Kjarnorkuknúnir kafbátar nærri Helguvík Sunna Sæmundsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 18. apríl 2023 12:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins verður heimilt að hafa viðkomu við Ísland og von er á fyrsta kafbátnum á næstunni. Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að þeir megi ekki bera kjarnorkuvopn innan íslenskrar landhelgi. Utanríkisráðuneytið greindi frá þessu í morgun en að loknum ríkisstjórnarfundi í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, þetta auka öryggi neðansjávarinnviða líkt og sæstrengja í kringum Ísland. Ákvörðunin snúist þó ekki einungis um öryggi okkar heldur skuldbindingar gagnvart Atlantshafsbandalaginu og vörnum á Norður-Atlantshafi. „Þetta eykur getu þeirra til að stunda eftirlit án þess að þurfa að sigla til Noregs og til baka, sem tekur nokkra daga, og þá um leið missa yfirsýn yfir svæðið,“ segir Þórdís Kolbrún. „Við erum einfaldlega á þeim tímum að þetta er mikilvægt og við höfum vandað þennan undirbúning gríðarlega. Þetta er búið að vera í vinnslu í heilt ár og við höfum verið í þéttum upplýsingaskiptum og farið í vettvangsferð annað til að kanna þetta. Þetta er auðvitað framkvæmd sem hefur verið stunduð í Noregi um áratuga skeið.“ Er einhver ástæða fyrir því að þeir koma ekki að höfn? „Það er stærra skref að þeir komi að höfn og við erum ekki með innviði til að þeir geti það. Það þyrfti að laga viðlegukanta og annað slíkt. Þetta dugir til að gera það sem þarf, að þeir fái þá þjónustu sem þeir þurfa hverju sinni. Hvort sem það er til að sækja varning eða skipta um áhöfn án þess að þurfa að fara í nokkurra daga siglingu.“ Þórdís segir að þetta muni eiga sér stað utan við Reykjanes, eða Helguvík nánar tiltekið. Ekki liggur fyrir hversu margar heimsóknirnar verða en þó líklega nokkrar á ári. Samkomulagið er til framtíðar en óska þarf eftir leyfi til að koma nærri landi í hvert skipti. Landhelgisgæslan muni í samstarfi við aðra aðila sjá um að koma vistum til þeirra. Treysta því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að virða þurfi ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum. Aðspurð hvaða tryggingu stjórnvöld hafi fyrir því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn segir hún það byggja á trausti. „Við byggjum það á traustum samskiptum við bandarísk stjórnvöld. Það eru ekki kjarnavopn innan þessara báta, þessar tegundir eru þannig. Við erum með skýrar yfirlýsingar og skýra stefnu sem móttekið er að Bandaríkjamenn virði. Noregur er með sambærilega stefnu og það hefur gengið vandræðalaust fyrir sig um áratuga skeið,“ segir Þórdís Kolbrún. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjarnorka Utanríkismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Utanríkisráðuneytið greindi frá þessu í morgun en að loknum ríkisstjórnarfundi í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, þetta auka öryggi neðansjávarinnviða líkt og sæstrengja í kringum Ísland. Ákvörðunin snúist þó ekki einungis um öryggi okkar heldur skuldbindingar gagnvart Atlantshafsbandalaginu og vörnum á Norður-Atlantshafi. „Þetta eykur getu þeirra til að stunda eftirlit án þess að þurfa að sigla til Noregs og til baka, sem tekur nokkra daga, og þá um leið missa yfirsýn yfir svæðið,“ segir Þórdís Kolbrún. „Við erum einfaldlega á þeim tímum að þetta er mikilvægt og við höfum vandað þennan undirbúning gríðarlega. Þetta er búið að vera í vinnslu í heilt ár og við höfum verið í þéttum upplýsingaskiptum og farið í vettvangsferð annað til að kanna þetta. Þetta er auðvitað framkvæmd sem hefur verið stunduð í Noregi um áratuga skeið.“ Er einhver ástæða fyrir því að þeir koma ekki að höfn? „Það er stærra skref að þeir komi að höfn og við erum ekki með innviði til að þeir geti það. Það þyrfti að laga viðlegukanta og annað slíkt. Þetta dugir til að gera það sem þarf, að þeir fái þá þjónustu sem þeir þurfa hverju sinni. Hvort sem það er til að sækja varning eða skipta um áhöfn án þess að þurfa að fara í nokkurra daga siglingu.“ Þórdís segir að þetta muni eiga sér stað utan við Reykjanes, eða Helguvík nánar tiltekið. Ekki liggur fyrir hversu margar heimsóknirnar verða en þó líklega nokkrar á ári. Samkomulagið er til framtíðar en óska þarf eftir leyfi til að koma nærri landi í hvert skipti. Landhelgisgæslan muni í samstarfi við aðra aðila sjá um að koma vistum til þeirra. Treysta því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að virða þurfi ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum. Aðspurð hvaða tryggingu stjórnvöld hafi fyrir því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn segir hún það byggja á trausti. „Við byggjum það á traustum samskiptum við bandarísk stjórnvöld. Það eru ekki kjarnavopn innan þessara báta, þessar tegundir eru þannig. Við erum með skýrar yfirlýsingar og skýra stefnu sem móttekið er að Bandaríkjamenn virði. Noregur er með sambærilega stefnu og það hefur gengið vandræðalaust fyrir sig um áratuga skeið,“ segir Þórdís Kolbrún.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjarnorka Utanríkismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira