Taxiarchis Fountas kom gestunum í DC United í forystu strax á 15. mínútu leiksins áður en Duncan McGuire jafnaði fyrir heimamenn átta mínútum síðar og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Donovan Pines kom svo gestunum yfir á nýjan leik snemma í síðari hálfleik áður en Christian Benteke innsiglaði sigurinn með marki á 62. mínútu eftir stoðsendingu frá Guðlaugi Victori Pálssyni.
Dagur Dan Þórhallsson kom inn á sem varamaður fyrir Orlando City á 68. mínútu, en náði ekki að breyta gangi leiksins.
DC United situr nú í áttunda sæti Austurdeildar MLS-deildarinnar með 11 stig eftir níu leiki, en eftir slæmt gengi liðsins undanfarnar vikur hefur liðið nú unnið tvo leiki í röð.
Huge win in orLando 😈#DCU || @CareFirst pic.twitter.com/mrSD9QybWD
— D.C. United (@dcunited) April 23, 2023
Þá var Þorleifur Úlfarsson ónotaður varamaður er Houston Dynamo vann 1-0 sigur gegn Inter Miami í Vesturdeildinni og í NWSL-deildinni var Svava Rós Guðmundsdóttir einnig ónotaður varamaður í 1-0 sigri Gotham gegn North Carolina Courage.