Nú þegar kvennafótboltinn er að fara að rúlla af stað, eru fyrirliðar kvennaliðana búnar að senda frá sér yfirlýsingu og segjast vera ósáttar við umfjöllun kvennaboltans á sama tíma og karlaboltinn fær nær alla athyglina. Ég skil stelpurnar mæta vel ef þær eru einingis í 20% myndefnisins í auglýsingum um Bestu deildina. Nú hafa ýmsir karlmenn innan hreyfingarinnar lýst óánægju sinni með ákvörðun fyrirliðanna og sagt að uppátæki þeirra sé dónaskapur að mæta ekki í myndatöku á mánudag einmitt þegar upphafsleikur tímabilsins hjá stelpunum á að fara fram.
Stundum þarf að leika krók á móti bragði til þess að vinna og einnig í lífinu til þess að vekja athygli á óréttlæti, jafnrétti eða hverju sem fólki getur mislíkað. Ég er hissa á því árið 2023 eftir metoo byltingu, umræður um jafnréttismál osfrv sé ekki betur hugsað fyrir þessu í upphafi knattspyrnusumarsins. ÍTF þarf að vanda sig betur og kannski næst að ráðfæra sig við formann KSÍ, varaformann eða framkvæmdastjóra KSÍ sem allar eru konur. Ég sendi ábyrgðina einnig á forystu sambandsins þar sem hún hefði vel getað lagt línurnar og ítrekað að huga að hlutfalli kynjanna þegar undirbúning markaðsefnis fyrir Bestu deildina hófst.
Höfundur er stjórnmálafræðingur.