Pavel: Njarðvík var ekki að leggjast niður heldur vorum við að leggja þá niður Árni Jóhansson skrifar 20. apríl 2023 21:10 Pavel er að gera góða hluti á Króknum. Vísir/Hulda Margrét Það var ljóst strax á fyrstu mínútum leiks Njarðvíkur og Tindastóls í hvað stefndi þegar liðin mættust í fyrsta leik undarúrslita Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í Ljónagryfjunni í kvöld. Stefnan var á sigur gestanna af Sauðárkrók en þeir byrjuðu ótrúlega vel og slepptu aldrei hálstakinu sem þeir náðu Njarðvíkingum í. Leikar enduðu 52-85 fyrir Tindastól sem leiða 1-0 í einvíginu sem fer norður á sunnudag. Þjálfari Tindastóls, Pavel Ermolinskij, var að vonum ánægður með margt í kvöld og þá sérsaklega hversu vel hans menn héldu áfram. Hann var spurður að því hvort það hafi ekki verið léttir að hans menn hafi náð að byrja eins vel og raun bar vitni því ekki var víst við hverju hægt var að búast fyrir leik. „Léttirinn var sá að þeir voru ekki að rúlla yfir okkur. Þú vilt í það minnsta vera í jöfnum leik til að byrja með en að byrja svona það er frábært. Það sem stendur samt upp úr er hversu vel strákarnir héldu áfram. Framlagið hjá þeim var rosalegt.“ „Þetta er 85% framlagið þeirra, ég þurfti að gera 1-2 breytingar sem ég bað þá um og leystu þeir það stórkostlega. Ég hefði getað sleppt því og þeir sýnt sama kraft og það hefði dugað. Það var ofboðslega lítið sem ég þurfti að gera“, sagði Pavel þegar hann var spurður að því hvort þetta væri eitthvað sem hann setti upp fyrir leik eða hvort þetta væru strákarnir hans að taka andann með sér inn á völlinn. Er það þá verkefni hans á milli leikja að halda mönnum á jörðinni milli leikja? „Það er málið, við sýndum það í dag og ég veit það, að þessir menn fara ekkert hátt upp. Þetta eru vinnumenn, þetta eru hestar, þeir halda áfram að hlaupa þegar, eins og í dag, gefst tækifæri á að slaka á á einhverjum tímapunkti en þeir gerðu það ekki. Verkefnið okkar er einfalt. Það er að segja við þá að þeir vita hvað þeir eiga að gera og þeir eiga að gera það aftur. Það er ekki þannig alls staðar en með þetta lið þá er það nóg. Það er hægt að segja við þá gerið það sama og síðast og þá munu góðir hlutir gerast.“ Pavel var ekki á því að Njarðvíkingar hafi lagst fyrir Stólunum heldur að hans menn hafi gert það að verkum að heimamenn lúffuðu þegar hann var spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart hvernig Njarðvíkingar virtust missa trúna í byrjun leiks. „Þeir lögðust ekkert, ég held að við höfum lagt þá. Það er allt í lagi að segja það stundum. Þetta er ekki ólíkt því sem við upplifðum í leik þrjú á móti Keflavík. Það var ekki endilega þannig að við vorum að spila illa heldur var Keflavík að eiga frábæran leik. Það var málið í dag. Njarðvík var ekki að leggjast niður heldur vorum við að leggja þá niður. Það er mikið meiri gæði, kraftur og karakter í þessu Njarðvíkur liði en ég ætla ekki að leyfa þeim að þetta hafi verið eitthvað þeirra megin sem skóp þennan sigur. Þetta var okkar megin.“ Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík – Tindastóll 52-85 | Tindastóll kafsigldi Njarðvíking í heimahöfn Tindastóll er kominn í 1-0 forystu í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla. Þeim tókst að bursta Njarðvíkinga í Njarðvík og var það að þakka geggjaðri byrjun. Leikar enduðu 52-85 og liðin mætast að nýju fyrir norðan á sunnudaginn. 20. apríl 2023 20:42 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Þjálfari Tindastóls, Pavel Ermolinskij, var að vonum ánægður með margt í kvöld og þá sérsaklega hversu vel hans menn héldu áfram. Hann var spurður að því hvort það hafi ekki verið léttir að hans menn hafi náð að byrja eins vel og raun bar vitni því ekki var víst við hverju hægt var að búast fyrir leik. „Léttirinn var sá að þeir voru ekki að rúlla yfir okkur. Þú vilt í það minnsta vera í jöfnum leik til að byrja með en að byrja svona það er frábært. Það sem stendur samt upp úr er hversu vel strákarnir héldu áfram. Framlagið hjá þeim var rosalegt.“ „Þetta er 85% framlagið þeirra, ég þurfti að gera 1-2 breytingar sem ég bað þá um og leystu þeir það stórkostlega. Ég hefði getað sleppt því og þeir sýnt sama kraft og það hefði dugað. Það var ofboðslega lítið sem ég þurfti að gera“, sagði Pavel þegar hann var spurður að því hvort þetta væri eitthvað sem hann setti upp fyrir leik eða hvort þetta væru strákarnir hans að taka andann með sér inn á völlinn. Er það þá verkefni hans á milli leikja að halda mönnum á jörðinni milli leikja? „Það er málið, við sýndum það í dag og ég veit það, að þessir menn fara ekkert hátt upp. Þetta eru vinnumenn, þetta eru hestar, þeir halda áfram að hlaupa þegar, eins og í dag, gefst tækifæri á að slaka á á einhverjum tímapunkti en þeir gerðu það ekki. Verkefnið okkar er einfalt. Það er að segja við þá að þeir vita hvað þeir eiga að gera og þeir eiga að gera það aftur. Það er ekki þannig alls staðar en með þetta lið þá er það nóg. Það er hægt að segja við þá gerið það sama og síðast og þá munu góðir hlutir gerast.“ Pavel var ekki á því að Njarðvíkingar hafi lagst fyrir Stólunum heldur að hans menn hafi gert það að verkum að heimamenn lúffuðu þegar hann var spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart hvernig Njarðvíkingar virtust missa trúna í byrjun leiks. „Þeir lögðust ekkert, ég held að við höfum lagt þá. Það er allt í lagi að segja það stundum. Þetta er ekki ólíkt því sem við upplifðum í leik þrjú á móti Keflavík. Það var ekki endilega þannig að við vorum að spila illa heldur var Keflavík að eiga frábæran leik. Það var málið í dag. Njarðvík var ekki að leggjast niður heldur vorum við að leggja þá niður. Það er mikið meiri gæði, kraftur og karakter í þessu Njarðvíkur liði en ég ætla ekki að leyfa þeim að þetta hafi verið eitthvað þeirra megin sem skóp þennan sigur. Þetta var okkar megin.“
Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík – Tindastóll 52-85 | Tindastóll kafsigldi Njarðvíking í heimahöfn Tindastóll er kominn í 1-0 forystu í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla. Þeim tókst að bursta Njarðvíkinga í Njarðvík og var það að þakka geggjaðri byrjun. Leikar enduðu 52-85 og liðin mætast að nýju fyrir norðan á sunnudaginn. 20. apríl 2023 20:42 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík – Tindastóll 52-85 | Tindastóll kafsigldi Njarðvíking í heimahöfn Tindastóll er kominn í 1-0 forystu í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla. Þeim tókst að bursta Njarðvíkinga í Njarðvík og var það að þakka geggjaðri byrjun. Leikar enduðu 52-85 og liðin mætast að nýju fyrir norðan á sunnudaginn. 20. apríl 2023 20:42