Skrá sig á spjöld sögunnar í næstu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2023 22:00 Lið Flensborgarskólans: Birgitta Rún Ólafsdóttir, frummælandi, Unnur Elín Sigursteinsdóttir, meðmælandi, Perla Eyfjörð Arnardóttir, liðsstjóri og Snædís Petra Sölvadóttir, stuðningsmaður. vísir/egill Þau tímamót verða eftir viku að fyrsta kvennaliðið keppir til úrslita í ræðukeppninni MORFÍS. Stelpurnar í liðinu eru stoltar af því að skrá sig svona á spjöld sögunnar - en finna þó enn fyrir fordómum á þessum áður karllæga vettvangi. „Hvað þarf margar ljóskur til að skipta um ljósaperu? Tvær! Eina til að skipta um peru og aðra til að sjúga mig! Þá vitum við það,“ sagði einn keppanda í ræðu sinni í úrslitum MORFÍS, Mælsu og rökræðukeppni framhaldsskólanna, árið 2004. Brandari sem eflaust ætti síður upp á pallborðið hjá áhorfendum í dag, yrði hann sagður í pontu. Versló og MH áttust við - allir keppendur strákar. Kynjahalli sem einkenndi keppnina framan af. Morfís hefur í gegnum tíðina verið beinlínis fjandsamlegur vettvangur fyrir stelpur, eins og fyrirsagnir sem fréttamaður tíndi til og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan sýna glöggt. Þekktasta dæmið er eflaust frá 2008 þegar lið skipað strákum sýndi nektarmynd af kvenkyns mótherja í miðri keppni. En nú er öldin örlítið önnur. Í úrslitunum næsta föstudag mætast MR og Flensborg - og lið síðarnefnda skólans er eingöngu skipað stelpum, í fyrsta sinn í sögunni sem allsherjar kvennalið nær í úrslit. Liðsmennirnir, þær Birgitta Rún Ólafsdóttir, frummælandi, Unnur Elín Sigursteinsdóttir, meðmælandi, Perla Eyfjörð Arnardóttir, liðsstjóri og Snædís Petra Sölvadóttir, stuðningsmaður, eru allar á einu máli: það er ákaflega spennandi að skrá sig á spjöld MORFÍS-sögunnar með þessum hætti. Löngu sé kominn tími til að allsherjarkvennalið keppi til úrslita. Þá segja stelpurnar MORFÍS-menninguna blessunarlega hafa kvenvæðst mjög undanfarið en þær finni enn fyrir gömlum draugum. „Óviðeigandi skot sem eru að koma frá karlmönnum í liðunum. Kynferðisleg oft,“ segir Birgitta. „Eins og í síðustu keppni, ég nefni engin nöfn, en þá kemur strákur í liðinu með svarið: Ég frétti að ein í liðinu væri ógeðslega gröð. Við vorum alveg bara já, ókei,“ segir Unnur. Ítarlegra viðtal við stelpurnar má sjá í innslaginu hér fyrir ofan. Framhaldsskólar Hafnarfjörður Morfís Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
„Hvað þarf margar ljóskur til að skipta um ljósaperu? Tvær! Eina til að skipta um peru og aðra til að sjúga mig! Þá vitum við það,“ sagði einn keppanda í ræðu sinni í úrslitum MORFÍS, Mælsu og rökræðukeppni framhaldsskólanna, árið 2004. Brandari sem eflaust ætti síður upp á pallborðið hjá áhorfendum í dag, yrði hann sagður í pontu. Versló og MH áttust við - allir keppendur strákar. Kynjahalli sem einkenndi keppnina framan af. Morfís hefur í gegnum tíðina verið beinlínis fjandsamlegur vettvangur fyrir stelpur, eins og fyrirsagnir sem fréttamaður tíndi til og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan sýna glöggt. Þekktasta dæmið er eflaust frá 2008 þegar lið skipað strákum sýndi nektarmynd af kvenkyns mótherja í miðri keppni. En nú er öldin örlítið önnur. Í úrslitunum næsta föstudag mætast MR og Flensborg - og lið síðarnefnda skólans er eingöngu skipað stelpum, í fyrsta sinn í sögunni sem allsherjar kvennalið nær í úrslit. Liðsmennirnir, þær Birgitta Rún Ólafsdóttir, frummælandi, Unnur Elín Sigursteinsdóttir, meðmælandi, Perla Eyfjörð Arnardóttir, liðsstjóri og Snædís Petra Sölvadóttir, stuðningsmaður, eru allar á einu máli: það er ákaflega spennandi að skrá sig á spjöld MORFÍS-sögunnar með þessum hætti. Löngu sé kominn tími til að allsherjarkvennalið keppi til úrslita. Þá segja stelpurnar MORFÍS-menninguna blessunarlega hafa kvenvæðst mjög undanfarið en þær finni enn fyrir gömlum draugum. „Óviðeigandi skot sem eru að koma frá karlmönnum í liðunum. Kynferðisleg oft,“ segir Birgitta. „Eins og í síðustu keppni, ég nefni engin nöfn, en þá kemur strákur í liðinu með svarið: Ég frétti að ein í liðinu væri ógeðslega gröð. Við vorum alveg bara já, ókei,“ segir Unnur. Ítarlegra viðtal við stelpurnar má sjá í innslaginu hér fyrir ofan.
Framhaldsskólar Hafnarfjörður Morfís Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira