Féllu á því að lesa ekki bréf frá presti Apríl Auður Helgudóttir skrifar 21. apríl 2023 20:01 Páll Winkel er fangelsismálastjóri. Stofnunin tók ekki rétt á máli karlmanns sem óskaði eftir því að fá að afplána með samfélagsþjónustu. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn andlegra fatlaðri konu hefur unnið mál gegn Fangelsismálastofnun. Maðurinn var ósáttur við hvernig stofnunin brást við beiðni hans um að afplána refsingu með samfélagsþjónustu. Umsögn frá presti um manninn var ekki lesin. Karlmaðurinn var dæmdur í Landsrétti í maí 2019 en brotin sem um ræðir áttu sér stað á árunum 2013 og 2014. Ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda dóminn á sínum tíma, vegna alvarleika brotanna. Fyrrverandi eiginkonan sú sem tilkynnti Fyrrverandi eiginkona hins ákærða er sú sem tilkynnti brotin til félagsþjónustu en karlmaðurinn og þáverandi eiginkona hans voru stuðningsfjölskylda stúlkunnar sem hann var sakfelldur fyrir að brjóta á. Rannsókn lögreglu lauk sumarið 2015 en ákæra var ekki gefin út fyrr en í apríl 2016. Karlmaðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa nýtt sér andlega fötlun stúlkunnar. Í dómnum kemur fram að stúlkan hefði rétt verið við barnsaldur sem brotin áttu sér stað. Í dómi Landsréttar frá 2019 kemur fram að maðurinn hafi í þrígang brotið gróflega gegn kynfrelsi og trausti andlega fatlaðrar konu, inni á heimili sínu, þar sem hún bjó og var í hans umsjá. Vegna alvarleika brotsins mat Fangelsismálastofnun að ekkert í málinu gæfi tilefni til að heimila samfélagsþjónustu og vísaði þar í almannahagsmuni. Lásu ekki bréfið frá prestinum Með bréfi óskaði maðurinn eftir að fá að afplána refsingu sína með samfélagsþjónustu. Beiðni hans var hafnaði með tölvupósti þann sama dag. Málsmeðferð mannsins byggðist á að meðferðin á beiðni hans hefði verið ófullnægjandi og niðurstaðan því gölluð. Benti hann meðal annars á að í lögum um fullnustu refsingu sé ráð gert fyrir því að tekið sé sérstakt viðtal við umsækjanda um samfélagsþjónustu. Í tilviki þessu hefði ekkert slíkt viðtal verið tekið. Þá hefði ekki verið tekið mið af bréfi sem sóknarprestur skrifaði vegna umsóknar hans. Karlmaðurinn vildi meina að umrætt bréf hefði verið mikilvægt gagn sem ætti að hafa talsvert vægi við mat á því hvernig afgreiða skyldi umsóknina. Einnig færði maðurinn rök fyrir því að svörin sem bárust honum í tölvupósti hefðu ekki verið fullnægjandi. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að föst venja sé fyrir því í íslenskri stjórnsýslu að bréf séu undirrituð af starfsmönnum sem unnu í málinu. Þetta sé mikilvæg regla til þess að gæta þess að vanhæfur starfsmaður hafi ekki komið að málum. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á röksemdir karlmannsins. Í niðurstöðu dómstólsins kemur fram að tillit sé tekið til allra rökfærslna mannsins. Ekki verði komist hjá því að fallast á kröfur hans um að úrskurður dómsmálaráðuneytisins, þar sem beiðni um afplánun með samfélagsþjónustu, verði ógiltur með dómi. Þá er Fangelsismálastofnun gert að greiða málskostnað mannsins upp á 1250 þúsund krónur. Dómsmál Fangelsismál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Karlmaðurinn var dæmdur í Landsrétti í maí 2019 en brotin sem um ræðir áttu sér stað á árunum 2013 og 2014. Ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda dóminn á sínum tíma, vegna alvarleika brotanna. Fyrrverandi eiginkonan sú sem tilkynnti Fyrrverandi eiginkona hins ákærða er sú sem tilkynnti brotin til félagsþjónustu en karlmaðurinn og þáverandi eiginkona hans voru stuðningsfjölskylda stúlkunnar sem hann var sakfelldur fyrir að brjóta á. Rannsókn lögreglu lauk sumarið 2015 en ákæra var ekki gefin út fyrr en í apríl 2016. Karlmaðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa nýtt sér andlega fötlun stúlkunnar. Í dómnum kemur fram að stúlkan hefði rétt verið við barnsaldur sem brotin áttu sér stað. Í dómi Landsréttar frá 2019 kemur fram að maðurinn hafi í þrígang brotið gróflega gegn kynfrelsi og trausti andlega fatlaðrar konu, inni á heimili sínu, þar sem hún bjó og var í hans umsjá. Vegna alvarleika brotsins mat Fangelsismálastofnun að ekkert í málinu gæfi tilefni til að heimila samfélagsþjónustu og vísaði þar í almannahagsmuni. Lásu ekki bréfið frá prestinum Með bréfi óskaði maðurinn eftir að fá að afplána refsingu sína með samfélagsþjónustu. Beiðni hans var hafnaði með tölvupósti þann sama dag. Málsmeðferð mannsins byggðist á að meðferðin á beiðni hans hefði verið ófullnægjandi og niðurstaðan því gölluð. Benti hann meðal annars á að í lögum um fullnustu refsingu sé ráð gert fyrir því að tekið sé sérstakt viðtal við umsækjanda um samfélagsþjónustu. Í tilviki þessu hefði ekkert slíkt viðtal verið tekið. Þá hefði ekki verið tekið mið af bréfi sem sóknarprestur skrifaði vegna umsóknar hans. Karlmaðurinn vildi meina að umrætt bréf hefði verið mikilvægt gagn sem ætti að hafa talsvert vægi við mat á því hvernig afgreiða skyldi umsóknina. Einnig færði maðurinn rök fyrir því að svörin sem bárust honum í tölvupósti hefðu ekki verið fullnægjandi. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að föst venja sé fyrir því í íslenskri stjórnsýslu að bréf séu undirrituð af starfsmönnum sem unnu í málinu. Þetta sé mikilvæg regla til þess að gæta þess að vanhæfur starfsmaður hafi ekki komið að málum. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á röksemdir karlmannsins. Í niðurstöðu dómstólsins kemur fram að tillit sé tekið til allra rökfærslna mannsins. Ekki verði komist hjá því að fallast á kröfur hans um að úrskurður dómsmálaráðuneytisins, þar sem beiðni um afplánun með samfélagsþjónustu, verði ógiltur með dómi. Þá er Fangelsismálastofnun gert að greiða málskostnað mannsins upp á 1250 þúsund krónur.
Dómsmál Fangelsismál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira