„Það þarf ekki nema eina hnífstungu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. apríl 2023 21:00 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Afbrotafræðingur segir hugmyndafræði um að vopnaburður og beiting vopna séu eðlileg hafa náð fótfestu hjá hópum ungmenna hér á landi. Ungmenni virðist oft og tíðum ekki átta sig á þeim hættum og afleiðingum sem fylgi beitingu vopna. Þörf sé á samstilltu átaki til að bregðast við vandanum. Á fimmtudag lést pólskur karlmaður á þrítugsaldri eftir að hafa verið stunginn. Fjórir einstaklingar eru í haldi vegna málsins, þar af þrír undir 18 ára aldri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands telur að gera þurfi ungu fólki grein fyrir þeim hættum og afleiðingum sem fylgja burði og beitingu vopna. „Þetta er ekki bara grín. Það er mikil alvara á ferðum og það þarf í raun og veru ekki nema eina hnífstungu og þá getu bani hlotist af, eins og því miður gerðist hjá okkur í síðustu viku,“ segir Helgi. Aukin harka mætir minna ofbeldisþoli Helgi telur ákveðna skautun vera að eiga sér stað, þar sem í samfélaginu sem heild sé sífellt minni þolinmæði fyrir beitingu ofbeldis af hvaða tagi sem er. „Á sama tíma virðist vera að gerast á meðal ungmenna, einkum karla, oft á jaðrinum, þar kemur upp þessi hugmynd að það sé bara eðlilegt og réttlætanlegt að bera vopn af ýmsu tagi. Og ekki bara bera þessi vopn, heldur líka jafnvel beita þeim ef upp kemur ágreiningur af einhverju tagi eða átök.“ Þessa hugmyndafræði þurfi að uppræta með auknu eftirliti en einnig fræðslu. „Það þurfa margir að taka þátt í þessu, að uppræta þennan vopnaburð og þessa hugmyndafræði sem hvílir að baki. Það er í sjálfu sér ekki bara einn aðili, löggæslan, sem getur gert þetta. Heldur verða líka að koma til skólayfirvöld, fjölskyldan, afþreyingarmiðstöðvar og fleira af því tagi, til að gera okkur öllum, og sérstaklega ungmennum, grein fyrir því hvað þarna er í húfi.“ Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Börn og uppeldi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Á fimmtudag lést pólskur karlmaður á þrítugsaldri eftir að hafa verið stunginn. Fjórir einstaklingar eru í haldi vegna málsins, þar af þrír undir 18 ára aldri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands telur að gera þurfi ungu fólki grein fyrir þeim hættum og afleiðingum sem fylgja burði og beitingu vopna. „Þetta er ekki bara grín. Það er mikil alvara á ferðum og það þarf í raun og veru ekki nema eina hnífstungu og þá getu bani hlotist af, eins og því miður gerðist hjá okkur í síðustu viku,“ segir Helgi. Aukin harka mætir minna ofbeldisþoli Helgi telur ákveðna skautun vera að eiga sér stað, þar sem í samfélaginu sem heild sé sífellt minni þolinmæði fyrir beitingu ofbeldis af hvaða tagi sem er. „Á sama tíma virðist vera að gerast á meðal ungmenna, einkum karla, oft á jaðrinum, þar kemur upp þessi hugmynd að það sé bara eðlilegt og réttlætanlegt að bera vopn af ýmsu tagi. Og ekki bara bera þessi vopn, heldur líka jafnvel beita þeim ef upp kemur ágreiningur af einhverju tagi eða átök.“ Þessa hugmyndafræði þurfi að uppræta með auknu eftirliti en einnig fræðslu. „Það þurfa margir að taka þátt í þessu, að uppræta þennan vopnaburð og þessa hugmyndafræði sem hvílir að baki. Það er í sjálfu sér ekki bara einn aðili, löggæslan, sem getur gert þetta. Heldur verða líka að koma til skólayfirvöld, fjölskyldan, afþreyingarmiðstöðvar og fleira af því tagi, til að gera okkur öllum, og sérstaklega ungmennum, grein fyrir því hvað þarna er í húfi.“
Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Börn og uppeldi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira