Stórir sjóbirtingar í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 17. apríl 2023 08:47 Þessi fiskur mældist 94 sm að lengd og 56 sm í ummáli. Veiðimaður er hrafn H. Hauksson Undirritaður hefur veitt í Ytri Rangá síðan 2006 og það er eitt sem hefur breyst merkilega mikið síðustu ár í ánni. Það var einu sinni þannig að veiðimenn voru hvattir til að drepa allan sjóbirting sem veiddist, sem þeir og gerðu, en mest af þessum sjóbirting var um 4-6 punda fiskur. Síðustu ár hefur viðhorfið breyst ansi mikið og hafa veiðimenn verið hvattir til að sleppa fiskinum aftur og árangurinn af því er óumdeildur. Það þótti einu sinni sæta tíðindum að fá 80 sm sjóbirting eða stærri í ánni en núna er það eiginlega að verða daglegt brauð. Við höfum frétt af og séð töluvert af 80+ sm fiskum sem hafa veiðst í vor og þannig var það líka í fyrra. Í gær veiddist svo stærsti sjóbirtingurinn í ánni þetta vorið en það var Hrafn H. Hauksson, vel þekktur veiðimaður og leiðsögumaður, sem veiddi 94 sm fisk á Fossbreiðunni. Ummálið var 56 sm svo það er líklega deginum ljósara að þessi fiskur er eitthvað um eða yfir 10 kíló. Það sést vel á myndinni hvað hann er vel haldinn og í jósi umræðu í gegnum árin hvort Veitt og Sleppt sé að skila einhverjum árangri þá sést það mjög vel á þeim vatnasvæðum þar sem sjóbirtingur er ríkjandi að eftir að veiðimenn fóru að sleppa hefur veiðin aukist og fiskurinn stækkað. Stangveiði Mest lesið Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði Myndasyrpa frá Urriðadansi á Þingvöllum Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði
Það var einu sinni þannig að veiðimenn voru hvattir til að drepa allan sjóbirting sem veiddist, sem þeir og gerðu, en mest af þessum sjóbirting var um 4-6 punda fiskur. Síðustu ár hefur viðhorfið breyst ansi mikið og hafa veiðimenn verið hvattir til að sleppa fiskinum aftur og árangurinn af því er óumdeildur. Það þótti einu sinni sæta tíðindum að fá 80 sm sjóbirting eða stærri í ánni en núna er það eiginlega að verða daglegt brauð. Við höfum frétt af og séð töluvert af 80+ sm fiskum sem hafa veiðst í vor og þannig var það líka í fyrra. Í gær veiddist svo stærsti sjóbirtingurinn í ánni þetta vorið en það var Hrafn H. Hauksson, vel þekktur veiðimaður og leiðsögumaður, sem veiddi 94 sm fisk á Fossbreiðunni. Ummálið var 56 sm svo það er líklega deginum ljósara að þessi fiskur er eitthvað um eða yfir 10 kíló. Það sést vel á myndinni hvað hann er vel haldinn og í jósi umræðu í gegnum árin hvort Veitt og Sleppt sé að skila einhverjum árangri þá sést það mjög vel á þeim vatnasvæðum þar sem sjóbirtingur er ríkjandi að eftir að veiðimenn fóru að sleppa hefur veiðin aukist og fiskurinn stækkað.
Stangveiði Mest lesið Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði Myndasyrpa frá Urriðadansi á Þingvöllum Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði