„Þykir þetta vera glórulausar ákvarðanir hjá dómurunum“ Kári Mímisson skrifar 18. apríl 2023 21:19 Gunnar Steinn Jónsson stendur vörnina í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, var eðlilega svekktur eftir að lið hans féll úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld eftir fjögurra marka tap gegn ÍBV. „Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við spilum frábæran fyrri hálfleik en einhvern veginn náum við ekki að fylgja því eftir hér í seinni hálfleiknum. Við áttum í erfiðleikum með þeirra fimm einn vörn. Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við erum búnir að koma okkur í svona góð færi í vetur, bæði í deild og bikar en svo klúðrum við þeim,“ sagði Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tap liðsins gegn ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Liðið spilaði mjög vel framan af leiknum en svo í seinni hálfleiknum þá tóku Eyjamenn yfir leikinn og kláruðu hann nokkuð sannfærandi. Var bensínið alveg búið? „Þú getur ekki verið með þannig afsakanir í svona leikjum. Ég er drullu svekktur út í sjálfan mig. Ég er einhver farþegi í úrslitaleik og á að taka miklu meiri ábyrgð. Þetta einhvern veginn dettur þeirra megin. Þeir fara að skora úr öllum færum og við förum að hika. Handbolti er svona leikur.“ Stjarnan fékk líkt og í fyrri leiknum rautt spjald afar snemma í leiknum þegar dómarar leiksins ráku Starra Friðriksson út af þegar það voru ekki búnar nema fimm mínútur af leiknum. Gunnar segist ekki vera sáttur með þessar ákvarðanir hjá dómurunum. „Ég er ekki búinn að sjá þetta en mér þykir þetta vera glórulausar ákvarðanir hjá dómurunum. Þetta er í úrslitakeppni og það eru fimm mínútur búnar. Það er enginn að biðja um rauð spjöld hérna. Gefið bara tvær mínútur og allir sáttir. Þetta eru ekki það gróf brot. Leiðinlegt að sjá ÍBV menn liggjandi í gólfinu. Það er asnalegt að segja þetta eftir tapleik en þeir eru alltaf komnir inn á eftir eina mínútu. Mér finnst þetta vera lélegar ákvarðanir hjá dómurunum, ég verð bara að segja það og þó að það sé asnalegt eftir svona tapleik.“ Gunnar Steinn er einn af reyndustu leikmönnum deildarinnar. Nú þegar samningur hans er liðinn þá spyrja sig eflaust margir hvort að Gunnar muni snúa aftur á næsta ári? „Ég ætla að hugsa mín mál. Það er of snemmt að segja hvað verður. Ég er ekki með samning og ætla bara aðeins að íhuga hvað ég geri á næsta ári. Leyfið mér að taka nokkrar vikur og ég ætla að hugsa minn gang.“ Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir „Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 18. apríl 2023 21:14 Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Sjá meira
„Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við spilum frábæran fyrri hálfleik en einhvern veginn náum við ekki að fylgja því eftir hér í seinni hálfleiknum. Við áttum í erfiðleikum með þeirra fimm einn vörn. Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við erum búnir að koma okkur í svona góð færi í vetur, bæði í deild og bikar en svo klúðrum við þeim,“ sagði Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tap liðsins gegn ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Liðið spilaði mjög vel framan af leiknum en svo í seinni hálfleiknum þá tóku Eyjamenn yfir leikinn og kláruðu hann nokkuð sannfærandi. Var bensínið alveg búið? „Þú getur ekki verið með þannig afsakanir í svona leikjum. Ég er drullu svekktur út í sjálfan mig. Ég er einhver farþegi í úrslitaleik og á að taka miklu meiri ábyrgð. Þetta einhvern veginn dettur þeirra megin. Þeir fara að skora úr öllum færum og við förum að hika. Handbolti er svona leikur.“ Stjarnan fékk líkt og í fyrri leiknum rautt spjald afar snemma í leiknum þegar dómarar leiksins ráku Starra Friðriksson út af þegar það voru ekki búnar nema fimm mínútur af leiknum. Gunnar segist ekki vera sáttur með þessar ákvarðanir hjá dómurunum. „Ég er ekki búinn að sjá þetta en mér þykir þetta vera glórulausar ákvarðanir hjá dómurunum. Þetta er í úrslitakeppni og það eru fimm mínútur búnar. Það er enginn að biðja um rauð spjöld hérna. Gefið bara tvær mínútur og allir sáttir. Þetta eru ekki það gróf brot. Leiðinlegt að sjá ÍBV menn liggjandi í gólfinu. Það er asnalegt að segja þetta eftir tapleik en þeir eru alltaf komnir inn á eftir eina mínútu. Mér finnst þetta vera lélegar ákvarðanir hjá dómurunum, ég verð bara að segja það og þó að það sé asnalegt eftir svona tapleik.“ Gunnar Steinn er einn af reyndustu leikmönnum deildarinnar. Nú þegar samningur hans er liðinn þá spyrja sig eflaust margir hvort að Gunnar muni snúa aftur á næsta ári? „Ég ætla að hugsa mín mál. Það er of snemmt að segja hvað verður. Ég er ekki með samning og ætla bara aðeins að íhuga hvað ég geri á næsta ári. Leyfið mér að taka nokkrar vikur og ég ætla að hugsa minn gang.“
Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir „Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 18. apríl 2023 21:14 Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Sjá meira
„Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 18. apríl 2023 21:14
Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40