w3c2daUa— Florian Plettenberg (@Plettigoal) April 16, 2023 Bayern er sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 59 stig, tveimur meira en Borussia Dortmund þegar sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Liðið féll þó óvænt út úr þýsku bikarkeppninni eftir að Tuchel tók við og þá þarf það kraftaverk gegn Man City í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Sáttafundur í morgun en Mané gæti fengið þunga refsingu Leroy Sané og Sadio Mané voru báðir mættir á æfingu Bayern München í morgun eftir að upp úr sauð þeirra á milli í Manchester í fyrrakvöld, eftir 3-0 tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 13. apríl 2023 11:30 Mané fékk bann og sekt fyrir kjaftshöggið Forráðamenn Bayern München hafa ákveðið að setja Sadio Mané í bann og sekta hann fyrir að slá liðsfélaga sinn, Leroy Sané, eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. 13. apríl 2023 15:00 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Mané gekk í raðir Bayern síðasta sumar en það hefur ekki alveg gengið nægilega vel hjá Senegalanum í Þýskalandi. Í tapinu gegn Man City lenti Mané og Sané saman sem leiddi til þess að Mané sló til þýska vængmannsins eftir leik. Höggið var nægilega þungt til að efri vör Sané stokkbólgnaði. Blaðamaðurinn Florian Plettenberg hefur greint frá því að Bayern hafi sektað Mané upp á 300 þúsund evrur eða rúmar 45 milljónir íslenskra króna. Plettenberg greinir einnig frá því að Tuchel, nýráðinn þjálfari Bayern, hafi engan áhuga á að halda Mané innan raða félagsins og allt verði gert til að selja framherjann í sumar. News #Mané: Understand the fine is more than 300k. @SkySportDE pic.twitter.com/v3w3c2daUa— Florian Plettenberg (@Plettigoal) April 16, 2023 Bayern er sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 59 stig, tveimur meira en Borussia Dortmund þegar sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Liðið féll þó óvænt út úr þýsku bikarkeppninni eftir að Tuchel tók við og þá þarf það kraftaverk gegn Man City í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Sáttafundur í morgun en Mané gæti fengið þunga refsingu Leroy Sané og Sadio Mané voru báðir mættir á æfingu Bayern München í morgun eftir að upp úr sauð þeirra á milli í Manchester í fyrrakvöld, eftir 3-0 tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 13. apríl 2023 11:30 Mané fékk bann og sekt fyrir kjaftshöggið Forráðamenn Bayern München hafa ákveðið að setja Sadio Mané í bann og sekta hann fyrir að slá liðsfélaga sinn, Leroy Sané, eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. 13. apríl 2023 15:00 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Sáttafundur í morgun en Mané gæti fengið þunga refsingu Leroy Sané og Sadio Mané voru báðir mættir á æfingu Bayern München í morgun eftir að upp úr sauð þeirra á milli í Manchester í fyrrakvöld, eftir 3-0 tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 13. apríl 2023 11:30
Mané fékk bann og sekt fyrir kjaftshöggið Forráðamenn Bayern München hafa ákveðið að setja Sadio Mané í bann og sekta hann fyrir að slá liðsfélaga sinn, Leroy Sané, eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. 13. apríl 2023 15:00