Tryggjum stafrænt aðgengi fyrir fatlað fólk Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 19. apríl 2023 08:00 Ófatlað fólk áttar sig oft ekki á þeim hindrunum sem fatlað fólk stendur frammi fyrir dagsdaglega. Ég hef klárlega verið þar oftar en einu sinni. En ég vil trúa því að öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að jafna aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu. Ég vil sjá breytingar. Engin mega sitja eftir í stafrænu byltingunni Ein hindrunin er stafrænt aðgengi fatlaðs fólks. Stafrænt samfélag er í hraðri þróun, en í dag er hægt að nota rafræn auðkenni á ýmsum vefsvæðum hjá yfir 180 þjónustuveitendum á Íslandi. Þetta er afskaplega jákvæð þróun sem sparar tíma, peninga og einfaldar líf okkar flestra til muna. Stafræn þróun er aftur á móti stór áskorun fyrir margt fatlað fólk og einnig eldra fólk sem hafa ekki öll getað nýtt sér þessa þróun. Þetta þarf að laga, þannig að öll geti tekið þátt í þessum mikilvægu breytingum í samfélaginu og engin sitji eftir. Hér eru breytingar til hins betra hafnar. Nýr umboðsmannagrunnur tryggir aðgengi fatlaðs fólks Eitt af því sem ég lagði strax ríka áherslu á sem félags- og vinnumarkaðsráðherra var að opna dyr fatlaðs fólks að hinni stafrænu þróun. Í október síðastliðnum opnaði ráðuneyti mitt í samstarfi við Réttindagæslu fatlaðs fólk svokallaðan umboðsmannagrunn fyrir persónulega talsmenn sem lögum samkvæmt aðstoða fatlað fólk sem á því þarf að halda. Með umboðsmannagrunninum getur persónulegur talsmaður skráð sig inn með sínum eigin rafrænu auðkennum fyrir hönd hins fatlaða einstaklings og fær þannig aðgang að pósthólfi hjá Stafrænu Íslandi. Með þessu móti er tryggt að þau sem ekki geta notfært sér rafræn auðkenni sjálf hafi aðgengi í gegnum persónulegan talsmann sinn. Þetta kerfi hefur enn fremur þann kost að hægt er að rekja hver hafði umboð, fyrir hvern og á hvaða tímabili. Umboðsmannagrunnurinn á því að tryggja öryggi fatlaðs fólks í stafrænum heimi sem og aðgengi að gögnum sem send eru. Viljayfirlýsing fjögurra ráðherra og næstu skref Til að tryggja áframhaldandi vinnu brautargengi í stjórnkerfinu undirrituðu fjórir ráðherrar viljayfirlýsingu rétt fyrir páska um þróun á lausnum á stafrænu aðgengi fyrir fatlað fólk. Umboðsmannagrunnurinn er fyrsta skrefið í þessu samhengi. Með viljayfirlýsingunni hefst síðan næsti áfangi. Unnið verður stöðumat á stafrænu aðgengi og tillögur að frekari lausnum, meðal annars hvernig megi tengja umboðsmannagrunninn við aðrar stofnanir, banka og fyrirtæki, þannig að hægt verði að gera stafræna þjónustu aðgengilega og örugga fyrir fatlað fólk í gegnum persónulega talsmenn þess. Ég mun halda áfram að leggja áherslu á bjartari stafræna framtíð fyrir fatlað fólk og aðra hópa sem eiga erfitt með að tileinka sér hana. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stafræn þróun Félagsmál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Ófatlað fólk áttar sig oft ekki á þeim hindrunum sem fatlað fólk stendur frammi fyrir dagsdaglega. Ég hef klárlega verið þar oftar en einu sinni. En ég vil trúa því að öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að jafna aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu. Ég vil sjá breytingar. Engin mega sitja eftir í stafrænu byltingunni Ein hindrunin er stafrænt aðgengi fatlaðs fólks. Stafrænt samfélag er í hraðri þróun, en í dag er hægt að nota rafræn auðkenni á ýmsum vefsvæðum hjá yfir 180 þjónustuveitendum á Íslandi. Þetta er afskaplega jákvæð þróun sem sparar tíma, peninga og einfaldar líf okkar flestra til muna. Stafræn þróun er aftur á móti stór áskorun fyrir margt fatlað fólk og einnig eldra fólk sem hafa ekki öll getað nýtt sér þessa þróun. Þetta þarf að laga, þannig að öll geti tekið þátt í þessum mikilvægu breytingum í samfélaginu og engin sitji eftir. Hér eru breytingar til hins betra hafnar. Nýr umboðsmannagrunnur tryggir aðgengi fatlaðs fólks Eitt af því sem ég lagði strax ríka áherslu á sem félags- og vinnumarkaðsráðherra var að opna dyr fatlaðs fólks að hinni stafrænu þróun. Í október síðastliðnum opnaði ráðuneyti mitt í samstarfi við Réttindagæslu fatlaðs fólk svokallaðan umboðsmannagrunn fyrir persónulega talsmenn sem lögum samkvæmt aðstoða fatlað fólk sem á því þarf að halda. Með umboðsmannagrunninum getur persónulegur talsmaður skráð sig inn með sínum eigin rafrænu auðkennum fyrir hönd hins fatlaða einstaklings og fær þannig aðgang að pósthólfi hjá Stafrænu Íslandi. Með þessu móti er tryggt að þau sem ekki geta notfært sér rafræn auðkenni sjálf hafi aðgengi í gegnum persónulegan talsmann sinn. Þetta kerfi hefur enn fremur þann kost að hægt er að rekja hver hafði umboð, fyrir hvern og á hvaða tímabili. Umboðsmannagrunnurinn á því að tryggja öryggi fatlaðs fólks í stafrænum heimi sem og aðgengi að gögnum sem send eru. Viljayfirlýsing fjögurra ráðherra og næstu skref Til að tryggja áframhaldandi vinnu brautargengi í stjórnkerfinu undirrituðu fjórir ráðherrar viljayfirlýsingu rétt fyrir páska um þróun á lausnum á stafrænu aðgengi fyrir fatlað fólk. Umboðsmannagrunnurinn er fyrsta skrefið í þessu samhengi. Með viljayfirlýsingunni hefst síðan næsti áfangi. Unnið verður stöðumat á stafrænu aðgengi og tillögur að frekari lausnum, meðal annars hvernig megi tengja umboðsmannagrunninn við aðrar stofnanir, banka og fyrirtæki, þannig að hægt verði að gera stafræna þjónustu aðgengilega og örugga fyrir fatlað fólk í gegnum persónulega talsmenn þess. Ég mun halda áfram að leggja áherslu á bjartari stafræna framtíð fyrir fatlað fólk og aðra hópa sem eiga erfitt með að tileinka sér hana. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar