„Verðum að halda okkar standard“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. apríl 2023 22:45 Frank Lampard, bráðabirgðastjóri Chelsea. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Frank Lampard, bráðabirgðastjóri Chelsea, segir að liðið geti tekið margt jákvætt út úr einvígi sínu gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að Lundúnaliðið sé nú úr leik. Chelsea mátti þola 2-0 tap á heimavelli gegn ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid í kvöld, en Madrídingar unnu fyrri leikinn einnig 2-0 og einvígið því samanlagt 4-0. Þrátt fyrir það segir Lampard að sínir menn geti horft á marga jákvæða hluti eftir leik kvöldsins. „Já, klárlega. Við spiluðum virkilega vel í sextíu mínútur í kvöld. Við sköpuðum okkur færi, en við verðum að nýta þau,“ sagði Lampard í viðtali eftir leik. „Maður vill samt ekki hrósa frammistöðunni of mikið eftir tap á þessu stigi, en við erum búnir að bæta okkur mikið. Þessi klúbbur hefur farið lengra í þessari keppni og leikmennirnir geta tekið þessa tilfinningu með sér inn í framtíðina.“ Þrátt fyrir að Chelsea hafi skapað sér nokkur virkilega góð færi í leik kvöldsins tókst liðinu ekki að finna netmöskvana. Raunar hefur Chelsea gengið agalega að skora á tímabilinu og liðið hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum. „Það er ekki það að leikmenn vilji það ekki eða reyni það ekki,“ sagði Lampard aðspurður út í það hvort markaskorun væri vandamál fyrir liðið og bætir við að þrátt fyrir að liðið hafi nánast ekki að neinu að keppa það sem eftir lifir tímabils verði leikmenn að halda sér á tánum. „Þú ert að spila fyrir Chelsea. Þannig að sama hvað þá þarftu að gefa allt sem þú átt í hvern einasta leik. Það er enginn að fara að komast undan því. Við verðum að halda okkar standard,“ sagði Lampard að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Evrópumeistararnir í undanúrslit Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 2-0 útisigur gegn Chelsea í kvöld. 18. apríl 2023 20:55 Mest lesið KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Leik lokið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Sjá meira
Chelsea mátti þola 2-0 tap á heimavelli gegn ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid í kvöld, en Madrídingar unnu fyrri leikinn einnig 2-0 og einvígið því samanlagt 4-0. Þrátt fyrir það segir Lampard að sínir menn geti horft á marga jákvæða hluti eftir leik kvöldsins. „Já, klárlega. Við spiluðum virkilega vel í sextíu mínútur í kvöld. Við sköpuðum okkur færi, en við verðum að nýta þau,“ sagði Lampard í viðtali eftir leik. „Maður vill samt ekki hrósa frammistöðunni of mikið eftir tap á þessu stigi, en við erum búnir að bæta okkur mikið. Þessi klúbbur hefur farið lengra í þessari keppni og leikmennirnir geta tekið þessa tilfinningu með sér inn í framtíðina.“ Þrátt fyrir að Chelsea hafi skapað sér nokkur virkilega góð færi í leik kvöldsins tókst liðinu ekki að finna netmöskvana. Raunar hefur Chelsea gengið agalega að skora á tímabilinu og liðið hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum. „Það er ekki það að leikmenn vilji það ekki eða reyni það ekki,“ sagði Lampard aðspurður út í það hvort markaskorun væri vandamál fyrir liðið og bætir við að þrátt fyrir að liðið hafi nánast ekki að neinu að keppa það sem eftir lifir tímabils verði leikmenn að halda sér á tánum. „Þú ert að spila fyrir Chelsea. Þannig að sama hvað þá þarftu að gefa allt sem þú átt í hvern einasta leik. Það er enginn að fara að komast undan því. Við verðum að halda okkar standard,“ sagði Lampard að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Evrópumeistararnir í undanúrslit Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 2-0 útisigur gegn Chelsea í kvöld. 18. apríl 2023 20:55 Mest lesið KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Leik lokið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Sjá meira
Evrópumeistararnir í undanúrslit Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 2-0 útisigur gegn Chelsea í kvöld. 18. apríl 2023 20:55