Handbolti

Eyjapeyjar sáu um þrif í TM-höllinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hvítu Riddararnir fögnuðu vel og innilega í leikslok, en tóku sér svo kúst í hönd áður en haldið var heim á leið.
Hvítu Riddararnir fögnuðu vel og innilega í leikslok, en tóku sér svo kúst í hönd áður en haldið var heim á leið. Vísir/Hulda Margrét

Hvítu Riddararnir, stuðningssveit ÍBV, lagði sitt af mörkum til að sjálfboðaliðar í TM-höllinni í Garðabæ þyrftu ekki að vaka langt fram eftir kvöldi til að þrífa stúkuna eftir leik Stjörnunnar og ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta í kvöld.

Eyjamenn tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit Olís-deildarinnar með fjögurra marka sigri í TM-höllinni í kvöld, 23-27. ÍBV vann fyrri leik liðanna einnig með fjórum mörkum og liðið er því á leið í undanúrslit, en Stjörnumenn geta farið að huga að næsta tímabili.

StHvítu Riddararnir, stuðnigssveit ÍBV, voru þó ekkert að gleyma sér í gleðinni í leikslok því þegar fagnaðarlátunum linnti tóku meðlimir sveitarinnar sér kúst í hönd og sáu til þess að allt rusl og drasl var fjarlægt úr stúkunni.

ÍBV er eins og áður segir á leið í undanúrslit Olís-deildar karla þar sem liðið mætir FH eftir að Hafnarfjarðarliðið vann öruggan sigur gegn Selfyssingum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×