Nálgun Vals harðlega gagnrýnd: „Ekki bara eitthvað sem þú opnar í Cocoa-puffs pakka“ Aron Guðmundsson skrifar 21. apríl 2023 16:15 Brúnaþungur Snorri Steinn á hliðarlínunni þar sem Valsmenn voru niðurlægðir af Haukum. vísir/hulda margrét Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í handbolta voru á dögunum sendir í snemmbúið sumarfrí með hvelli þegar að liðið steinlá gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís deildar karla. Lokatölur í Hafnarfirði voru 33-14 Haukum í vil og í nýjasta þætti Handkastsins var staðan hjá Valsmönnum rædd. Valsmenn mættu særðir til leiks í einvígið gegn Haukum með lykilmenn fjarverandi vegna meiðsla en eitt og sér var ekki ástæðan fyrir því að liðið skoraði aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleiknum í leiknum gegn Haukum.„Höfum það alveg á hreinu að frammistaða Vals var til skammar og Snorri Steinn viðurkenndi það og sagði það bara réttilega,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, umsjónarmaður Handkastins. „Ástæðan fyrir því að ég talaði um að Valur ætti ekki séns í Haukana í þessum leik var ekki vegna meiðsla Benedikts, Magnúsar eða Róberts. Heldur út frá þeirri staðreynd hvernig Valur hefur verið að spila undanfarna tvo mánuði. Frammistaða liðsins er bara búin að vera til skammar síðustu vikur. Þeir hafa tapað átta leikjum í röð, sex af þessum leikjum hafa verið búnir í hálfleik.“ Ekki bara eitthvað sem þú opnar í Coco-puffs pakka Arnar Daði varpaði þá fram spurningum varðandi það hvernig spilað hefur verið á Valsliðinu á yfirstandandi tímabili en nóg hefur verið að gera hjá liðinu, bæði hér heima fyrir sem og í Evrópukeppni. Leikmenn á borð við Aron Dag Pálsson sitji á bekknum meira og minna fyrstu umferðir tímabilsins. „Agnar Smári er brjálaður og spilar lítið sem ekkert í upphafi tímabils, hann kemur ekki inn á í fyrstu Evrópuleikjunum. Tryggvi Garðar spilar ekki mínútu fram í miðjan nóvember og þá vegna þess að hann er tilneyddur vegna meiðsla annarra leikmanna. Þá hefur Sakai Motoki varla spilað. Agnar Smári í leik með Val á yfirstandandi tímabiliVísir/Pawel Cieslikiewicz Þarna sé búið að telja til þó nokkuð marga leikmenn.„Vignir Stefánsson spilaði lítið sem ekkert, Benedikt Gunnar Óskarsson bara spilaði og spilaði. Hann er bara lítill og léttur, gat alveg spilað en er það þjálffræðilega rétt að láta Benedikt spila svona ótrúlega mikið?“ bætti Arnar Daði við.Nú spyrji menn sig að því hvernig Valur, vitandi það í júlí að fram undan væru tíu Evrópuleikir og um er að ræða stórt félag innan handboltans á Íslandi, hvernig styrktarþjálfun liðsins sé háttað.„Þeir eru ekki einu sinni með styrktarþjálfara,“ sagði Arnar Daði í Handkastinu. „Leikmenn Vals hoppuðu yfir götuna og fóru í afrek, sem er einhver Crossfit stöð. Hvernig er endurhæfingu eftir leiki háttað hjá liðinu? Hvernig eru styrktaræfingar leikmanna á miðju tímabili? Þetta er ekki bara eitthvað sem þú opnar í Coco-puffs pakka og gerir bara einhvern vegin. Þetta er bara jafn mikilvægt og það hvernig þú stillir upp vörn, hvernig þú spilar sókn og hvernig þú rúllar liðinu.Það er með ólíkindum að félag eins og Valur, sem státar sig af því að hafa unnið einhverja sjö titla í röð og að vera með landsliðsmenn innan sinna raða, bjóði ekki upp á betra umhverfi. Af hverju eru leikmenn á leiðinni í Val þegar að umhverfið er ekki betra en þetta?“Umræðan um Val hefst á 29. mínútu þáttarins en hana sem og þátt Handkastsins í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan: Olís-deild karla Valur Handkastið Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 33-14 | Ótrúlegur leikur og Íslandsmeistararnir farnir í sumarfrí Haukar spörkuðu Valsmönnum í sumarfrí í hreint út sagt ótrúlegum leik á Ásvöllum í kvöld. Fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta lauk með óvæntum sigri Hauka. Laskað lið Vals átti aldrei möguleika í kvöld og steinlá 33-14. 19. apríl 2023 21:05 Tárvotur Björgvin Páll: „Held við séum bensínlausir andlega heldur en eitthvað annað“ „Frábært tímabil endar nánast eins og martröð,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslandsmeistara Vals, eftir hreint út sagt ótrúlegt tap Vals gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld, lokatölur 33-14. Tapið þýðir að Íslandsmeistararnir eru á leið í sumarfrí. 19. apríl 2023 22:01 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Valsmenn mættu særðir til leiks í einvígið gegn Haukum með lykilmenn fjarverandi vegna meiðsla en eitt og sér var ekki ástæðan fyrir því að liðið skoraði aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleiknum í leiknum gegn Haukum.„Höfum það alveg á hreinu að frammistaða Vals var til skammar og Snorri Steinn viðurkenndi það og sagði það bara réttilega,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, umsjónarmaður Handkastins. „Ástæðan fyrir því að ég talaði um að Valur ætti ekki séns í Haukana í þessum leik var ekki vegna meiðsla Benedikts, Magnúsar eða Róberts. Heldur út frá þeirri staðreynd hvernig Valur hefur verið að spila undanfarna tvo mánuði. Frammistaða liðsins er bara búin að vera til skammar síðustu vikur. Þeir hafa tapað átta leikjum í röð, sex af þessum leikjum hafa verið búnir í hálfleik.“ Ekki bara eitthvað sem þú opnar í Coco-puffs pakka Arnar Daði varpaði þá fram spurningum varðandi það hvernig spilað hefur verið á Valsliðinu á yfirstandandi tímabili en nóg hefur verið að gera hjá liðinu, bæði hér heima fyrir sem og í Evrópukeppni. Leikmenn á borð við Aron Dag Pálsson sitji á bekknum meira og minna fyrstu umferðir tímabilsins. „Agnar Smári er brjálaður og spilar lítið sem ekkert í upphafi tímabils, hann kemur ekki inn á í fyrstu Evrópuleikjunum. Tryggvi Garðar spilar ekki mínútu fram í miðjan nóvember og þá vegna þess að hann er tilneyddur vegna meiðsla annarra leikmanna. Þá hefur Sakai Motoki varla spilað. Agnar Smári í leik með Val á yfirstandandi tímabiliVísir/Pawel Cieslikiewicz Þarna sé búið að telja til þó nokkuð marga leikmenn.„Vignir Stefánsson spilaði lítið sem ekkert, Benedikt Gunnar Óskarsson bara spilaði og spilaði. Hann er bara lítill og léttur, gat alveg spilað en er það þjálffræðilega rétt að láta Benedikt spila svona ótrúlega mikið?“ bætti Arnar Daði við.Nú spyrji menn sig að því hvernig Valur, vitandi það í júlí að fram undan væru tíu Evrópuleikir og um er að ræða stórt félag innan handboltans á Íslandi, hvernig styrktarþjálfun liðsins sé háttað.„Þeir eru ekki einu sinni með styrktarþjálfara,“ sagði Arnar Daði í Handkastinu. „Leikmenn Vals hoppuðu yfir götuna og fóru í afrek, sem er einhver Crossfit stöð. Hvernig er endurhæfingu eftir leiki háttað hjá liðinu? Hvernig eru styrktaræfingar leikmanna á miðju tímabili? Þetta er ekki bara eitthvað sem þú opnar í Coco-puffs pakka og gerir bara einhvern vegin. Þetta er bara jafn mikilvægt og það hvernig þú stillir upp vörn, hvernig þú spilar sókn og hvernig þú rúllar liðinu.Það er með ólíkindum að félag eins og Valur, sem státar sig af því að hafa unnið einhverja sjö titla í röð og að vera með landsliðsmenn innan sinna raða, bjóði ekki upp á betra umhverfi. Af hverju eru leikmenn á leiðinni í Val þegar að umhverfið er ekki betra en þetta?“Umræðan um Val hefst á 29. mínútu þáttarins en hana sem og þátt Handkastsins í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan:
Olís-deild karla Valur Handkastið Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 33-14 | Ótrúlegur leikur og Íslandsmeistararnir farnir í sumarfrí Haukar spörkuðu Valsmönnum í sumarfrí í hreint út sagt ótrúlegum leik á Ásvöllum í kvöld. Fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta lauk með óvæntum sigri Hauka. Laskað lið Vals átti aldrei möguleika í kvöld og steinlá 33-14. 19. apríl 2023 21:05 Tárvotur Björgvin Páll: „Held við séum bensínlausir andlega heldur en eitthvað annað“ „Frábært tímabil endar nánast eins og martröð,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslandsmeistara Vals, eftir hreint út sagt ótrúlegt tap Vals gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld, lokatölur 33-14. Tapið þýðir að Íslandsmeistararnir eru á leið í sumarfrí. 19. apríl 2023 22:01 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 33-14 | Ótrúlegur leikur og Íslandsmeistararnir farnir í sumarfrí Haukar spörkuðu Valsmönnum í sumarfrí í hreint út sagt ótrúlegum leik á Ásvöllum í kvöld. Fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta lauk með óvæntum sigri Hauka. Laskað lið Vals átti aldrei möguleika í kvöld og steinlá 33-14. 19. apríl 2023 21:05
Tárvotur Björgvin Páll: „Held við séum bensínlausir andlega heldur en eitthvað annað“ „Frábært tímabil endar nánast eins og martröð,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslandsmeistara Vals, eftir hreint út sagt ótrúlegt tap Vals gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld, lokatölur 33-14. Tapið þýðir að Íslandsmeistararnir eru á leið í sumarfrí. 19. apríl 2023 22:01