„Get ekki beðið eftir leiknum á móti City“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. apríl 2023 23:15 Mikel Arteta og lærisveinar hans í Arsenal eru enn á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir töpuð stig í seinustu þremur leikjum. Julian Finney/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var eðlilega svekktur eftir þriðja jafntefli liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal tók á móti botnliði Southampton og gróf sig ofan í djúpa holu snemma leiks. „Ég er auðvitað vonsvikinn með úrslitin. Við gerðum okkur erfitt fyrir í byrjun leiks með því að gefa þeim eitt mark og svo annað,“ sagði Arteta, en hans menn gáfu gestunum mark á silfurfati strax á fyrstu mínútu áður en fyrrum Arsenalmaðurinn theo Walcott kom Southampton í 2-0 á 14. mínútu. „Við héldum áfram að reyna og við sköpuðum okkur hvert færið á fætur öðru. Við létum á það reyna og andrúmsloftið undir lokin var þannig að við trúðum því allir að við myndum vinna.“ „Stuðningurinn sem við fáum og ástin sem við fáum er mögnuð og hjálpar leikmönnunum okkar ótrúlega mikið. Við vorum svo nálægt því að vinna. Ég sá engan vera að reyna að fela sig. Það voru allir að leggja sitt af mörkum og maður sá vel hvað leikmennirnir vildu þetta mikið,“ bætti Arteta við. Arsenal er nú með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar þegar liðið á aðeins sex leiki eftir. Manchester City situr í öðru sæti, en Englandsmeistararnir eiga tvo leiki til góða. Arsenal sækir Manchester City einmitt heim næstkomandi miðvikudag í leik sem gæti farið langleiðina með að ákvarða hvaða lið verður Englandsmeistari. „Ég get ekki beðið eftir leiknum á móti City. Það eru þessir leikir sem þig langar til að spila. Þegar allt er undir og þú þarft að vinna. “ „Það er það fallega við þessa íþrótt. Þú vilt vera í þessari stöðu. Við munum fara í frábæra ferð til Manchester og við mætum vel undirbúnir,“ sagði Spánverjinn að lokum. Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
„Ég er auðvitað vonsvikinn með úrslitin. Við gerðum okkur erfitt fyrir í byrjun leiks með því að gefa þeim eitt mark og svo annað,“ sagði Arteta, en hans menn gáfu gestunum mark á silfurfati strax á fyrstu mínútu áður en fyrrum Arsenalmaðurinn theo Walcott kom Southampton í 2-0 á 14. mínútu. „Við héldum áfram að reyna og við sköpuðum okkur hvert færið á fætur öðru. Við létum á það reyna og andrúmsloftið undir lokin var þannig að við trúðum því allir að við myndum vinna.“ „Stuðningurinn sem við fáum og ástin sem við fáum er mögnuð og hjálpar leikmönnunum okkar ótrúlega mikið. Við vorum svo nálægt því að vinna. Ég sá engan vera að reyna að fela sig. Það voru allir að leggja sitt af mörkum og maður sá vel hvað leikmennirnir vildu þetta mikið,“ bætti Arteta við. Arsenal er nú með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar þegar liðið á aðeins sex leiki eftir. Manchester City situr í öðru sæti, en Englandsmeistararnir eiga tvo leiki til góða. Arsenal sækir Manchester City einmitt heim næstkomandi miðvikudag í leik sem gæti farið langleiðina með að ákvarða hvaða lið verður Englandsmeistari. „Ég get ekki beðið eftir leiknum á móti City. Það eru þessir leikir sem þig langar til að spila. Þegar allt er undir og þú þarft að vinna. “ „Það er það fallega við þessa íþrótt. Þú vilt vera í þessari stöðu. Við munum fara í frábæra ferð til Manchester og við mætum vel undirbúnir,“ sagði Spánverjinn að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira