Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Karl Lúðvíksson skrifar 24. apríl 2023 08:57 Mynd: Bjarki Már Eftir að sleppuskylda var sett á bleikjuna við Ásgarð í Soginu hefur veiðin bæði aukist og bleikjan stækkað til muna. Það hefur yfirleitt verið fín bleikjuveiði í Soginu þó hún hafa verið misjöfn á milli ára en eftir að sleppuskylda var sett á, þá sérstaklega Ásgarðsmegin, eru sífellt stærri bleikjur að veiðast. Apríl er búin að vera veiðimönnum ágætur en alls hafa veiðst 152 bleikjur í Ásgarði þar af níu í gær og þrettán í fyrradag. Það var algengt hér á árum áður að fá tveggja til þriggja punda bleikjur en þær voru ekkert margar yfir það. Undirritaður fékk þó einu sinni sjö punda bleikju við Frúarstein fyrir löngu og var það langstærsta bleikjan úr ánni það sumar. Staðan í dag er bara þannig að fjögura og fimm punda bleikjur eru bara nokkuð algengar og þær sjást alveg stærri. Þetta er eitt af þeim svæðum þar sem það sést svo greinilega hvað V&S gerir viðkvæmum stofnum í ánni. Ekki nóg með það að fiskurinn fær þá tækifæri til að hrygna en líka að stækka. Það verður líklega ekki langt í að þessi stóra sjö punda verði bara daglegt brauð á þessu svæði. Stangveiði Mest lesið Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Vond umgengni við vinsæla veiðistaði í Elliðavatni Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Elliðaárnar: 3,5 laxar á stöng á dag Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Góðir dagar inn á milli í Langá Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði Hefur engar áhyggjur af húsbílavatni Veiði
Það hefur yfirleitt verið fín bleikjuveiði í Soginu þó hún hafa verið misjöfn á milli ára en eftir að sleppuskylda var sett á, þá sérstaklega Ásgarðsmegin, eru sífellt stærri bleikjur að veiðast. Apríl er búin að vera veiðimönnum ágætur en alls hafa veiðst 152 bleikjur í Ásgarði þar af níu í gær og þrettán í fyrradag. Það var algengt hér á árum áður að fá tveggja til þriggja punda bleikjur en þær voru ekkert margar yfir það. Undirritaður fékk þó einu sinni sjö punda bleikju við Frúarstein fyrir löngu og var það langstærsta bleikjan úr ánni það sumar. Staðan í dag er bara þannig að fjögura og fimm punda bleikjur eru bara nokkuð algengar og þær sjást alveg stærri. Þetta er eitt af þeim svæðum þar sem það sést svo greinilega hvað V&S gerir viðkvæmum stofnum í ánni. Ekki nóg með það að fiskurinn fær þá tækifæri til að hrygna en líka að stækka. Það verður líklega ekki langt í að þessi stóra sjö punda verði bara daglegt brauð á þessu svæði.
Stangveiði Mest lesið Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Vond umgengni við vinsæla veiðistaði í Elliðavatni Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Elliðaárnar: 3,5 laxar á stöng á dag Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Góðir dagar inn á milli í Langá Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði Hefur engar áhyggjur af húsbílavatni Veiði