Pistill: Pílagrímsferð til Parma Siggeir Ævarsson skrifar 22. apríl 2023 10:00 Curva nord stúkan á heimavelli Parma. Af einhverjum ástæðum skipar lið Parma á Ítalíu stóran sess í hjörtum margra fótboltaáhugamanna á Íslandi. Ekki er það þó árangur síðustu 20 ára sem kom þeim þangað, en síðustu ár hafa verið nánast einn samfelldur táradalur fyrir stuðningsmenn liðsins. Í dag leikur liðið í Seríu-B, næst efstu deild á Ítalíu, og á í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni um sæti í efstu deild að ári. Laugardaginn 1. apríl mætti liðið Palermo og var ég svo heppinn að vera þar í stúkunni, í „Curva nord“, þar sem allra hörðustu stuðningsmennirnir sitja, eða standa öllu heldur, og syngja og hrópa ókvæðisorð að andstæðingunum í 90 mínútur. Á 10. áratug síðustu aldar varð ótrúlegur uppgangur hjá Parma. Liðið landaði átta stórum titlum, þar af tveimur Evróputitlum, og náði öðru sæti í ítölsku deildinni vorið 1997. Þessi árangur kom þeim í hóp „systranna sjö“ en var dýru verði keyptur. Margir af bestu leikmönnum heims léku með Parma á þessum árum og væri of langur listi að telja þá alla upp, en meðal þeirra helstu má nefna Fabio Cannavaro, Gianluigi Buffon, Hernan Crespo, Lilian Thuram, Enrico Chiesa, Gianfranco Zola, Tomas Brolin og Faustino Asprilla. Leikmenn Parma fagna UEFA bikarnum eftir 3-0 sigur á Marseille 1999.Vísir/Getty Upphafið að endalokunum Leikmenn á heimsmælikvarða eru dýrir í innkaupum og rekstri, en liðið var fjármagnað af Calisto Tanzi, eiganda Parmalat mjólkursamsteypunnar. Árið 2003 fór Parmalat í þrot sem á endanum varð stærsta gjaldþrot í sögu Evrópu en 14 milljarða evra vantaði í bókhald fyrirtækisins. Bestu leikmenn liðsins voru seldir hver á fætur öðrum en liðið fór þó ekki sjálft í þrot, ekki strax. Ný kennitala var græjuð og allir lögðu sitt af mörkum til að halda liðinu á floti. Fréttir bárust m.a. af því að leikmenn væru að keyra liðsrútuna og þvo búninga. Parma komst fyrir storminn og 2014 náði liðið að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á ný. Það var þó skammgóður vermir þar sem fjármál liðsins voru í algjörum ólestri og UEFA meinaði liðinu um þátttöku í Evrópu af þeim sökum. 2015 var svo komið að skuldadögum og félagið lýst gjaldþrota. Skuldir þess voru þá 213 milljónir evra, þar af 63 milljónir í ógreidd laun. Til að fullkomna niðurlæginguna voru fjármálastjórar liðsins neyddir til að selja helstu verðlaunagripi liðsins á uppboði upp í skuldir, sem dugði eflaust skammt. Aftur á byrjunarreit Menn voru þó ekki af baki dottnir í Parma og þetta sama haust hóf S.S.D. Parma Calcio 1913 keppni í neðstu deild á Ítalíu, Seríu-D. Þrátt fyrir ýmis skakkaföll á næstu árum, eins og ásakanir um veðmálasvindl leikmanna, vann liðið sig upp um eina deild á ári þar til að það var aftur komið í Seríu-A haustið 2014, en slíkur árangur er einstakur í sögu ítalska boltans. Liðið hefur þó ekki náð að festa sig í sessi í efstu deild og er nú að leika sitt annað tímabil í Seríu-B. Árangur Parma í vetur hefur verið upp og ofan og fyrir leikinn gegn Palermo þann 1. apríl var Parma fyrir utan umspil og Palermo í sætinu fyrir ofan. Það var því ansi mikið undir fyrir þennan leik, og stemmingin á vellinum eftir því. Leikdagur í Parma Þetta var mín fyrsta, en vonandi ekki síðasta, ferð á heimavöll Parma, Ennio Tardini. Ég lagðist því í smá undirbúningsvinnu og komst í samband við alþjóðlegan stuðningsmannaklúbb Parma og hann Giorgio Martini. Hann fullyrti að það væri mjög heimilisleg stemming í kringum allt hjá félaginu. Það voru engar ýkjur en hann kom mér beint í samband við starfsmenn klúbbsins. Þeir tóku til óspilltra málanna og fimm miðar í Curva nord græjaðir með það sama. Við misstum svo af lestinni okkar frá Milanó til Parma en starfsmaður klúbbsins tók á móti okkur fyrir utan völlinn, afhenti mér miðana og hleypti okkur svo bakdyrameginn inn og fram fyrir röðina. Sannkallaðar VIP móttökur, og þeir vissu ekki einu sinni að ég væri blaðamaður fyrir Vísi í hjáverkum! Curva nord óðum að fyllast rétt fyrir leik. Það er eins og áður sagði frekar heimilisleg stemming í kringum klúbbinn hjá Parma. Borgin er fremur lítil á ítalskan mælikvarða, þar búa tæplega 200.000 manns sem gerir hana þá 18. stærstu á Ítalíu. Völlurinn lætur ekki mikið yfir sér þar sem hann kúrir í miðju íbúðahverfi en þegar maður kemur nær fær maður fótboltann og söguna beint í æð. Voldugur bogi tekur fyrst á móti manni og þar rétt fyrir innan blasir við aðalinngangurinn, sem leikmenn og áhangendur deila. Söngvar óma lengst út fyrir völlinn þar sem gulklæddir aðdáendur streyma að í þúsundatali. Ennio Tardini tekur rúmlega 27.000 manns sæti, en reyndar eru oftast aðeins rúmlega 22.000 sæti í notkun. Alla jafna er það meira en nóg en um 10.000 manns hafa verið að mæta að meðaltali á leiki í vetur. Þarna voru þó miklu fleiri mættir, eða tæplega 15.000 háværir aðdáendur. Á leikjum á Ítalíu er mikið sungið, og það var ekki laust við að hinir bleiklæddu stuðningsmenn Palermo sem fjölmenntu á leikinn væru jafnvel háværari en „Parma strákarnir“. Inngangurinn á Ennio Tardini er tignarlegur. Leikvöllurinn er staðsettur í miðju íbúðahverfi í Parma, og ekki bílstæði í sjónmáli. Við mættum á völlinn í strætó sem var fullur af stuðningsmönnum. Stuðningsmenn Parma eru reyndar þekktir fyrir að vera frekar rólegir í tíðinni og andrúmsloftið í stúkunni var afslappað. Að vísu var nokkuð um handahreyfingar sem mætti skilja þannig að menn væru að spila á munnhörpu af mikilli ákefð, og frasinn „vaffanculo“ var notaður reglulega. Miðarnir klárir og spennan í hámarki. Þetta var fullkominn vordagur í Parma. Sólin skein í heiði, 20° og rétt fyrir fram mig stóð goðsögnin Buffon á milli stanganna. Endurkoma hans til Parma vakti blendnar tilfinningar meðal stuðningsmanna. Augljóslega er hann kominn af léttasta skeiði, en í tólf leikjum í vetur hefur hinn 43 ára Buffon haldið hreinu þrisvar sinnum og nærvera hans vekur óneitanlega upp hugrenningartengsl við gullaldarár klúbbsins. Buffon í seilingarfjarlægð! Hann skrifaði á dögunum undir samning út tímabilið 2024, svo að hann er hvergi nærri hættur. Ekki tókst honum þó að halda hreinu að þessu sinni, en það kom ekki að sök. Eftir jöfnunarmark Palermo á 41. mínútu, þar sem vörn Parma var að vísu leikinn sundur og saman, virtust þeir aldrei líklegir og bara sáttir með stigið, en þeir náðu aðeins tveimur skotum á rammann allan leikinn. Parma gekk þó illa að skapa sér afgerandi færi en á 77. mínútu komust Parma í góða sókn þar sem Woyo Coulibaly var réttur maður á réttum stað, þefaði uppi lausan bolta eftir fast skot fyrir utan teig frá Franco Vázquez, og innsiglaði þar með sigur Parma og þrjú dýrmæt stig. Sería-A innan seilingar? Síðan 1. apríl er Parma svo búið að spila tvo deildarleiki enn. Næsti leikur var 0-1 sigur á AS Cittadella og svo kom 1-1 jafntefli á útivelli gegn Modena. Í dag klukkan 14:00 að staðartíma er svo algjör lykilleikur fyrir framhaldið. Parma er núna í 6. sæti, með jafnmörg stig, 48, og Cagliari, en liðið mætast á Ennio Tardini á eftir. Til að tryggja sig í umspil þarf liðið að enda í 8. sæti eða ofar. Fimm íslenskir Parma stuðningsmenn gátu sennilega ekki beðið um betri dag á Ennio Tardini en þennan. Við höldum dauðahaldi í vonina um að komast aftur upp í deild þeirra bestu. Við stuðningsmenn Parma leyfum okkur að vera örlítið bjartsýnir þegar við horfum til sumars. Það er kannski engin Crespo eða Cannavaro í sjónmáli akkúrat núna, en við tökum þetta eitt skref í einu. Við viljum ekki brenna okkur aftur á því að spenna bogann of hátt. Leikmannahópur Parma 1998-1999. Þarna héldu vafalaust margir stuðningsmenn að liðið væri búið að stimpla sig inn sem stórklúbbur í Evrópu en næsta tímabil byrjaði að kvarnast hratt úr þessu magnaða hóp. Ítalski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira
Í dag leikur liðið í Seríu-B, næst efstu deild á Ítalíu, og á í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni um sæti í efstu deild að ári. Laugardaginn 1. apríl mætti liðið Palermo og var ég svo heppinn að vera þar í stúkunni, í „Curva nord“, þar sem allra hörðustu stuðningsmennirnir sitja, eða standa öllu heldur, og syngja og hrópa ókvæðisorð að andstæðingunum í 90 mínútur. Á 10. áratug síðustu aldar varð ótrúlegur uppgangur hjá Parma. Liðið landaði átta stórum titlum, þar af tveimur Evróputitlum, og náði öðru sæti í ítölsku deildinni vorið 1997. Þessi árangur kom þeim í hóp „systranna sjö“ en var dýru verði keyptur. Margir af bestu leikmönnum heims léku með Parma á þessum árum og væri of langur listi að telja þá alla upp, en meðal þeirra helstu má nefna Fabio Cannavaro, Gianluigi Buffon, Hernan Crespo, Lilian Thuram, Enrico Chiesa, Gianfranco Zola, Tomas Brolin og Faustino Asprilla. Leikmenn Parma fagna UEFA bikarnum eftir 3-0 sigur á Marseille 1999.Vísir/Getty Upphafið að endalokunum Leikmenn á heimsmælikvarða eru dýrir í innkaupum og rekstri, en liðið var fjármagnað af Calisto Tanzi, eiganda Parmalat mjólkursamsteypunnar. Árið 2003 fór Parmalat í þrot sem á endanum varð stærsta gjaldþrot í sögu Evrópu en 14 milljarða evra vantaði í bókhald fyrirtækisins. Bestu leikmenn liðsins voru seldir hver á fætur öðrum en liðið fór þó ekki sjálft í þrot, ekki strax. Ný kennitala var græjuð og allir lögðu sitt af mörkum til að halda liðinu á floti. Fréttir bárust m.a. af því að leikmenn væru að keyra liðsrútuna og þvo búninga. Parma komst fyrir storminn og 2014 náði liðið að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á ný. Það var þó skammgóður vermir þar sem fjármál liðsins voru í algjörum ólestri og UEFA meinaði liðinu um þátttöku í Evrópu af þeim sökum. 2015 var svo komið að skuldadögum og félagið lýst gjaldþrota. Skuldir þess voru þá 213 milljónir evra, þar af 63 milljónir í ógreidd laun. Til að fullkomna niðurlæginguna voru fjármálastjórar liðsins neyddir til að selja helstu verðlaunagripi liðsins á uppboði upp í skuldir, sem dugði eflaust skammt. Aftur á byrjunarreit Menn voru þó ekki af baki dottnir í Parma og þetta sama haust hóf S.S.D. Parma Calcio 1913 keppni í neðstu deild á Ítalíu, Seríu-D. Þrátt fyrir ýmis skakkaföll á næstu árum, eins og ásakanir um veðmálasvindl leikmanna, vann liðið sig upp um eina deild á ári þar til að það var aftur komið í Seríu-A haustið 2014, en slíkur árangur er einstakur í sögu ítalska boltans. Liðið hefur þó ekki náð að festa sig í sessi í efstu deild og er nú að leika sitt annað tímabil í Seríu-B. Árangur Parma í vetur hefur verið upp og ofan og fyrir leikinn gegn Palermo þann 1. apríl var Parma fyrir utan umspil og Palermo í sætinu fyrir ofan. Það var því ansi mikið undir fyrir þennan leik, og stemmingin á vellinum eftir því. Leikdagur í Parma Þetta var mín fyrsta, en vonandi ekki síðasta, ferð á heimavöll Parma, Ennio Tardini. Ég lagðist því í smá undirbúningsvinnu og komst í samband við alþjóðlegan stuðningsmannaklúbb Parma og hann Giorgio Martini. Hann fullyrti að það væri mjög heimilisleg stemming í kringum allt hjá félaginu. Það voru engar ýkjur en hann kom mér beint í samband við starfsmenn klúbbsins. Þeir tóku til óspilltra málanna og fimm miðar í Curva nord græjaðir með það sama. Við misstum svo af lestinni okkar frá Milanó til Parma en starfsmaður klúbbsins tók á móti okkur fyrir utan völlinn, afhenti mér miðana og hleypti okkur svo bakdyrameginn inn og fram fyrir röðina. Sannkallaðar VIP móttökur, og þeir vissu ekki einu sinni að ég væri blaðamaður fyrir Vísi í hjáverkum! Curva nord óðum að fyllast rétt fyrir leik. Það er eins og áður sagði frekar heimilisleg stemming í kringum klúbbinn hjá Parma. Borgin er fremur lítil á ítalskan mælikvarða, þar búa tæplega 200.000 manns sem gerir hana þá 18. stærstu á Ítalíu. Völlurinn lætur ekki mikið yfir sér þar sem hann kúrir í miðju íbúðahverfi en þegar maður kemur nær fær maður fótboltann og söguna beint í æð. Voldugur bogi tekur fyrst á móti manni og þar rétt fyrir innan blasir við aðalinngangurinn, sem leikmenn og áhangendur deila. Söngvar óma lengst út fyrir völlinn þar sem gulklæddir aðdáendur streyma að í þúsundatali. Ennio Tardini tekur rúmlega 27.000 manns sæti, en reyndar eru oftast aðeins rúmlega 22.000 sæti í notkun. Alla jafna er það meira en nóg en um 10.000 manns hafa verið að mæta að meðaltali á leiki í vetur. Þarna voru þó miklu fleiri mættir, eða tæplega 15.000 háværir aðdáendur. Á leikjum á Ítalíu er mikið sungið, og það var ekki laust við að hinir bleiklæddu stuðningsmenn Palermo sem fjölmenntu á leikinn væru jafnvel háværari en „Parma strákarnir“. Inngangurinn á Ennio Tardini er tignarlegur. Leikvöllurinn er staðsettur í miðju íbúðahverfi í Parma, og ekki bílstæði í sjónmáli. Við mættum á völlinn í strætó sem var fullur af stuðningsmönnum. Stuðningsmenn Parma eru reyndar þekktir fyrir að vera frekar rólegir í tíðinni og andrúmsloftið í stúkunni var afslappað. Að vísu var nokkuð um handahreyfingar sem mætti skilja þannig að menn væru að spila á munnhörpu af mikilli ákefð, og frasinn „vaffanculo“ var notaður reglulega. Miðarnir klárir og spennan í hámarki. Þetta var fullkominn vordagur í Parma. Sólin skein í heiði, 20° og rétt fyrir fram mig stóð goðsögnin Buffon á milli stanganna. Endurkoma hans til Parma vakti blendnar tilfinningar meðal stuðningsmanna. Augljóslega er hann kominn af léttasta skeiði, en í tólf leikjum í vetur hefur hinn 43 ára Buffon haldið hreinu þrisvar sinnum og nærvera hans vekur óneitanlega upp hugrenningartengsl við gullaldarár klúbbsins. Buffon í seilingarfjarlægð! Hann skrifaði á dögunum undir samning út tímabilið 2024, svo að hann er hvergi nærri hættur. Ekki tókst honum þó að halda hreinu að þessu sinni, en það kom ekki að sök. Eftir jöfnunarmark Palermo á 41. mínútu, þar sem vörn Parma var að vísu leikinn sundur og saman, virtust þeir aldrei líklegir og bara sáttir með stigið, en þeir náðu aðeins tveimur skotum á rammann allan leikinn. Parma gekk þó illa að skapa sér afgerandi færi en á 77. mínútu komust Parma í góða sókn þar sem Woyo Coulibaly var réttur maður á réttum stað, þefaði uppi lausan bolta eftir fast skot fyrir utan teig frá Franco Vázquez, og innsiglaði þar með sigur Parma og þrjú dýrmæt stig. Sería-A innan seilingar? Síðan 1. apríl er Parma svo búið að spila tvo deildarleiki enn. Næsti leikur var 0-1 sigur á AS Cittadella og svo kom 1-1 jafntefli á útivelli gegn Modena. Í dag klukkan 14:00 að staðartíma er svo algjör lykilleikur fyrir framhaldið. Parma er núna í 6. sæti, með jafnmörg stig, 48, og Cagliari, en liðið mætast á Ennio Tardini á eftir. Til að tryggja sig í umspil þarf liðið að enda í 8. sæti eða ofar. Fimm íslenskir Parma stuðningsmenn gátu sennilega ekki beðið um betri dag á Ennio Tardini en þennan. Við höldum dauðahaldi í vonina um að komast aftur upp í deild þeirra bestu. Við stuðningsmenn Parma leyfum okkur að vera örlítið bjartsýnir þegar við horfum til sumars. Það er kannski engin Crespo eða Cannavaro í sjónmáli akkúrat núna, en við tökum þetta eitt skref í einu. Við viljum ekki brenna okkur aftur á því að spenna bogann of hátt. Leikmannahópur Parma 1998-1999. Þarna héldu vafalaust margir stuðningsmenn að liðið væri búið að stimpla sig inn sem stórklúbbur í Evrópu en næsta tímabil byrjaði að kvarnast hratt úr þessu magnaða hóp.
Ítalski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira