Óskar hefur sungið í fjögur þúsund jarðarförum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. apríl 2023 21:16 Óskar, sem hefur sungið í um fjögur þúsund jarðarförum. Stundum syngur hann í þremur á einum degi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Gamlir bílar og gömul bílnúmer eru honum hugleikinn, svo ekki sé talað um sönginn en hann hefur sungið í um fjögur þúsund jarðarförum. Hér erum við að tala um Álftagerðisbróðurinn Óskar Pétursson, sem Magnús Hlynur heimsótti í þætti sínum, „Mig langar að vita“ í hér á Stöð 2 í kvöld. Bifvélavirkinn Óskar Pétursson er með sitt eigið verkstæði á Akureyri þar sem hann er aðallega að gera upp gamla bíla. Þá er kaffistofan hans mjög vinsæl því karlarnir í hverfinu líta reglulega til hans þar sem sögur eru sagðar og mikið hlegið. Óskar hefur alltaf haft gaman af númerum á númeraplötum bíla. „Þetta er einn fyrsti hæluxinn, sem kom hingað til Akureyrar og fór í sveitina líka og ég er búin að vera að laga hann dálítið til hérna,“ segir Óskar. Og þú ert með A1 númerið? „Já og 25, 44 og 12 og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar og skellihlær. Tveir af bílum Óskars á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Óskar er eflaust þekktastur fyrir að vera einn af Álftagerðisbræðrunum frá Álftagerði í Skagafirði, sem allir eru mikli söngmenn og hafa víða komið saman fram. Bræðurnir koma lítið, sem ekkert opinberlega fram lengur enda aldurinn farin að færast yfir þá og önnur verkefni hafa tekið við. Óskar er þó enn þá að syngja á fullum krafti við allskonar tækifæri, ekki síst útfarir eins og í Akureyrarkirkju. Já talandi um útfarir, veit Óskar hvað hann hefur sungið í mörgum útförum ? „Ég giska á að þær séu kannski um fjögur þúsund,“ segir Óskar. Óskar Pétursson bifvélavirki og söngvari á Akureyri, sem hefur nóg að gera við að gera upp gamla bíla og syngja við ýmis tækifæri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þegar ég kom hingað til starfa blautur á bak við bæði eyrun 1998 þá hringdi ég í þennan fræga mann, Óskar Pétursson, sem var að fara að syngja í jarðarför með mér og spurði hvenær hann vildi æfa með mér fyrir jarðarförina? „ Æfa, það er fyrir aumingja,“ sagði Óskar, segir Eyþóri Inga Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju. Álftagerðisbræður, allt frábærir söngvarar, sem hafa gert garðinn frægan á Íslandi. Þeir hafa gefið saman út töluvert af efni, sem er alltaf mjög vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þátturinn með Óskari Péturssyni er nú aðgengilegur á Stöð 2+ Mig langar að vita Akureyri Tónlist Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Bifvélavirkinn Óskar Pétursson er með sitt eigið verkstæði á Akureyri þar sem hann er aðallega að gera upp gamla bíla. Þá er kaffistofan hans mjög vinsæl því karlarnir í hverfinu líta reglulega til hans þar sem sögur eru sagðar og mikið hlegið. Óskar hefur alltaf haft gaman af númerum á númeraplötum bíla. „Þetta er einn fyrsti hæluxinn, sem kom hingað til Akureyrar og fór í sveitina líka og ég er búin að vera að laga hann dálítið til hérna,“ segir Óskar. Og þú ert með A1 númerið? „Já og 25, 44 og 12 og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar og skellihlær. Tveir af bílum Óskars á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Óskar er eflaust þekktastur fyrir að vera einn af Álftagerðisbræðrunum frá Álftagerði í Skagafirði, sem allir eru mikli söngmenn og hafa víða komið saman fram. Bræðurnir koma lítið, sem ekkert opinberlega fram lengur enda aldurinn farin að færast yfir þá og önnur verkefni hafa tekið við. Óskar er þó enn þá að syngja á fullum krafti við allskonar tækifæri, ekki síst útfarir eins og í Akureyrarkirkju. Já talandi um útfarir, veit Óskar hvað hann hefur sungið í mörgum útförum ? „Ég giska á að þær séu kannski um fjögur þúsund,“ segir Óskar. Óskar Pétursson bifvélavirki og söngvari á Akureyri, sem hefur nóg að gera við að gera upp gamla bíla og syngja við ýmis tækifæri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þegar ég kom hingað til starfa blautur á bak við bæði eyrun 1998 þá hringdi ég í þennan fræga mann, Óskar Pétursson, sem var að fara að syngja í jarðarför með mér og spurði hvenær hann vildi æfa með mér fyrir jarðarförina? „ Æfa, það er fyrir aumingja,“ sagði Óskar, segir Eyþóri Inga Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju. Álftagerðisbræður, allt frábærir söngvarar, sem hafa gert garðinn frægan á Íslandi. Þeir hafa gefið saman út töluvert af efni, sem er alltaf mjög vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þátturinn með Óskari Péturssyni er nú aðgengilegur á Stöð 2+
Mig langar að vita Akureyri Tónlist Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent